Með stærri hrinum frá upphafi mælinga Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 12:32 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir stóra skjálfta ekki endilega vera fyrirboða eldgoss. Hins vegar hafi verið kvikusöfnun á Reykjanesinu allt síðasta ár og því ekki útilokað að kvikan rati upp á yfirborðið. „Þetta er með stærri hrinum sem við höfum upplifað á þessum flekaskilum frá upphafi mælinga. Svoleiðis að þetta er mjög athyglisverður atburður sem er í gangi núna þessa klukkutímana,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Ekki er útilokað að kvika rati upp á yfirborðið. Öflug jarðskjálftahrina hefur gengið yfir suðvesturhluta landsins í dag. Stærsti skjálftinn mældist 5,7 að stærð en hann varð klukkan fimm mínútur yfir tíu og átti upptök sín suðsuðvestur af Keili. Margir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið og viðbúið er að jörð muni áfram skjálfa. „Þessir skjálftar sem eru í gangi núna eru fyrst og fremst vegna flekahreyfinga. Þetta eru flekaskil og flekarnir eru að hreyfast,“ segir Páll. „Þetta skilur að norðurameríkuflekann, sem er hér fyrir vestan okkur, og evrasíuflekann sem er fyrir austan okkur. Þeir eru að færast í sundur um tvo sentímetra á ári og það kemur fram í skjálftum fyrst og fremst en líka í eldvirkni og stundum spilar þetta saman.“ Það þurfi hins vegar ekki að vera vísbending um að eldgos sé í vændum. „Stórir skjálftar eru ekkert endilega fyrirboðar eldvirkni. Aðdragandi eldgosa er yfirleitt í litlum skjálftum. Þannig að stærð skjálftanna segir ekkert til um það.“ Páll bendir á að skjálftavirkni hafi verið viðvarandi á Reykjanesinu frá lok árs 2019. „Það virka tímabil er búið að standa allt síðasta ár, og inni í því voru líka kvikuhreyfingar. Þannig að það er ekki hægt að útiloka að eitthvað af þeirri kviku sem við vitum að er á ferli í jarðskorpunni rati upp á yfirborðið. En það yrði kannski meira eins og slys,“ segir Páll Einarsson. Ítarlega umfjöllun um jarðhræringarnar og allar nýjustu vendingar má finna hér. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Öflug jarðskjálftahrina hefur gengið yfir suðvesturhluta landsins í dag. Stærsti skjálftinn mældist 5,7 að stærð en hann varð klukkan fimm mínútur yfir tíu og átti upptök sín suðsuðvestur af Keili. Margir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið og viðbúið er að jörð muni áfram skjálfa. „Þessir skjálftar sem eru í gangi núna eru fyrst og fremst vegna flekahreyfinga. Þetta eru flekaskil og flekarnir eru að hreyfast,“ segir Páll. „Þetta skilur að norðurameríkuflekann, sem er hér fyrir vestan okkur, og evrasíuflekann sem er fyrir austan okkur. Þeir eru að færast í sundur um tvo sentímetra á ári og það kemur fram í skjálftum fyrst og fremst en líka í eldvirkni og stundum spilar þetta saman.“ Það þurfi hins vegar ekki að vera vísbending um að eldgos sé í vændum. „Stórir skjálftar eru ekkert endilega fyrirboðar eldvirkni. Aðdragandi eldgosa er yfirleitt í litlum skjálftum. Þannig að stærð skjálftanna segir ekkert til um það.“ Páll bendir á að skjálftavirkni hafi verið viðvarandi á Reykjanesinu frá lok árs 2019. „Það virka tímabil er búið að standa allt síðasta ár, og inni í því voru líka kvikuhreyfingar. Þannig að það er ekki hægt að útiloka að eitthvað af þeirri kviku sem við vitum að er á ferli í jarðskorpunni rati upp á yfirborðið. En það yrði kannski meira eins og slys,“ segir Páll Einarsson. Ítarlega umfjöllun um jarðhræringarnar og allar nýjustu vendingar má finna hér.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira