Frá þessu greinir á vef tónlistarskólans. Þar segir að László hafi nýverið orðið sextugur en hann starfaði við við skólann frá 1999 til 2014 eða samtals í 15 ár og þar af 13 ár sem skólastjóri.

Jafnframt kemur fram að hann lætur eftir sig eiginkonuna Hédi sem einnig starfaði við skólann samhliða eiginmanni sínum og tvö uppkomin börn, soninn Marton og dótturina Agnesi.
„Við sendum Hédi og börnum hennar innilegar samúðarkveðjur og megi guð styrkja þau á þessum erfiðu tímum. Guð blessi minningu László Czenek,“ segir á vefnum og er ljóð látið fylgja dánarfregninni:
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum
(HJH)