Ungfrú Ísland Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifa 26. febrúar 2021 08:01 Nýlega birtist grein eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra undir heitinu Fröken Reykjavík. Það er ekki á hverjum degi sem ráðherra í ríkisstjórn stingur niður penna til að fjalla um málefni einstakra sveitarfélaga og af þeirri ástæðu var greinin strax áhugaverð. Helsta áhyggjuefni Áslaugar Örnu var að borgin sé undir áhrifum vinstri pólitíkur. Það er dálítið broslegt að dómsmálaráðherra ríkisstjórnar sem Vinstri hreyfingin grænt framboð veitir forystu hafi áhyggjur af því að Reykjavík sé mögulega höll undir vinstri öflin. Væri það raunverulegt áhyggjuefni, ætti Áslaug Arna að láta í sér heyra hvernig stjórnin er á landsvísu. Ráðherrann um heilbrigðismál Í greininni skrifar ráðherra Sjálfstæðisflokksins um valfrelsi í heilbrigðismálum og velferðarmálum. Hún beinir því til Reykjavíkurborgar að hér mætti gera betur. Fátt einkennir samt stefnu ríkisstjórnarflokkanna í heilbrigðismálum sterkar en miðstýring og þörf stjórnvalda til að stýra því algjörlega hvaða þjónusta stendur til boða. Nýjasta dæmið af þessari stefnu er yfirfærsla skimunar fyrir brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini til heilsugæslunnar. Við þekkjum hversu ófarsæll sá flutningur hefur verið. Sýni lágu í pappakössum vikum saman, seint og um síðir var samið við stofu í Danmörku um að greina sýnin og læknar lýsa því yfir að stórslys sé í uppsiglingu. En dómsmálaráðherra skrifar grein um áhyggjur sínar af því hvernig stjórnvöld í Reykjavík sinna heilbrigðismálum. Önnur dæmi eru líka þekkt, eins og að Sjálfstæðisflokkurinn telur eðlilegt að greiða þrisvar sinnum hærri kostnað fyrir það að senda sjúklinga til Svíþjóðar í liðskiptaaðgerðir, sem hægt væri að sinna hérlendis. Biðlistar stjórnvalda eru þess valdandi að senda þarf fólk til sjálfstætt starfandi lækna. En vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki stutt það að þessar aðgerðir séu framkvæmdar af sjálfstætt starfandi læknum á Íslandi eru sjúklingar sendir með flugi til útlanda. Hið sama má segja um þá stefnu stjórnvalda að draga úr stuðningi við sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga, sjúkraþjálfara og sálfræðinga. En Áslaug, hún vill tala um hver staðan er í borgarstjórninni. Má ekki nefna Borgarlínu? Í greininni var líka rætt um samgöngur. Þar mátti greina sömu feimni við hið raunverulega samtal því í umfjöllun hennar um samgöngur í höfuðborginni og um mikilvægi valfrelsis vakti eiginlega mestu athyglina hvað ekki var sagt. Þar sást aldrei orðið Borgarlína. Hennar var aldrei getið. Hvaða sýn á samgöngur speglar það? Og er það til marks um afstöðu næstu kynslóðar í forystu Sjálfstæðisflokksins, að láta sem Borgarlína sé einfaldlega ekki til? Borgarlínan er komin á fullt skrið. Hugmyndin þar að baki er að koma upp sterku neti af almenningssamgöngum um alla höfuðborgina; að tengja saman alla hluta hennar með aðgengilegum og þægilegum samgöngum. Þennan samgöngumáta þekkjum við flest úr borgum erlendis. Þær einfalda og auðvelda lífið fyrir þau sem velja þann samgöngumáta. Þau sem hafa kynnst þeim og notað þær eiga það sameiginlegt að styðja þessa þróun. Sterkar almenningssamgöngur tryggja fólki og komandi kynslóðum raunverulegt valfrelsi um samgöngumáta. Lykillinn að því að frelsi standi undir nafni er nefnilega að það sé á borði en ekki bara í orði. Í dag er upplifun margra að þau noti bílinn af nauðsyn en ekki af frjálsum vilja. Skrifin reyndar geisla af því sem einkennt hefur nálgun Sjálfstæðismanna um samgöngur í höfuðborginni. Þeir eru eins og leikari sem tekur að sér öll hlutverkin í verkinu. Allt frá því að vera ósátt við að geta ekki keyrt alla leið inn í eldhúsið heima og yfir í að vera rödd nútímans um valfrelsi í samgöngum. Og í lok verksins er það leikhúsgestanna að giska á hver afstaðan er. Það er hins vegar áhugavert að þetta sé nálgun yngri fulltrúa flokksins sem hafa reynt að staðsetja sig með Borgarlínunni. Kannski var ástæðan bara sú að greinin birtist í Mogganum, sem kannanir benda til að nánast enginn undir 50 ára aldri lesi. Afstaða borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hefur reyndar verið á þessum slóðum. Í sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu hafa fulltrúar flokksins verið með Borgarlínunni en í borgarstjórn hafa þeir ýmist verið á móti henni eða setið hjá. Þegar Borgarlína var fyrst borin upp til atkvæða í upphafi kjörtímabils voru sex borgarfulltrúar flokksins á móti en tveir sátu hjá. Það voru hinir yngri. Aðeins einn borgarfulltrúi hefur í raun lýst yfir stuðningi við hugmyndina og framkvæmdina þrátt fyrir að hafa setið hjá, en það er Hildur Björnsdóttir. Andvaka en af röngum ástæðum Margt annað mætti nefna úr greininni, til dæmis áherslur ráðherra um mikilvægi þess að fjölga störfum og gagnrýni á fjármál borgarinnar. Það er athyglisvert í ljósi þess að rekstur ríkisins var þegar orðinn ósjálfbær áður en afleiðingar heimsfaraldurs skullu á þjóðina. Og ráðherrar ríkisstjórnarinnar létu varnaðarorð sérfræðinga sem vind um eyru þjóta. Hvað varðar fjármál stærsta sveitarfélags landsins þá liggur fyrir að Reykjavík er það sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu sem hefur lægsta skuldahlutfallið miðað við þann hluta rekstrarins sem fjármagnaður er með skattfé. Það er því kannski hægt að segja greinarhöfundi til uppörvunar og huggunar, að ráðherra í ríkisstjórn undir forystu VG ætti ekki að þurfa að liggja andvaka yfir stöðu mála í höfuðborginni. Borgin er í góðum höndum. Það eru nærtækari og háværari viðvörunarbjöllur sem ættu að kalla á athygli hennar. Stundum reynir fólk að forðast óþægileg umræðuefni með því að skamma einhvern annan en þann sem raunverulega á skilið tiltal. Er það kannski þannig að það sem Áslaug Arna vill segja um landsmálin en treystir sér ekki til, það yfirfærir hún á höfuðborgina? Höfundar eru þingmenn Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn Borgarlína Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Nýlega birtist grein eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra undir heitinu Fröken Reykjavík. Það er ekki á hverjum degi sem ráðherra í ríkisstjórn stingur niður penna til að fjalla um málefni einstakra sveitarfélaga og af þeirri ástæðu var greinin strax áhugaverð. Helsta áhyggjuefni Áslaugar Örnu var að borgin sé undir áhrifum vinstri pólitíkur. Það er dálítið broslegt að dómsmálaráðherra ríkisstjórnar sem Vinstri hreyfingin grænt framboð veitir forystu hafi áhyggjur af því að Reykjavík sé mögulega höll undir vinstri öflin. Væri það raunverulegt áhyggjuefni, ætti Áslaug Arna að láta í sér heyra hvernig stjórnin er á landsvísu. Ráðherrann um heilbrigðismál Í greininni skrifar ráðherra Sjálfstæðisflokksins um valfrelsi í heilbrigðismálum og velferðarmálum. Hún beinir því til Reykjavíkurborgar að hér mætti gera betur. Fátt einkennir samt stefnu ríkisstjórnarflokkanna í heilbrigðismálum sterkar en miðstýring og þörf stjórnvalda til að stýra því algjörlega hvaða þjónusta stendur til boða. Nýjasta dæmið af þessari stefnu er yfirfærsla skimunar fyrir brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini til heilsugæslunnar. Við þekkjum hversu ófarsæll sá flutningur hefur verið. Sýni lágu í pappakössum vikum saman, seint og um síðir var samið við stofu í Danmörku um að greina sýnin og læknar lýsa því yfir að stórslys sé í uppsiglingu. En dómsmálaráðherra skrifar grein um áhyggjur sínar af því hvernig stjórnvöld í Reykjavík sinna heilbrigðismálum. Önnur dæmi eru líka þekkt, eins og að Sjálfstæðisflokkurinn telur eðlilegt að greiða þrisvar sinnum hærri kostnað fyrir það að senda sjúklinga til Svíþjóðar í liðskiptaaðgerðir, sem hægt væri að sinna hérlendis. Biðlistar stjórnvalda eru þess valdandi að senda þarf fólk til sjálfstætt starfandi lækna. En vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki stutt það að þessar aðgerðir séu framkvæmdar af sjálfstætt starfandi læknum á Íslandi eru sjúklingar sendir með flugi til útlanda. Hið sama má segja um þá stefnu stjórnvalda að draga úr stuðningi við sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga, sjúkraþjálfara og sálfræðinga. En Áslaug, hún vill tala um hver staðan er í borgarstjórninni. Má ekki nefna Borgarlínu? Í greininni var líka rætt um samgöngur. Þar mátti greina sömu feimni við hið raunverulega samtal því í umfjöllun hennar um samgöngur í höfuðborginni og um mikilvægi valfrelsis vakti eiginlega mestu athyglina hvað ekki var sagt. Þar sást aldrei orðið Borgarlína. Hennar var aldrei getið. Hvaða sýn á samgöngur speglar það? Og er það til marks um afstöðu næstu kynslóðar í forystu Sjálfstæðisflokksins, að láta sem Borgarlína sé einfaldlega ekki til? Borgarlínan er komin á fullt skrið. Hugmyndin þar að baki er að koma upp sterku neti af almenningssamgöngum um alla höfuðborgina; að tengja saman alla hluta hennar með aðgengilegum og þægilegum samgöngum. Þennan samgöngumáta þekkjum við flest úr borgum erlendis. Þær einfalda og auðvelda lífið fyrir þau sem velja þann samgöngumáta. Þau sem hafa kynnst þeim og notað þær eiga það sameiginlegt að styðja þessa þróun. Sterkar almenningssamgöngur tryggja fólki og komandi kynslóðum raunverulegt valfrelsi um samgöngumáta. Lykillinn að því að frelsi standi undir nafni er nefnilega að það sé á borði en ekki bara í orði. Í dag er upplifun margra að þau noti bílinn af nauðsyn en ekki af frjálsum vilja. Skrifin reyndar geisla af því sem einkennt hefur nálgun Sjálfstæðismanna um samgöngur í höfuðborginni. Þeir eru eins og leikari sem tekur að sér öll hlutverkin í verkinu. Allt frá því að vera ósátt við að geta ekki keyrt alla leið inn í eldhúsið heima og yfir í að vera rödd nútímans um valfrelsi í samgöngum. Og í lok verksins er það leikhúsgestanna að giska á hver afstaðan er. Það er hins vegar áhugavert að þetta sé nálgun yngri fulltrúa flokksins sem hafa reynt að staðsetja sig með Borgarlínunni. Kannski var ástæðan bara sú að greinin birtist í Mogganum, sem kannanir benda til að nánast enginn undir 50 ára aldri lesi. Afstaða borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hefur reyndar verið á þessum slóðum. Í sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu hafa fulltrúar flokksins verið með Borgarlínunni en í borgarstjórn hafa þeir ýmist verið á móti henni eða setið hjá. Þegar Borgarlína var fyrst borin upp til atkvæða í upphafi kjörtímabils voru sex borgarfulltrúar flokksins á móti en tveir sátu hjá. Það voru hinir yngri. Aðeins einn borgarfulltrúi hefur í raun lýst yfir stuðningi við hugmyndina og framkvæmdina þrátt fyrir að hafa setið hjá, en það er Hildur Björnsdóttir. Andvaka en af röngum ástæðum Margt annað mætti nefna úr greininni, til dæmis áherslur ráðherra um mikilvægi þess að fjölga störfum og gagnrýni á fjármál borgarinnar. Það er athyglisvert í ljósi þess að rekstur ríkisins var þegar orðinn ósjálfbær áður en afleiðingar heimsfaraldurs skullu á þjóðina. Og ráðherrar ríkisstjórnarinnar létu varnaðarorð sérfræðinga sem vind um eyru þjóta. Hvað varðar fjármál stærsta sveitarfélags landsins þá liggur fyrir að Reykjavík er það sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu sem hefur lægsta skuldahlutfallið miðað við þann hluta rekstrarins sem fjármagnaður er með skattfé. Það er því kannski hægt að segja greinarhöfundi til uppörvunar og huggunar, að ráðherra í ríkisstjórn undir forystu VG ætti ekki að þurfa að liggja andvaka yfir stöðu mála í höfuðborginni. Borgin er í góðum höndum. Það eru nærtækari og háværari viðvörunarbjöllur sem ættu að kalla á athygli hennar. Stundum reynir fólk að forðast óþægileg umræðuefni með því að skamma einhvern annan en þann sem raunverulega á skilið tiltal. Er það kannski þannig að það sem Áslaug Arna vill segja um landsmálin en treystir sér ekki til, það yfirfærir hún á höfuðborgina? Höfundar eru þingmenn Viðreisnar í Reykjavík.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun