Sportið í dag: Ætla Blikar að selja manninn sem gæti sótt titilinn í sumar? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2021 14:01 Brynjólfur Andersen Willumsson í leik með Blikum í Pepsi Max deildinni síðasta sumar. Vísir/Vilhelm Blikinn Brynjólfur Andersen Willumsson var til umræðu í nýjasta hlaðvarpsþætti Sportsins í dag og þá sérstaklega mikinn áhugi á stráknum. Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson ræddu tilboð sem hafa borist í Brynjólf sem hefur skorað 7 mörk í 41 leik í Pepsi Max deildinni undanfarin sumur. Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, sagði við fótbolta.net að það væri mikill áhugi á stráknum frá Norðurlöndum. „Einhvers staðar las ég að það sé búið að hafna tilboði frá Noregi og þá er bara tvennt sem kemur til greina. Tilboðið hafi verið lélegt eða Blikar ætla möguleika að halda Brynjólfi út þetta tímabil og reyna virkilega við Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason. „Ég held þeir reyni alltaf við Íslandsmeistaratitilinn hvort sem að Brynjólfur verður eða ekki,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Snýst þetta ekki bara um það að fá sem mest fyrir leikmennina,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Blikarnir hafa sýnt það að þeir standa almennt ekki í vegi fyrir sínum mönnum en þeir sætta sig ekki við að vera að selja sína stráka á einhverju tombóluverði. Þeir vilja bara að sínum leikmönnum sé sýnd sú virðing að þeir fari bara á eðlilegum verðum,“ sagði Henry Birgir. „Brynjólfur mun alltaf fara út í atvinnumennsku en getur hann ekki tekið eitt tímabil í viðbót hérna. Liggur það mikið á,“ spurði Ríkharð. „Það fer bara eftir því hvaða tækifæri hann fær,“ sagði Kjartan Atli. „Ég held að Brynjólfur myndi springa út í Pepsi Max deildinni í sumar,“ sagði Ríkharð. „Það yrði að sjálfsögðu högg fyrir Blikana ef hann spilar ekki með þeim. Við sáum hann bara vaxa og vaxa síðustu tvö sumur og þetta ætti að verða sumarið þar sem hann getur orðið besti leikmaður deildarinnar,“ sagði Henry Birgir. „Hann gæti sótt titilinn fyrir Blikana,“ skaut Ríkharð inn í. Það má heyra allt spjallið um framtíð Brynjólfs í Sportinu í dag en þáttur dagsins er aðgengilegur hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Breiðablik Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson ræddu tilboð sem hafa borist í Brynjólf sem hefur skorað 7 mörk í 41 leik í Pepsi Max deildinni undanfarin sumur. Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, sagði við fótbolta.net að það væri mikill áhugi á stráknum frá Norðurlöndum. „Einhvers staðar las ég að það sé búið að hafna tilboði frá Noregi og þá er bara tvennt sem kemur til greina. Tilboðið hafi verið lélegt eða Blikar ætla möguleika að halda Brynjólfi út þetta tímabil og reyna virkilega við Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason. „Ég held þeir reyni alltaf við Íslandsmeistaratitilinn hvort sem að Brynjólfur verður eða ekki,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Snýst þetta ekki bara um það að fá sem mest fyrir leikmennina,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Blikarnir hafa sýnt það að þeir standa almennt ekki í vegi fyrir sínum mönnum en þeir sætta sig ekki við að vera að selja sína stráka á einhverju tombóluverði. Þeir vilja bara að sínum leikmönnum sé sýnd sú virðing að þeir fari bara á eðlilegum verðum,“ sagði Henry Birgir. „Brynjólfur mun alltaf fara út í atvinnumennsku en getur hann ekki tekið eitt tímabil í viðbót hérna. Liggur það mikið á,“ spurði Ríkharð. „Það fer bara eftir því hvaða tækifæri hann fær,“ sagði Kjartan Atli. „Ég held að Brynjólfur myndi springa út í Pepsi Max deildinni í sumar,“ sagði Ríkharð. „Það yrði að sjálfsögðu högg fyrir Blikana ef hann spilar ekki með þeim. Við sáum hann bara vaxa og vaxa síðustu tvö sumur og þetta ætti að verða sumarið þar sem hann getur orðið besti leikmaður deildarinnar,“ sagði Henry Birgir. „Hann gæti sótt titilinn fyrir Blikana,“ skaut Ríkharð inn í. Það má heyra allt spjallið um framtíð Brynjólfs í Sportinu í dag en þáttur dagsins er aðgengilegur hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Breiðablik Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira