Guðrún Hafsteinsdóttir vill fyrsta sætið í Suðurkjördæmi Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 21:27 Guðrún Hafsteinsdóttir fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins sækist eftir fyrsta sætinu í Suðurkjördæmi. Páll Magnússon vermdi sætið í síðustu kosningum. Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og markaðsstjóri Kjörís, býður sig fram í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer í maí. Þetta tilkynnti hún á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Hveragerðis í kvöld. Guðrún segir í tilkynningu um framboðið að síðustu vikur og mánuði hafi hún fengið mikla hvatningu víðsvegar úr kjördæminu til að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðismanna. Hún kveðst þakklát öllum sem hafa stutt hana og hvatt. „Suðurkjördæmi býr yfir miklum tækifærum sem brýnt er að efla. Ég er tilbúin að taka þátt í þeirri vinnu og tel að reynsla mín og þekking muni nýtast vel. Í Suðurkjördæmi er iðandi og gott mannlíf og hér höfum við allt sem þarf til að vera leiðandi á öllum sviðum atvinnulífsins. Ég trúi því að saman getum við eflt atvinnugreinar okkar og bætt lífskjör okkar sem hér búum og störfum,“ segir Guðrún. Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins var í fyrsta sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum. Hann leiddi listann einnig í kosningunum árið 2016, þegar hann var fyrst kjörinn á þing fyrir flokkinn. Ekki náðist í Pál við vinnslu fréttarinnar í kvöld. Lengst af starfað hjá fjölskyldufyrirtækinu Kjörís Guðrún er fædd 9. febrúar 1970 og er dóttir hjónanna Laufeyjar Valdimarsdóttur og Hafsteins Kristinssonar. Guðrún er í sambúð með Hans Kristjáni Einarssyni Hagerup, gullsmið og eiga þau samtals sex börn. Hún er með stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Suðurlands, B.A gráðu í mannfræði frá HÍ 2008 og þá hefur hún lokið diplóma námi í jafnréttisfræðum einnig frá HÍ. Hún hefur starfað nær allan sinn starfsferil hjá fyrirtæki fjölskyldunnar Kjörís ehf. í Hveragerði. Síðastliðinn áratug hefur Guðrún setið í stjórnum margra fyrirtækja og félaga. Hún var kjörin formaður Samtaka iðnaðarins árið 2014 og var þar formaður til 2020. Þá hefur hún einnig átt sæti í stjórn Samtaka atvinnulífsins, Háskóla Reykjavíkur, Bláa Lónsins og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Hveragerði Tengdar fréttir Miðflokkurinn í vanda á landsbyggðinni en Viðreisn og Píratar sækja á Færa má rök fyrir því að Miðflokkurinn sé í vanda á landsbyggðinni ef litið er á niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um fylgi flokkanna í Norðvestur,- Norðaustur- og Suðurkjördæmi. 24. febrúar 2021 10:00 Allir vilja komast á Alþingi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fer í slag um efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi. 22. febrúar 2021 14:05 Kosningar 2021: Stjórnmál á tímum sóttarinnar Tiltölulega litlar breytingar er að sjá á fylgi flokkanna í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn heldur ágætum sjó og er sá eini sem segja má að njóti umtalsverðs fylgis – stöðugt með vel yfir fimmtung atkvæða. Hefur þó dalað í öðrum nýlegum könnunum, svo sem hjá MMR. Aðrir flokkar ná ekki yfir fimmtán prósenta fylgi könnun Maskínu. 22. febrúar 2021 06:45 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Guðrún segir í tilkynningu um framboðið að síðustu vikur og mánuði hafi hún fengið mikla hvatningu víðsvegar úr kjördæminu til að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðismanna. Hún kveðst þakklát öllum sem hafa stutt hana og hvatt. „Suðurkjördæmi býr yfir miklum tækifærum sem brýnt er að efla. Ég er tilbúin að taka þátt í þeirri vinnu og tel að reynsla mín og þekking muni nýtast vel. Í Suðurkjördæmi er iðandi og gott mannlíf og hér höfum við allt sem þarf til að vera leiðandi á öllum sviðum atvinnulífsins. Ég trúi því að saman getum við eflt atvinnugreinar okkar og bætt lífskjör okkar sem hér búum og störfum,“ segir Guðrún. Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins var í fyrsta sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum. Hann leiddi listann einnig í kosningunum árið 2016, þegar hann var fyrst kjörinn á þing fyrir flokkinn. Ekki náðist í Pál við vinnslu fréttarinnar í kvöld. Lengst af starfað hjá fjölskyldufyrirtækinu Kjörís Guðrún er fædd 9. febrúar 1970 og er dóttir hjónanna Laufeyjar Valdimarsdóttur og Hafsteins Kristinssonar. Guðrún er í sambúð með Hans Kristjáni Einarssyni Hagerup, gullsmið og eiga þau samtals sex börn. Hún er með stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Suðurlands, B.A gráðu í mannfræði frá HÍ 2008 og þá hefur hún lokið diplóma námi í jafnréttisfræðum einnig frá HÍ. Hún hefur starfað nær allan sinn starfsferil hjá fyrirtæki fjölskyldunnar Kjörís ehf. í Hveragerði. Síðastliðinn áratug hefur Guðrún setið í stjórnum margra fyrirtækja og félaga. Hún var kjörin formaður Samtaka iðnaðarins árið 2014 og var þar formaður til 2020. Þá hefur hún einnig átt sæti í stjórn Samtaka atvinnulífsins, Háskóla Reykjavíkur, Bláa Lónsins og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Hveragerði Tengdar fréttir Miðflokkurinn í vanda á landsbyggðinni en Viðreisn og Píratar sækja á Færa má rök fyrir því að Miðflokkurinn sé í vanda á landsbyggðinni ef litið er á niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um fylgi flokkanna í Norðvestur,- Norðaustur- og Suðurkjördæmi. 24. febrúar 2021 10:00 Allir vilja komast á Alþingi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fer í slag um efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi. 22. febrúar 2021 14:05 Kosningar 2021: Stjórnmál á tímum sóttarinnar Tiltölulega litlar breytingar er að sjá á fylgi flokkanna í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn heldur ágætum sjó og er sá eini sem segja má að njóti umtalsverðs fylgis – stöðugt með vel yfir fimmtung atkvæða. Hefur þó dalað í öðrum nýlegum könnunum, svo sem hjá MMR. Aðrir flokkar ná ekki yfir fimmtán prósenta fylgi könnun Maskínu. 22. febrúar 2021 06:45 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Miðflokkurinn í vanda á landsbyggðinni en Viðreisn og Píratar sækja á Færa má rök fyrir því að Miðflokkurinn sé í vanda á landsbyggðinni ef litið er á niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um fylgi flokkanna í Norðvestur,- Norðaustur- og Suðurkjördæmi. 24. febrúar 2021 10:00
Allir vilja komast á Alþingi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fer í slag um efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi. 22. febrúar 2021 14:05
Kosningar 2021: Stjórnmál á tímum sóttarinnar Tiltölulega litlar breytingar er að sjá á fylgi flokkanna í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn heldur ágætum sjó og er sá eini sem segja má að njóti umtalsverðs fylgis – stöðugt með vel yfir fimmtung atkvæða. Hefur þó dalað í öðrum nýlegum könnunum, svo sem hjá MMR. Aðrir flokkar ná ekki yfir fimmtán prósenta fylgi könnun Maskínu. 22. febrúar 2021 06:45