Tónleikaferð til Marseille endaði með heimilisofbeldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2021 15:41 Eitt af herbergjunum á Resid‘Hótelinu í Marseille í Frakklandi. Booking.com Tuttugu og átta ára karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að ráðast á sambýliskonu sína á hótelherbergi í Marseille í Frakklandi þann 17. júní árið 2018. Karlmaðurinn afplánar sem stendur sex ára dóm sem hann hlaut sumarið 2019 fyrir tilraun til manndráps. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa veist með ofbeldi að konunni fyrir utan hótelherbergi sitt, tekið hana hálstaki, kýlt hana með krepptum hnefa ítrekað í andlit og höfuð. Í kjölfarið eftir að hún féll í gólfið, haldið áfram að sparka og kýla hana með krepptum hnefa víðs vega um líkamann. Afleiðingarnar voru þær, samkvæmt ákæru, að hún hlaut marbletti í kringum bæði augu, bólgu á vinstri kjálka, eymsli yfir kjálkalið vinstra megin, eymsli ofarlega í brjósthrygg, mar frá úlnlið og upp á miðjan vinstri upphaldslegg, tvo marbletti á vinstra læri, einn á hægra læri, sár á olnboga og nokkra marbletti á mjóbaki. Karlmaðurinn neitaði sök. Óhugnanlegar lýsingar konunnar Parið hélt utan á tónlistarhátíð í júní og gisti á hóteli í áttunda hverfi borgarinnar. Ferðin var í boði karlmannsins og skelltu þau sér á tónleika. Þar sinnaðist þeim að sögn konunnar þar sem karlmaðurinn taldi hana vera að reyna við annan karlmann. Leiðir þeirra skildu á tónleikunum. Konan lýsir því að hafa svo haldið til baka á hótelið, frekar ölvuð, og að lokum ratað heim á hótel þar sem karlmaðurinn tók á móti henni í dyrum hótelherbergisins og réðst umsvifalaust á hana. Hann hafi slegið hana tvö til þrjú högg í andlitið. Hún hafi dottið út en rankað við sér þegar hann hafi verið að hrista hana. Hann hafi sagst ekki vilja fara í fangelsi, spurt hvort þau ætluðu ekki til Grikklands og virkað hræddur á svip. Hún hafi öskrað og reynt að fela sig á bak við rúm. Hann hafi strunsað út úr herberginu en hún sofnað. Blóðpollur og eyðilagður sími Lýsingar konunnar á því þegar hún vaknaði morguninn eftir eru á þá leið að hún hafi verið öll blá og marin. Blóðpollur hafi verið á gólfinu 20-25 cm breiður. Starfsfólk hótelsins hafi sagt henni að koma sér af hótelinu. Sími hennar hafi verið brotinn en búið hafi verið að rífa takkana af og gjöreyðileggja símann. Fötum hennar hafi verið hent út um allt í herberginu. Konan segist hafa verið peningalaus og gist eina nótt á götunni. Hún hafi vonast eftir því að karlmaðurinn kæmi aftur en það hafi ekki gerst. Að lokum hafi hún leitað til lögreglu, fengið að borða þar og fengið hótelherbergi. Skýrsla hafi verið tekin af henni. Því næst hafi hún farið í sendiráð Íslands sem hafi haft samband við foreldra hennar. Þau hafi lánað fyrir flugfarinu heim til Íslands. Starfsmaður lagði einnig fram kæru Á meðal gagna málsins var þýðing á skýrslu frá lögreglunni í Marseille um kæru fyrir heimilisofbeldi. Þar kom fram að starfsmaður hótelsins hefði einnig lagt fram kæru gegn karlmanninum fyrir ofbeldi í sinn garð. Starfsmaðurinn lýsti því að hann hefði bankað á hurð og óskað eftir að fólkið væri ekki með hávaða því þau væru að trufla aðra gesti. Karlmaðurinn hefði sagt að þau myndu róa sig. Allt hafi verið á öðrum endanum í herberginu og kona setið á gólfinu og hafi kastað upp. Fimm mínútum síðar byrjaði hávaðinn aftur. Konan hafi komið út úr herberginu, maðurinn tekið hana hálstaki og veitt henni höfuðhögg. Í framhaldinu hafi maðurinn lamið hana með hnefa og sparkað í hana þar sem hún lá á gólfinu. Starfsmaðurinn hafi reynt að grípa inn í og uppskorið spark í brjóstið. Starfsmaðurinn hafi öskrað og maðurinn lagt á flótta. Kannaðist ekkert við frásögn konunnar og starfsmannsins Karlmaðurinn lýsti kvöldinu með allt öðrum hætti en konan. Jú, þau fóru saman á tónleika en hefðu orðið viðskila. Þegar hann hefði farið upp á hótel hefði konan ekki verið þar. Hann hefði því yfirgefið hótelið og farið til Parísar án þess að tékka sig út af hótelinu. Hann hefði ekki verið reiður við konuna en hún sagt honum að fara. Hann hefði orðið við því. Þá sagði hann að þau væru neyslufélagar frekar en að vera í sambandi. Hann hefði greitt fyrir ferð þeirra utan. Hann sagðist ekki kannast við lýsingar konunnar og starfsmanns hótelsins að hann hefði ráðist á þau. Afplánar þungan dóm Héraðsdómur Reykjavíkur taldi framburð mannsins ótrúverðugan og yfir allan vafa hafið að hann hefði veist að konunni umrætt sinn. Var hann sakfelldur fyrir árásina að því fráskildu að hann hefði tekið konuna hálstaki enda hefði hún ekki borið sjálf um það. Karlmaðurinn var dæmdur í febrúar 2019 fyrir heimilisofbeldi gagnvart konunni. Var um að ræða atvik skömmu eftir það atvik sem hér er til umfjöllunar. Karlmaðurinn á að baki sakaferil frá árinu 2011, þegar hann var aðeins nítján ára. Hann á sjö dóma að baki fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, lögum um ávana- og fíkniefni og vopnalögum. Það brot sem hér er til umfjöllunar var framið fyrir uppsögu þriggja refsidóma. Bæði sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, fimmtán mánaða dómur og þriggja mánaða dómur. Var refsing hans ákveðin fjögurra mánaða fangelsi með hliðsjón af þeim greinum almennra hegningarlaga sem fjalla um hegningarauka. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Skaðabætur konunnar voru ákvarðaðar 1,2 milljónir króna. Frakkland Íslendingar erlendis Dómsmál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa veist með ofbeldi að konunni fyrir utan hótelherbergi sitt, tekið hana hálstaki, kýlt hana með krepptum hnefa ítrekað í andlit og höfuð. Í kjölfarið eftir að hún féll í gólfið, haldið áfram að sparka og kýla hana með krepptum hnefa víðs vega um líkamann. Afleiðingarnar voru þær, samkvæmt ákæru, að hún hlaut marbletti í kringum bæði augu, bólgu á vinstri kjálka, eymsli yfir kjálkalið vinstra megin, eymsli ofarlega í brjósthrygg, mar frá úlnlið og upp á miðjan vinstri upphaldslegg, tvo marbletti á vinstra læri, einn á hægra læri, sár á olnboga og nokkra marbletti á mjóbaki. Karlmaðurinn neitaði sök. Óhugnanlegar lýsingar konunnar Parið hélt utan á tónlistarhátíð í júní og gisti á hóteli í áttunda hverfi borgarinnar. Ferðin var í boði karlmannsins og skelltu þau sér á tónleika. Þar sinnaðist þeim að sögn konunnar þar sem karlmaðurinn taldi hana vera að reyna við annan karlmann. Leiðir þeirra skildu á tónleikunum. Konan lýsir því að hafa svo haldið til baka á hótelið, frekar ölvuð, og að lokum ratað heim á hótel þar sem karlmaðurinn tók á móti henni í dyrum hótelherbergisins og réðst umsvifalaust á hana. Hann hafi slegið hana tvö til þrjú högg í andlitið. Hún hafi dottið út en rankað við sér þegar hann hafi verið að hrista hana. Hann hafi sagst ekki vilja fara í fangelsi, spurt hvort þau ætluðu ekki til Grikklands og virkað hræddur á svip. Hún hafi öskrað og reynt að fela sig á bak við rúm. Hann hafi strunsað út úr herberginu en hún sofnað. Blóðpollur