Vedur.is hrundi þegar 70 þúsund manns vildu þangað inn í einu Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2021 17:10 Þeir Ingvar og Sverrir segir að ólíku sé saman að jafna með vefinn nú og fyrir liðlega ári þegar hann lá niðri í tæpar 20 mínútur. Þá þoldi hann ekki 30 þúsund heimsóknir. Nú átti hann að þola rúmlega 60 þúsund gesti en þeir fóru yfir 70 þúsund og því fór sem fór. En vefurinn var aðeins niðri í um tvær mínútur. Árni Snorrason forstjóri Veðurstofunnar segir að þegar hafi farið fram gagngerar endurbætur á vefnum vedur.is, sem lagðist niður í morgun, og þeim sé ekki lokið. Heitar umræður má finna víða á samfélagsmiðlum um þá staðreynd að vefur Veðurstofunnar hrundi strax eftir skjálftahrinuna í morgun; að það gangi ekki að vefurinn sem leikur svo stórt hlutverk í almannavörnum haldi ekki þegar svona stendur á. Árni forstjóri vill ekki kannast við að vefurinn hafi legið lengi niðri, og ekkert í líkingu við það þegar hann hrundi fyrir liðlega ári. Hann telur líklegt að þarna hafi minningunni um það slegið saman við stöðuna í morgun. En hann datt vissulega út um stundarsakir. Gætum horft fram á skjálfta upp á 6,5 stig Fyrir liðlega ári lá vefurinn niðri í korter til tuttugu mínútur og þá höfðu einhver 30 þúsund gesta reynt að komast inn. Afkastageta vefsins ræður nú við rúmlega tvisvar sinnum það en dugði ekki til því rúmlega 70 þúsund gestir reyndu að fara inn á vefinn í einu. „Mjög óþægilegt þegar ekki er hægt að hafa samband við vefinn sem eðli máls samkvæmt þarf að vera í lagi. En við teljum okkur hafa stigið skref í átt að umbótum. Og eigum enn eftir að taka fleiri skref í þá átt. Það gildir meðal annars um framsetningu á vefnum sem um margt er mjög góð,“ segir Árni. Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofunnar, segi að menn megi ekki rugla því saman sem gerðist fyrir liðlega ári og þessu atviki. Unnið hefur verið að gagngerum og dýrum endurbótum á vefnum og því starfi er ekki lokið. Hann telur að ýmislegt sem snýr að öryggismálum hafi verið bætt og spurður segir hann þær aðgerðir sem gripið hefur verið til eftir atvikið sem gerðist í fyrra séu rándýrar. „Fyrir svona stofnun; mjög miklir fjármunir og ekki hrist fram úr erminni. Þá er flækjustigið mjög mjög hátt.“ Árni bendir á Ingvar Kristinsson framkvæmdastjóra eftirlits- og spásviðs, hann þekki málið betur. Og ekki vantaði upp á það. Ingvar segir að þessi skjálftahrina nú hafi verið þá öflugustu á höfuðborgarsvæðinu í um hálfa öld… Það hafi verið skjálftar í Brennisteinsfjöllum 1969 og það sem menn óttist mest núna, ef þessi spennulosun sem var núna valdi spennuhækkun þar, að þar komi skjálfti. „Þá getum við verið að tala um skjálfta sem gæti orðið 6,5. „Og þá hriktir vel í höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ingvar sem bendir á að fjarlægðin frá upprunanum skipti máli. Ingvar segir að þau á Veðurstofunni hafi tekið eftir aukinni skjálftavirkni og spennu strax í gærkvöld og gert Almannavörnum viðvart í morgun; að það gæti orðið stór skjálfti sem svo kom hálftíma síðar. Kostnaðurinn við endurbætur hleypur á tugum milljóna En varðandi vefinn þá lýsir Ingvar því svo að þegar vefur Veðurstofunnar hrundi 3. október hafi þau skíttapað þeim leik. „Við héldum að við værum búin að æfa okkur en rétt töpuðum þessum. Við sjáum það í okkar tölum að vefurinn fór alveg niður í um tvær og háfla mínútu. Svo er hann höktandi í heilar tíu mínútur. Við vorum að fá þarna inn í kringum 70 þúsund púls notendur,“ segir Ingvar. Og það þoldi vefurinn ekki. Ingvar segir að þau sem hafa með vefmál stofunnar að gera hafi talið sig hafa gert ýmislegt til bóta; bætt afkastagetuna töluvert. „Töldum okkur vera komin með þetta nógu gott þannig að við gætum mælt púls eins og við lentum í í október. Við vorum ekkert langt frá því. En við töpuðum samt. Ingvar segir súrt að tapa en kippir sér ekki mikið upp við það þó nú hafi vefurinn hafi legið niðri í um tvær mínútur. Þá voru hvort sem er ekki tiltækar nákvæmar upplýsingar. Stefnt er að því að vefurinn þoli að fá hundrað þúsund gesti í einu. En við ætlum að vinna næsta leik. Við höfum fengið fjármuni til að gíra okkur upp, við höfum notað þá fjármuni skynsamlega og teljum okkur geta haldið áfram og komið okkur í þá stöðu að ráða við 100 þúsund heimsóknir á svona stuttum tíma.