Sakbitinn Boris hætti í blaðamennsku en var enginn kórdrengur sem pistlahöfundur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. febrúar 2021 20:56 Þegar Johnson hætti að skrifa pistla fyrir Daily Telegraph var hann að fá 800 krónur fyrir orðið. epa/Andy Rain Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hætti í blaðamennsku af því að honum leið illa með að „misnota eða ráðast að fólki“ án þess að setja sig í þeirra spor. Þetta sagði ráðherrann þegar hann heimsótti grunnskóla í Lundúnum í dag. „Ég var eins og blaðamaður í langan tíma, og er það raunar ennþá; ég er enn að skrifa,“ sagði Johnson. Blaðamennska væri frábær atvinnugrein en vandinn væri sá að stundum stæði maður sjálfan sig að því að misnota eða ráðast að fólki. „Það er ekki þannig að þú viljir misnota það eða ráðast að þeim en þú ert að vera gagnrýninn... kannski finnur þú stundum til sektarkenndar vegna þess því þú hefur ekki sett þig í spor þess sem þú ert að gagnrýna.“ Fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherrans sagði að hann hefði verið að vísa til þess hluta starfsins að veita stjórnvöldum aðhald; gagnrýnin gerði leiddi til betri stjórnarhátta. Guardian rifjar hins vegar upp nokkur skipti þar sem Johnson gerðist sekur um að ráðast gegn einstaklingum eða hóp án þess að setja sig í spor viðkomandi. Í pistli sem birtist í Daily Telegraph árið 2018 sagði forsætisráðherrann til dæmis konur í búrkum líkjast póstkössum eða bankaræningjum. Þá talaði hann meðal annars um „vatnsmelónubros“ í tengslum við Afríku og talaði um homma sem „hlýrabolaklædda bossastráka“ í pistli árið 1998. Johnson var, eins og frægt er orðið, sagt upp hjá Times fyrir að hafa skáldað tilvitnun. Þá er hann sagður hafa kunnað því illa að fá neikvæða umfjöllun. „Ég á handskrifaða orðsendingu frá mögulegum næsta forsætisráðherra þar sem hann hótar alvarlegum afleiðingum ef ég held áfram að gagnrýna hann,“ sagði ristjórinn Max Hastings árið 2019. Fjölmiðlar Bretland Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Sjá meira
„Ég var eins og blaðamaður í langan tíma, og er það raunar ennþá; ég er enn að skrifa,“ sagði Johnson. Blaðamennska væri frábær atvinnugrein en vandinn væri sá að stundum stæði maður sjálfan sig að því að misnota eða ráðast að fólki. „Það er ekki þannig að þú viljir misnota það eða ráðast að þeim en þú ert að vera gagnrýninn... kannski finnur þú stundum til sektarkenndar vegna þess því þú hefur ekki sett þig í spor þess sem þú ert að gagnrýna.“ Fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherrans sagði að hann hefði verið að vísa til þess hluta starfsins að veita stjórnvöldum aðhald; gagnrýnin gerði leiddi til betri stjórnarhátta. Guardian rifjar hins vegar upp nokkur skipti þar sem Johnson gerðist sekur um að ráðast gegn einstaklingum eða hóp án þess að setja sig í spor viðkomandi. Í pistli sem birtist í Daily Telegraph árið 2018 sagði forsætisráðherrann til dæmis konur í búrkum líkjast póstkössum eða bankaræningjum. Þá talaði hann meðal annars um „vatnsmelónubros“ í tengslum við Afríku og talaði um homma sem „hlýrabolaklædda bossastráka“ í pistli árið 1998. Johnson var, eins og frægt er orðið, sagt upp hjá Times fyrir að hafa skáldað tilvitnun. Þá er hann sagður hafa kunnað því illa að fá neikvæða umfjöllun. „Ég á handskrifaða orðsendingu frá mögulegum næsta forsætisráðherra þar sem hann hótar alvarlegum afleiðingum ef ég held áfram að gagnrýna hann,“ sagði ristjórinn Max Hastings árið 2019.
Fjölmiðlar Bretland Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Sjá meira