og eyðilagður sími Lýsingar konunnar á því þegar hún vaknaði morguninn eftir eru á þá leið að hún hafi verið öll blá og marin. Blóðpollur hafi verið á gólfinu 20-25 cm breiður. Starfsfólk hótelsins hafi sagt henni að koma sér af hótelinu. Sími hennar hafi verið brotinn en búið hafi verið að rífa takkana af og gjöreyðileggja símann. Fötum hennar hafi verið hent út um allt í herberginu. Konan segist hafa verið peningalaus og gist eina nótt á götunni. Hún hafi vonast eftir því að karlmaðurinn kæmi aftur en það hafi ekki gerst. Að lokum hafi hún leitað til lögreglu, fengið að borða þar og fengið hótelherbergi. Skýrsla hafi verið tekin af henni. Því næst hafi hún farið í sendiráð Íslands sem hafi haft samband við foreldra hennar. Þau hafi lánað fyrir flugfarinu heim til Íslands. Starfsmaður lagði einnig fram kæru Á meðal gagna málsins var þýðing á skýrslu frá lögreglunni í Marseille um kæru fyrir heimilisofbeldi. Þar kom fram að starfsmaður hótelsins hefði einnig lagt fram kæru gegn karlmanninum fyrir ofbeldi í sinn garð. Starfsmaðurinn lýsti því að hann hefði bankað á hurð og óskað eftir að fólkið væri ekki með hávaða því þau væru að trufla aðra gesti. Karlmaðurinn hefði sagt að þau myndu róa sig. Allt hafi verið á öðrum endanum í herberginu og kona setið á gólfinu og hafi kastað upp. Fimm mínútum síðar byrjaði hávaðinn aftur. Konan hafi komið út úr herberginu, maðurinn tekið hana hálstaki og veitt henni höfuðhögg. Í framhaldinu hafi maðurinn lamið hana með hnefa og sparkað í hana þar sem hún lá á gólfinu. Starfsmaðurinn hafi reynt að grípa inn í og uppskorið spark í brjóstið. Starfsmaðurinn hafi öskrað og maðurinn lagt á flótta. Kannaðist ekkert við frásögn konunnar og starfsmannsins Karlmaðurinn lýsti kvöldinu með allt öðrum hætti en konan. Jú, þau fóru saman á tónleika en hefðu orðið viðskila. Þegar hann hefði farið upp á hótel hefði konan ekki verið þar. Hann hefði því yfirgefið hótelið og farið til Parísar án þess að tékka sig út af hótelinu. Hann hefði ekki verið reiður við konuna en hún sagt honum að fara. Hann hefði orðið við því. Þá sagði hann að þau væru neyslufélagar frekar en að vera í sambandi. Hann hefði greitt fyrir ferð þeirra utan. Hann sagðist ekki kannast við lýsingar konunnar og starfsmanns hótelsins að hann hefði ráðist á þau. Afplánar þungan dóm Héraðsdómur Reykjavíkur taldi framburð mannsins ótrúverðugan og yfir allan vafa hafið að hann hefði veist að konunni umrætt sinn. Var hann sakfelldur fyrir árásina að því fráskildu að hann hefði tekið konuna hálstaki enda hefði hún ekki borið sjálf um það. Karlmaðurinn var dæmdur í febrúar 2019 fyrir heimilisofbeldi gagnvart konunni. Var um að ræða atvik skömmu eftir það atvik sem hér er til umfjöllunar. Karlmaðurinn á að baki sakaferil frá árinu 2011, þegar hann var aðeins nítján ára. Hann á sjö dóma að baki fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, lögum um ávana- og fíkniefni og vopnalögum. Það brot sem hér er til umfjöllunar var framið fyrir uppsögu þriggja refsidóma. Bæði sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, fimmtán mánaða dómur og þriggja mánaða dómur. Var refsing hans ákveðin fjögurra mánaða fangelsi með hliðsjón af þeim greinum almennra hegningarlaga sem fjalla um hegningarauka. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Skaðabætur konunnar voru ákvarðaðar 1,2 milljónir króna.
Frakkland Íslendingar erlendis Dómsmál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Sjá meira