Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. nóvember 2025 16:39 Steinar Sverrisson hefur verið leiðsögumaður í yfir 25 ár. Samsett Nýtt bílastæði er tilbúið við Skógafoss og gjaldataka hafin. Leiðsögumaður til rúmlegra 25 ára segir að ítrekað sé verið að færa bílastæði fjær vinsælum ferðamannastöðum, leiðsögumönnum til mikilla ama. Framkvæmdum við nýtt bílastæði sveitarfélagsins Rangárþings eystra við Skógafoss er lokið og gjaldtaka hafin. Bílastæðin voru færð út fyrir hið friðlýsta svæði og er ætlunin að endurheimta náttúrulegt ástand þess, til dæmis með því að loka fyrir umferð ökutækja inn á friðlýsta svæðið frá og með 1. janúar. Steinar Sveinsson, sem hefur verið leiðsögumaður í 25 ár, segir í færslu í hópnum Bakland ferðaþjónustunnar að aldrei hafi neinn ferðamaður kvartað yfir því að komast á farartæki of nærri því sem skal skoða heldur frekar finnist fólki nokkuð flott að stíga úr ökutækinu og fá foss nánast í andlitið. „Skrifborðsriddararnir sjá þetta ekki svona. Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst, í öllum veðrum, í hálku, hvað sem ferðafærni þeirra og öllum ytri aðstæðum líður,“ segir Steinar. „Landið sem náði vinsældum fyrir auðvelt aðgengi að náttúru og því góða náttúruupplifun er að snúast í andhverfu sína.“ Í samtali við fréttastofu segir Steinar að bílastæðin við Skógafoss séu ekki einsdæmi. „Þeir vilja gera þetta líka við Seljalandsfoss, færa bílastæðin mun lengra og láta fólk ganga mun lengra. Þegar það eru þúsund bílaleigubílar hérna mætti gera það frekar en þegar það er rúta með með mikið af fólki sem þarf að vera á tíma og oft með eldri borgara sem eiga erfitt með að ganga,“ segir hann. Einnig séu slíkar fyrirætlanir í bígerð á Þingvöllum og þá þegar gerst hjá Reykjanesvita. Bílastæðið var fært að sögn Steinars og því fara mun færri að vitanum en áður. Hvert stopp taki mun lengri tíma Steinar bendir einnig á að slíkar breytingar geti haft áhrif á skipulagðar rútuferðir. Til að mynda fari þá lengri tími í hvert stopp á ferðalaginu þar sem að ekki gangi allir í hópnum jafnhratt og taki því lengri tíma að smala hópnum aftur saman í lokin. Þá geti færð um veturna einnig komið í veg fyrir að ákveðnir hópar geti yfirhöfuð gengið að vinsælustu náttúruperlum Íslands. Gríðarlegt skipulag fari í slíkar rútuferðir og þá er einnig tekið tillit til hversu lengi sólin er á lofti hvern dag. Steinar telur þetta því takmarka möguleika leiðsögumanna sem geti því ekki ferðast um allt Suðurlandið þar sem hvert stopp taki lengri tíma. „Þetta er nú bara í takti við bransann, allt er eiginlega farið að verða súrt og leiðinlegt, svona gjaldheimtu- og gjaldskyldubrjálæði þar sem enginn veit eiginlega hvað hann er að borga og fyrir hvað,“ segir hann. Ferðaþjónusta Ferðaþjónusta fatlaðra Bílastæði Rangárþing eystra Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Framkvæmdum við nýtt bílastæði sveitarfélagsins Rangárþings eystra við Skógafoss er lokið og gjaldtaka hafin. Bílastæðin voru færð út fyrir hið friðlýsta svæði og er ætlunin að endurheimta náttúrulegt ástand þess, til dæmis með því að loka fyrir umferð ökutækja inn á friðlýsta svæðið frá og með 1. janúar. Steinar Sveinsson, sem hefur verið leiðsögumaður í 25 ár, segir í færslu í hópnum Bakland ferðaþjónustunnar að aldrei hafi neinn ferðamaður kvartað yfir því að komast á farartæki of nærri því sem skal skoða heldur frekar finnist fólki nokkuð flott að stíga úr ökutækinu og fá foss nánast í andlitið. „Skrifborðsriddararnir sjá þetta ekki svona. Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst, í öllum veðrum, í hálku, hvað sem ferðafærni þeirra og öllum ytri aðstæðum líður,“ segir Steinar. „Landið sem náði vinsældum fyrir auðvelt aðgengi að náttúru og því góða náttúruupplifun er að snúast í andhverfu sína.“ Í samtali við fréttastofu segir Steinar að bílastæðin við Skógafoss séu ekki einsdæmi. „Þeir vilja gera þetta líka við Seljalandsfoss, færa bílastæðin mun lengra og láta fólk ganga mun lengra. Þegar það eru þúsund bílaleigubílar hérna mætti gera það frekar en þegar það er rúta með með mikið af fólki sem þarf að vera á tíma og oft með eldri borgara sem eiga erfitt með að ganga,“ segir hann. Einnig séu slíkar fyrirætlanir í bígerð á Þingvöllum og þá þegar gerst hjá Reykjanesvita. Bílastæðið var fært að sögn Steinars og því fara mun færri að vitanum en áður. Hvert stopp taki mun lengri tíma Steinar bendir einnig á að slíkar breytingar geti haft áhrif á skipulagðar rútuferðir. Til að mynda fari þá lengri tími í hvert stopp á ferðalaginu þar sem að ekki gangi allir í hópnum jafnhratt og taki því lengri tíma að smala hópnum aftur saman í lokin. Þá geti færð um veturna einnig komið í veg fyrir að ákveðnir hópar geti yfirhöfuð gengið að vinsælustu náttúruperlum Íslands. Gríðarlegt skipulag fari í slíkar rútuferðir og þá er einnig tekið tillit til hversu lengi sólin er á lofti hvern dag. Steinar telur þetta því takmarka möguleika leiðsögumanna sem geti því ekki ferðast um allt Suðurlandið þar sem hvert stopp taki lengri tíma. „Þetta er nú bara í takti við bransann, allt er eiginlega farið að verða súrt og leiðinlegt, svona gjaldheimtu- og gjaldskyldubrjálæði þar sem enginn veit eiginlega hvað hann er að borga og fyrir hvað,“ segir hann.
Ferðaþjónusta Ferðaþjónusta fatlaðra Bílastæði Rangárþing eystra Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira