Innlent

Tveir skjálftar yfir 5 að stærð og tíu yfir 4

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Grænu stjörnurnar sýna skjálftana sem mældust yfir 3 að stærð.
Grænu stjörnurnar sýna skjálftana sem mældust yfir 3 að stærð.

Í dag hafa orðið tveir skjálftar yfir 5,0 að stærð í hrinunni á Reykjanesskaga. Sá stærri varð klukkan 10:05 af stærð 5,7 og annar klukkan 10:30, sem mældist 5,0 að stærð.

Klukkan 12:37 varð svo skjálfti af stærð 4,8. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands seint á fimmta tímanum.

Tíu jarðskjálftar yfir 4,0 hafa mælst og margir yfir 3,0 auk fjölmargra minni skjálfta. Þeir hafa fundist víða á Suðvesturhorninu og allt norður í Húnaþing og vestur á Ísafjörð. 

Skjálftavirknin er bundin við Reykjanesskaga og aðrar staðsetningar á skjálftum eru óáreiðanlegar, að sögn veðurstofunnar. 


Tengdar fréttir

Besti dagur ársins í Bláfjöllum en bannað að skíða

Einar Bjarnason rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum var súr með að þurfa að loka skíðasvæðinu eftir hádegið í dag að kröfu almannavarna. Hann segir veðrið ekki hafa verið jafngott í ár og færið frábært. Vegna jarðskjálftanna á Reykjanesi í dag hafa almannavarnir lýst yfir hættustigi og gert þá kröfu að skíðasvæðinu verði lokað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×