Páll telur mótframboð í 1. sæti ekki beint gegn honum Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2021 08:39 Páll Magnússon er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Vísir/Vilhelm Páll Magnússon fyrsti þingmaður Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi túlkar framboð tveggja annarra í fyrsta sæti á lista flokksins fyrir næstu alþingiskosningar ekki sem framboð gegn sér, persónulega. Guðrún Hafsteinsdóttir fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Kjöríss tilkynnti í gærkvöldi um framboð sitt til fyrsta sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer í maí. Páll Magnússon vermir það sæti inni á Alþingi í dag en Vilhjálmur Árnason alþingismaður sem var í því þriðja fyrir síðustu kosningar sækist einnig eftir fyrsta sætinu. „Ég hef líst því yfir að ég sækist áfram eftir þessu sæti en býð þau tvö hins vegar og hef gert það við þau bæði persónulega, velkomin á þennan vettvang,“ segir Páll. Það væri fagnaðarefni að gott og frambærilegt fólk gæfi kost á sér á þessum vettvangi. Hann túlki framboð þeirra ekki sem framboð gegn honum persónulega. „Nei og það stæði kannski síst upp á mig að fara að túlka mál svoleiðis. Sjálfur bauð ég mig fram í síðasta prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í sama sæti og þá sitjandi ráðherra flokksins. Ég tel framboðum af þessu tagi ekki stefnt gegn neinum,“ segir Páll. Þá telji hann þessi tvö mótframboð í fyrsta sætið ekki tengjast illindum sem urðu í kringum síðustu bæjarstjórnarkosningar í Vestmannaeyjum. „Það varð þessi ágreiningur sem spannst út af því hvort halda ætti prófkjör eða ekki. Í kjölfarið af þeim ágreiningi klofnaði flokkurinn í Vestmannaeyjum í herðar niður eiginlega. Í tvær stórar fylkingar. Við þær aðstæður sagðist ég mundu draga mig í hlé og ekki taka opinberlega afstöðu í bæjarstjórnarkosningunum síðustu. Það voru margir óánægðir með þá afstöðu mína, aðrir ánægðir og það er bara eins og gengur og gerist í pólitík,“ segir Páll. Þá telur hann móframboð í fyrsta sæti listans heldur ekki tengjast því að í nóvember lagði hann fram frumvarp á Alþingi um eignarhald á skipum með aflahlutdeild. Sem er til þess ætlað stemma stigu við of mikilli samþjöppun í eignarhaldi á aflaheimildum. „Ég held að flestir sjálfstæðismenn styðji þau sjónarmið í grundvallaratriðum. Nú höfum við til dæmis séð, þótt ég ætli ekki að fullyrða að það sé bein afleiðing af því frumvarpi sem ég lagði fram, að núna segist til dæmis Samherji ætlað að koma eignarhlut sínum að hluta til í Síldarvinnslunni á almennan markað. Skrá fyrirtækið á almennan markað,“ segir Páll. Forstjóri Samherja hafi líst því yfir að það sé beinlínis til að koma til móts við þá umræðu og þær áhyggjur sem menn hafi á of mikilli samþjöppun á eignarhaldi í sjávarútvegi. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Kjöríss tilkynnti í gærkvöldi um framboð sitt til fyrsta sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer í maí. Páll Magnússon vermir það sæti inni á Alþingi í dag en Vilhjálmur Árnason alþingismaður sem var í því þriðja fyrir síðustu kosningar sækist einnig eftir fyrsta sætinu. „Ég hef líst því yfir að ég sækist áfram eftir þessu sæti en býð þau tvö hins vegar og hef gert það við þau bæði persónulega, velkomin á þennan vettvang,“ segir Páll. Það væri fagnaðarefni að gott og frambærilegt fólk gæfi kost á sér á þessum vettvangi. Hann túlki framboð þeirra ekki sem framboð gegn honum persónulega. „Nei og það stæði kannski síst upp á mig að fara að túlka mál svoleiðis. Sjálfur bauð ég mig fram í síðasta prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í sama sæti og þá sitjandi ráðherra flokksins. Ég tel framboðum af þessu tagi ekki stefnt gegn neinum,“ segir Páll. Þá telji hann þessi tvö mótframboð í fyrsta sætið ekki tengjast illindum sem urðu í kringum síðustu bæjarstjórnarkosningar í Vestmannaeyjum. „Það varð þessi ágreiningur sem spannst út af því hvort halda ætti prófkjör eða ekki. Í kjölfarið af þeim ágreiningi klofnaði flokkurinn í Vestmannaeyjum í herðar niður eiginlega. Í tvær stórar fylkingar. Við þær aðstæður sagðist ég mundu draga mig í hlé og ekki taka opinberlega afstöðu í bæjarstjórnarkosningunum síðustu. Það voru margir óánægðir með þá afstöðu mína, aðrir ánægðir og það er bara eins og gengur og gerist í pólitík,“ segir Páll. Þá telur hann móframboð í fyrsta sæti listans heldur ekki tengjast því að í nóvember lagði hann fram frumvarp á Alþingi um eignarhald á skipum með aflahlutdeild. Sem er til þess ætlað stemma stigu við of mikilli samþjöppun í eignarhaldi á aflaheimildum. „Ég held að flestir sjálfstæðismenn styðji þau sjónarmið í grundvallaratriðum. Nú höfum við til dæmis séð, þótt ég ætli ekki að fullyrða að það sé bein afleiðing af því frumvarpi sem ég lagði fram, að núna segist til dæmis Samherji ætlað að koma eignarhlut sínum að hluta til í Síldarvinnslunni á almennan markað. Skrá fyrirtækið á almennan markað,“ segir Páll. Forstjóri Samherja hafi líst því yfir að það sé beinlínis til að koma til móts við þá umræðu og þær áhyggjur sem menn hafi á of mikilli samþjöppun á eignarhaldi í sjávarútvegi.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira