Hvorki tilkynningar um slys né tjón Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 11:32 Víðir Reynisson segir lögreglumenn og starfsmenn Landhelgisgæslunnar á ferð og flugi á Reykjanesi að meta aðstæður. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir engar tilkynningar hafa borist um tjón eða slys enn sem komið er vegna stórrar og stöðugrar skjálftahrinu á Reykjanesinu í morgun. „Við erum svona að reyna að ná utan um þennan atburð og sjá hvort það hafi orðið tjón eða slys sem þurfi að bregðast eitthvað sérstaklega við en það hefur ekki orðið. Við höfum ekki fengið neinar tilkynningar um slys og við erum bara að reyna að miðla upplýsingum um allt sem er að gerast og skilaboðin okkar núna eru að gæta að sér. Það geta komið áfram skjálftar og geta jafnvel orðið stærri skjálftar. Þannig að það þarf að huga vel að lausamunum í þessu og allir, bæði vinnustaðir og heimili, fari vel yfir sín mál þannig að fólk sé ekki með lausamuni sem geta fallið niður og valdið slysi,“ segir Víðir. Ekki liggur fyrir hve mikið tjón hefur orðið. „Við erum ekki komin með það góða yfirsýn yfir það enn þá en við erum búin að fá talsvert af tilkynningum um lausamuni sem hafa fallið niður. Það hafa hlutir fallið úr hillum og annað slítk en engin stórtjón og engin slys.“ Lögreglan á Reykjanesi er á ferðinni að meta aðstæður. Þá er notast við þyrlu Landhelgisgæslunnar sem var á leið í æfingaflug. „Lögreglan á Suðurnesjum er að kíkja á staði sem eru þekktir, bæði þar sem hafa fallið skriður og líka eins og í Krýsuvíkurskóla og annað sem er nálægt upptökunum. Svo er þyrla Landhelgisgæslunnar var að fara í æfingaflug og hún er að fljúga yfir Reykjanesið núna að kíkja yfir gönguleiðir og annað í svona góðu veðri er oft margt fólk á ferðinni á þessu svæði þannig að við erum að kíkja eftir því.“ Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Þjóðin bregst við skjálftunum: „Móðir jörð að fá raðfullnægingu“ Stórir jarðskjálftar fundust á höfuðborgarsvæðinu og víðar upp úr klukkan tíu í morgun. Skjálftarnir fundust meðal annars í Stykkishólmi og Skorradal og virðist ekkert lát á skjálftavirkni sem hefur verið töluverð undanfarnar mínútur. 24. febrúar 2021 11:10 Segir bæjarbúum líða illa vegna jarðskjálftanna Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir ekki góða stemningu í bænum í þeirri jarðskjálftahrinu sem nú gengur yfir Reykjanesið. Fólki líði illa og hafi í einhverjum tilfellum farið heim úr vinnu. 24. febrúar 2021 11:01 Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu. 24. febrúar 2021 10:07 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Sjá meira
„Við erum svona að reyna að ná utan um þennan atburð og sjá hvort það hafi orðið tjón eða slys sem þurfi að bregðast eitthvað sérstaklega við en það hefur ekki orðið. Við höfum ekki fengið neinar tilkynningar um slys og við erum bara að reyna að miðla upplýsingum um allt sem er að gerast og skilaboðin okkar núna eru að gæta að sér. Það geta komið áfram skjálftar og geta jafnvel orðið stærri skjálftar. Þannig að það þarf að huga vel að lausamunum í þessu og allir, bæði vinnustaðir og heimili, fari vel yfir sín mál þannig að fólk sé ekki með lausamuni sem geta fallið niður og valdið slysi,“ segir Víðir. Ekki liggur fyrir hve mikið tjón hefur orðið. „Við erum ekki komin með það góða yfirsýn yfir það enn þá en við erum búin að fá talsvert af tilkynningum um lausamuni sem hafa fallið niður. Það hafa hlutir fallið úr hillum og annað slítk en engin stórtjón og engin slys.“ Lögreglan á Reykjanesi er á ferðinni að meta aðstæður. Þá er notast við þyrlu Landhelgisgæslunnar sem var á leið í æfingaflug. „Lögreglan á Suðurnesjum er að kíkja á staði sem eru þekktir, bæði þar sem hafa fallið skriður og líka eins og í Krýsuvíkurskóla og annað sem er nálægt upptökunum. Svo er þyrla Landhelgisgæslunnar var að fara í æfingaflug og hún er að fljúga yfir Reykjanesið núna að kíkja yfir gönguleiðir og annað í svona góðu veðri er oft margt fólk á ferðinni á þessu svæði þannig að við erum að kíkja eftir því.“
Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Þjóðin bregst við skjálftunum: „Móðir jörð að fá raðfullnægingu“ Stórir jarðskjálftar fundust á höfuðborgarsvæðinu og víðar upp úr klukkan tíu í morgun. Skjálftarnir fundust meðal annars í Stykkishólmi og Skorradal og virðist ekkert lát á skjálftavirkni sem hefur verið töluverð undanfarnar mínútur. 24. febrúar 2021 11:10 Segir bæjarbúum líða illa vegna jarðskjálftanna Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir ekki góða stemningu í bænum í þeirri jarðskjálftahrinu sem nú gengur yfir Reykjanesið. Fólki líði illa og hafi í einhverjum tilfellum farið heim úr vinnu. 24. febrúar 2021 11:01 Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu. 24. febrúar 2021 10:07 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Sjá meira
Þjóðin bregst við skjálftunum: „Móðir jörð að fá raðfullnægingu“ Stórir jarðskjálftar fundust á höfuðborgarsvæðinu og víðar upp úr klukkan tíu í morgun. Skjálftarnir fundust meðal annars í Stykkishólmi og Skorradal og virðist ekkert lát á skjálftavirkni sem hefur verið töluverð undanfarnar mínútur. 24. febrúar 2021 11:10
Segir bæjarbúum líða illa vegna jarðskjálftanna Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir ekki góða stemningu í bænum í þeirri jarðskjálftahrinu sem nú gengur yfir Reykjanesið. Fólki líði illa og hafi í einhverjum tilfellum farið heim úr vinnu. 24. febrúar 2021 11:01
Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu. 24. febrúar 2021 10:07