“ Erfitt er að meta kostnaðinn af því nákvæmlega en hann skiptir einhverjum tugum milljóna. „Já, þetta er kostnaðarsamt, snýst um pípuna inn á okkar server sem er nokkuð sver og svo er þetta hefðbundnir þættir, að vera með speglun: geta tekið á móti þessu svo þetta fari ekki niður.“ Upplýsingar ekki fyrirliggjandi þegar vefurinn lá niðri Ingvar segir að eitt sé að gíra sig vel upp með vefþjóna, þau þurfi líka að geta haft upplýsingar um skjálftann. „Það komu svo þétt inn skjálftarnir, tveir hver ofan í annan. Við verðum að fá sjálfvirka greiningu og úrvinnslu á þessu. Við erum að reyna að finna út stærðina og staðsetningu,“ segir Ingvar sem hættir sér út í býsna flóknar tæknilegar útskýringar. „Þetta kerfi kemur með sjálfvirka útfærslu á því og það ferli á að geta klárast á 90 sekúndum eða einni og hálfri mínútu. Þannig að það er okkar markmið að innan tveggja mínútna frá því að svona skjálfti verður liggi fyrir nákvæmar upplýsingar, hversu stór og hvar? En þegar þeir koma svona hver ofan í annan á kerfið okkar til að mettast. Þannig að það er líka eitt af því sem við erum að vinna í, auka hraðann í vinnslunni og koma upplýsingum beint út á netið.“ Ingvar segir að það geti liðið upp undir tíu mínútur frá því að allar upplýsingar liggi fyrir og kaldhæðnislegt sé ef til vill að það lágu engar slíkar upplýsingar fyrir meðan vefurinn lá niðri. „En við verðum að geta framleitt þessar upplýsingar hraðar og komið á vefinn, sem hangir þá upp, með þessum gríðarlega fjölda heimsókna. Við höfum lent í svipaðri skjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi en þar er færra fólk og eftirspurnin ekki eins mikill.“ Jarðhræringar á Reykjanesi Vísindi Almannavarnir Veður Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Jarðskjálftavirknin ein sú mesta sem sést hefur á Reykjanesi Jarðskjálftahrinan á Suðurnesjum er enn í gangi og allt eins von á að fleiri skjálftar finnist í byggð. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands, segir mjög öfluga virkni á svæðinu en jarðskjálftar hafi komið hver á eftir öðrum nú í rúma klukkustund 24. febrúar 2021 11:50 Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu. 24. febrúar 2021 10:07 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Heitar umræður má finna víða á samfélagsmiðlum um þá staðreynd að vefur Veðurstofunnar hrundi strax eftir skjálftahrinuna í morgun; að það gangi ekki að vefurinn sem leikur svo stórt hlutverk í almannavörnum haldi ekki þegar svona stendur á. Árni forstjóri vill ekki kannast við að vefurinn hafi legið lengi niðri, og ekkert í líkingu við það þegar hann hrundi fyrir liðlega ári. Hann telur líklegt að þarna hafi minningunni um það slegið saman við stöðuna í morgun. En hann datt vissulega út um stundarsakir. Gætum horft fram á skjálfta upp á 6,5 stig Fyrir liðlega ári lá vefurinn niðri í korter til tuttugu mínútur og þá höfðu einhver 30 þúsund gesta reynt að komast inn. Afkastageta vefsins ræður nú við rúmlega tvisvar sinnum það en dugði ekki til því rúmlega 70 þúsund gestir reyndu að fara inn á vefinn í einu. „Mjög óþægilegt þegar ekki er hægt að hafa samband við vefinn sem eðli máls samkvæmt þarf að vera í lagi. En við teljum okkur hafa stigið skref í átt að umbótum. Og eigum enn eftir að taka fleiri skref í þá átt. Það gildir meðal annars um framsetningu á vefnum sem um margt er mjög góð,“ segir Árni. Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofunnar, segi að menn megi ekki rugla því saman sem gerðist fyrir liðlega ári og þessu atviki. Unnið hefur verið að gagngerum og dýrum endurbótum á vefnum og því starfi er ekki lokið. Hann telur að ýmislegt sem snýr að öryggismálum hafi verið bætt og spurður segir hann þær aðgerðir sem gripið hefur verið til eftir atvikið sem gerðist í fyrra séu rándýrar. „Fyrir svona stofnun; mjög miklir fjármunir og ekki hrist fram úr erminni. Þá er flækjustigið mjög mjög hátt.