Hvorki tilkynningar um slys né tjón Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 11:32 Víðir Reynisson segir lögreglumenn og starfsmenn Landhelgisgæslunnar á ferð og flugi á Reykjanesi að meta aðstæður. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir engar tilkynningar hafa borist um tjón eða slys enn sem komið er vegna stórrar og stöðugrar skjálftahrinu á Reykjanesinu í morgun. „Við erum svona að reyna að ná utan um þennan atburð og sjá hvort það hafi orðið tjón eða slys sem þurfi að bregðast eitthvað sérstaklega við en það hefur ekki orðið. Við höfum ekki fengið neinar tilkynningar um slys og við erum bara að reyna að miðla upplýsingum um allt sem er að gerast og skilaboðin okkar núna eru að gæta að sér. Það geta komið áfram skjálftar og geta jafnvel orðið stærri skjálftar. Þannig að það þarf að huga vel að lausamunum í þessu og allir, bæði vinnustaðir og heimili, fari vel yfir sín mál þannig að fólk sé ekki með lausamuni sem geta fallið niður og valdið slysi,“ segir Víðir. Ekki liggur fyrir hve mikið tjón hefur orðið. „Við erum ekki komin með það góða yfirsýn yfir það enn þá en við erum búin að fá talsvert af tilkynningum um lausamuni sem hafa fallið niður. Það hafa hlutir fallið úr hillum og annað slítk en engin stórtjón og engin slys.“ Lögreglan á Reykjanesi er á ferðinni að meta aðstæður. Þá er notast við þyrlu Landhelgisgæslunnar sem var á leið í æfingaflug. „Lögreglan á Suðurnesjum er að kíkja á staði sem eru þekktir, bæði þar sem hafa fallið skriður og líka eins og í Krýsuvíkurskóla og annað sem er nálægt upptökunum. Svo er þyrla Landhelgisgæslunnar var að fara í æfingaflug og hún er að fljúga yfir Reykjanesið núna að kíkja yfir gönguleiðir og annað í svona góðu veðri er oft margt fólk á ferðinni á þessu svæði þannig að við erum að kíkja eftir því.“ Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Þjóðin bregst við skjálftunum: „Móðir jörð að fá raðfullnægingu“ Stórir jarðskjálftar fundust á höfuðborgarsvæðinu og víðar upp úr klukkan tíu í morgun. Skjálftarnir fundust meðal annars í Stykkishólmi og Skorradal og virðist ekkert lát á skjálftavirkni sem hefur verið töluverð undanfarnar mínútur. 24. febrúar 2021 11:10 Segir bæjarbúum líða illa vegna jarðskjálftanna Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir ekki góða stemningu í bænum í þeirri jarðskjálftahrinu sem nú gengur yfir Reykjanesið. Fólki líði illa og hafi í einhverjum tilfellum farið heim úr vinnu. 24. febrúar 2021 11:01 Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu. 24. febrúar 2021 10:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
„Við erum svona að reyna að ná utan um þennan atburð og sjá hvort það hafi orðið tjón eða slys sem þurfi að bregðast eitthvað sérstaklega við en það hefur ekki orðið. Við höfum ekki fengið neinar tilkynningar um slys og við erum bara að reyna að miðla upplýsingum um allt sem er að gerast og skilaboðin okkar núna eru að gæta að sér. Það geta komið áfram skjálftar og geta jafnvel orðið stærri skjálftar. Þannig að það þarf að huga vel að lausamunum í þessu og allir, bæði vinnustaðir og heimili, fari vel yfir sín mál þannig að fólk sé ekki með lausamuni sem geta fallið niður og valdið slysi,“ segir Víðir. Ekki liggur fyrir hve mikið tjón hefur orðið. „Við erum ekki komin með það góða yfirsýn yfir það enn þá en við erum búin að fá talsvert af tilkynningum um lausamuni sem hafa fallið niður. Það hafa hlutir fallið úr hillum og annað slítk en engin stórtjón og engin slys.“ Lögreglan á Reykjanesi er á ferðinni að meta aðstæður. Þá er notast við þyrlu Landhelgisgæslunnar sem var á leið í æfingaflug. „Lögreglan á Suðurnesjum er að kíkja á staði sem eru þekktir, bæði þar sem hafa fallið skriður og líka eins og í Krýsuvíkurskóla og annað sem er nálægt upptökunum. Svo er þyrla Landhelgisgæslunnar var að fara í æfingaflug og hún er að fljúga yfir Reykjanesið núna að kíkja yfir gönguleiðir og annað í svona góðu veðri er oft margt fólk á ferðinni á þessu svæði þannig að við erum að kíkja eftir því.“
Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Þjóðin bregst við skjálftunum: „Móðir jörð að fá raðfullnægingu“ Stórir jarðskjálftar fundust á höfuðborgarsvæðinu og víðar upp úr klukkan tíu í morgun. Skjálftarnir fundust meðal annars í Stykkishólmi og Skorradal og virðist ekkert lát á skjálftavirkni sem hefur verið töluverð undanfarnar mínútur. 24. febrúar 2021 11:10 Segir bæjarbúum líða illa vegna jarðskjálftanna Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir ekki góða stemningu í bænum í þeirri jarðskjálftahrinu sem nú gengur yfir Reykjanesið. Fólki líði illa og hafi í einhverjum tilfellum farið heim úr vinnu. 24. febrúar 2021 11:01 Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu. 24. febrúar 2021 10:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Þjóðin bregst við skjálftunum: „Móðir jörð að fá raðfullnægingu“ Stórir jarðskjálftar fundust á höfuðborgarsvæðinu og víðar upp úr klukkan tíu í morgun. Skjálftarnir fundust meðal annars í Stykkishólmi og Skorradal og virðist ekkert lát á skjálftavirkni sem hefur verið töluverð undanfarnar mínútur. 24. febrúar 2021 11:10
Segir bæjarbúum líða illa vegna jarðskjálftanna Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir ekki góða stemningu í bænum í þeirri jarðskjálftahrinu sem nú gengur yfir Reykjanesið. Fólki líði illa og hafi í einhverjum tilfellum farið heim úr vinnu. 24. febrúar 2021 11:01
Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu. 24. febrúar 2021 10:07