“ Árni bendir á Ingvar Kristinsson framkvæmdastjóra eftirlits- og spásviðs, hann þekki málið betur. Og ekki vantaði upp á það. Ingvar segir að þessi skjálftahrina nú hafi verið þá öflugustu á höfuðborgarsvæðinu í um hálfa öld… Það hafi verið skjálftar í Brennisteinsfjöllum 1969 og það sem menn óttist mest núna, ef þessi spennulosun sem var núna valdi spennuhækkun þar, að þar komi skjálfti. „Þá getum við verið að tala um skjálfta sem gæti orðið 6,5. „Og þá hriktir vel í höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ingvar sem bendir á að fjarlægðin frá upprunanum skipti máli. Ingvar segir að þau á Veðurstofunni hafi tekið eftir aukinni skjálftavirkni og spennu strax í gærkvöld og gert Almannavörnum viðvart í morgun; að það gæti orðið stór skjálfti sem svo kom hálftíma síðar. Kostnaðurinn við endurbætur hleypur á tugum milljóna En varðandi vefinn þá lýsir Ingvar því svo að þegar vefur Veðurstofunnar hrundi 3. október hafi þau skíttapað þeim leik. „Við héldum að við værum búin að æfa okkur en rétt töpuðum þessum. Við sjáum það í okkar tölum að vefurinn fór alveg niður í um tvær og háfla mínútu. Svo er hann höktandi í heilar tíu mínútur. Við vorum að fá þarna inn í kringum 70 þúsund púls notendur,“ segir Ingvar. Og það þoldi vefurinn ekki. Ingvar segir að þau sem hafa með vefmál stofunnar að gera hafi talið sig hafa gert ýmislegt til bóta; bætt afkastagetuna töluvert. „Töldum okkur vera komin með þetta nógu gott þannig að við gætum mælt púls eins og við lentum í í október. Við vorum ekkert langt frá því. En við töpuðum samt. Ingvar segir súrt að tapa en kippir sér ekki mikið upp við það þó nú hafi vefurinn hafi legið niðri í um tvær mínútur. Þá voru hvort sem er ekki tiltækar nákvæmar upplýsingar. Stefnt er að því að vefurinn þoli að fá hundrað þúsund gesti í einu. En við ætlum að vinna næsta leik. Við höfum fengið fjármuni til að gíra okkur upp, við höfum notað þá fjármuni skynsamlega og teljum okkur geta haldið áfram og komið okkur í þá stöðu að ráða við 100 þúsund heimsóknir á svona stuttum tíma.“ Erfitt er að meta kostnaðinn af því nákvæmlega en hann skiptir einhverjum tugum milljóna. „Já, þetta er kostnaðarsamt, snýst um pípuna inn á okkar server sem er nokkuð sver og svo er þetta hefðbundnir þættir, að vera með speglun: geta tekið á móti þessu svo þetta fari ekki niður.“ Upplýsingar ekki fyrirliggjandi þegar vefurinn lá niðri Ingvar segir að eitt sé að gíra sig vel upp með vefþjóna, þau þurfi líka að geta haft upplýsingar um skjálftann. „Það komu svo þétt inn skjálftarnir, tveir hver ofan í annan. Við verðum að fá sjálfvirka greiningu og úrvinnslu á þessu. Við erum að reyna að finna út stærðina og staðsetningu,“ segir Ingvar sem hættir sér út í býsna flóknar tæknilegar útskýringar. „Þetta kerfi kemur með sjálfvirka útfærslu á því og það ferli á að geta klárast á 90 sekúndum eða einni og hálfri mínútu. Þannig að það er okkar markmið að innan tveggja mínútna frá því að svona skjálfti verður liggi fyrir nákvæmar upplýsingar, hversu stór og hvar? En þegar þeir koma svona hver ofan í annan á kerfið okkar til að mettast. Þannig að það er líka eitt af því sem við erum að vinna í, auka hraðann í vinnslunni og koma upplýsingum beint út á netið.“ Ingvar segir að það geti liðið upp undir tíu mínútur frá því að allar upplýsingar liggi fyrir og kaldhæðnislegt sé ef til vill að það lágu engar slíkar upplýsingar fyrir meðan vefurinn lá niðri. „En við verðum að geta framleitt þessar upplýsingar hraðar og komið á vefinn, sem hangir þá upp, með þessum gríðarlega fjölda heimsókna. Við höfum lent í svipaðri skjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi en þar er færra fólk og eftirspurnin ekki eins mikill.“
Jarðhræringar á Reykjanesi Vísindi Almannavarnir Veður Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Jarðskjálftavirknin ein sú mesta sem sést hefur á Reykjanesi Jarðskjálftahrinan á Suðurnesjum er enn í gangi og allt eins von á að fleiri skjálftar finnist í byggð. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands, segir mjög öfluga virkni á svæðinu en jarðskjálftar hafi komið hver á eftir öðrum nú í rúma klukkustund 24. febrúar 2021 11:50 Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu. 24. febrúar 2021 10:07 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Jarðskjálftavirknin ein sú mesta sem sést hefur á Reykjanesi Jarðskjálftahrinan á Suðurnesjum er enn í gangi og allt eins von á að fleiri skjálftar finnist í byggð. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands, segir mjög öfluga virkni á svæðinu en jarðskjálftar hafi komið hver á eftir öðrum nú í rúma klukkustund 24. febrúar 2021 11:50
Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu. 24. febrúar 2021 10:07