„Skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2021 11:30 Geir Guðmundsson var fluttur á sjúkrahús á meðan leik ÍR og Hauka stóð. stöð 2 sport Flytja þurfti Geir Guðmundsson, leikmann Hauka, á sjúkrahús eftir þungt högg sem hann fékk frá ÍR-ingnum Eyþóri Hilmarssyni í leik liðanna í Olís-deildinni í gær. Sérfræðingum Seinni bylgjunnar fannst skrítið að Eyþór skildi sleppa við rauða spjaldið fyrir brotið. Um miðjan fyrri hálfleik fór Eyþór í andlitið á Geir sem lá óvígur eftir og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Í viðtali við Vísi eftir leikinn sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, að Geir hefði fengið heilahristing og brotið tönn. Haukar unnu leikinn, 26-29. „Þetta er rosalega rautt spjald,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson um brot Eyþórs í Seinni bylgjunni í gær. „Fyrsta spurning: til hvers? Hvað er hann að gera með þessu? Þetta er rosalegt högg. Eyþór er rosalegur skrokkur. Þetta er verra en ég sá í leiknum. Þetta er bara mjög vont brot. Með Eyþór, ég held þetta sé eðal drengur og held að þetta sé ekkert viljandi, en þetta er ekki í fyrsta skipti í vetur sem hann brýtur svona af sér. Hann hefur verið inn og út úr boltanum, ég held hann sé bara hægur eða klaufi og þannig menn eru oft á tíðum hættulegir,“ sagði Jóhann Gunnar og rifjaði upp þegar hann lék í utandeildinni með mönnum sem voru í misgóðri æfingu. Jóhann Gunnar segist skilja gremju Hauka. „Ég skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti. Þetta var svo tilgangslaust brot.“ Klippa: Seinni bylgjan - Meiðsli Geirs Ásgeir Örn Hallgrímsson skilur ekki af hverju dómarar leiksins í Austurberginu lyftu ekki rauða spjaldinu eftir brotið á Geir. „Ég veit ekki hvaða varnarhreyfing þetta er hjá honum. Þetta á ekkert skylt við handbolta. Ég er ekkert viss um að þetta hafi verið rosa viljandi en það er verið að bjóða upp á þetta. Svo finnst mér dómararnir gjörsamlega bregðast í sínu hlutverki. Það er verið að tala um að dæma eftir afleiðingum og eitthvað, þegar menn liggja svona eftir eru afleiðingarnar eins klárar og þær verða,“ sagði Ásgeir Örn. „Fyrir utan það eru þeir ekkert með á nótunum. Sjúkraþjálfarinn hjá Haukum þarf að öskra sig inn á völlinn. Mér fannst þeir bregðast í þessu.“ Með sigrinum í gær komust Haukar á topp Olís-deildarinnar. ÍR-ingar eru hins vegar áfram stigalausir í tólfta og neðsta sætinu. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Haukar Seinni bylgjan Tengdar fréttir Aron: Geir fékk heilahristing og er með brotna tönn Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur eftir sigur sinna manna á ÍR í Austurbergi í kvöld. Lokatölur leiksins 26-29 fyrir Haukum. 22. febrúar 2021 20:09 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Um miðjan fyrri hálfleik fór Eyþór í andlitið á Geir sem lá óvígur eftir og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Í viðtali við Vísi eftir leikinn sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, að Geir hefði fengið heilahristing og brotið tönn. Haukar unnu leikinn, 26-29. „Þetta er rosalega rautt spjald,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson um brot Eyþórs í Seinni bylgjunni í gær. „Fyrsta spurning: til hvers? Hvað er hann að gera með þessu? Þetta er rosalegt högg. Eyþór er rosalegur skrokkur. Þetta er verra en ég sá í leiknum. Þetta er bara mjög vont brot. Með Eyþór, ég held þetta sé eðal drengur og held að þetta sé ekkert viljandi, en þetta er ekki í fyrsta skipti í vetur sem hann brýtur svona af sér. Hann hefur verið inn og út úr boltanum, ég held hann sé bara hægur eða klaufi og þannig menn eru oft á tíðum hættulegir,“ sagði Jóhann Gunnar og rifjaði upp þegar hann lék í utandeildinni með mönnum sem voru í misgóðri æfingu. Jóhann Gunnar segist skilja gremju Hauka. „Ég skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti. Þetta var svo tilgangslaust brot.“ Klippa: Seinni bylgjan - Meiðsli Geirs Ásgeir Örn Hallgrímsson skilur ekki af hverju dómarar leiksins í Austurberginu lyftu ekki rauða spjaldinu eftir brotið á Geir. „Ég veit ekki hvaða varnarhreyfing þetta er hjá honum. Þetta á ekkert skylt við handbolta. Ég er ekkert viss um að þetta hafi verið rosa viljandi en það er verið að bjóða upp á þetta. Svo finnst mér dómararnir gjörsamlega bregðast í sínu hlutverki. Það er verið að tala um að dæma eftir afleiðingum og eitthvað, þegar menn liggja svona eftir eru afleiðingarnar eins klárar og þær verða,“ sagði Ásgeir Örn. „Fyrir utan það eru þeir ekkert með á nótunum. Sjúkraþjálfarinn hjá Haukum þarf að öskra sig inn á völlinn. Mér fannst þeir bregðast í þessu.“ Með sigrinum í gær komust Haukar á topp Olís-deildarinnar. ÍR-ingar eru hins vegar áfram stigalausir í tólfta og neðsta sætinu. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Haukar Seinni bylgjan Tengdar fréttir Aron: Geir fékk heilahristing og er með brotna tönn Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur eftir sigur sinna manna á ÍR í Austurbergi í kvöld. Lokatölur leiksins 26-29 fyrir Haukum. 22. febrúar 2021 20:09 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Aron: Geir fékk heilahristing og er með brotna tönn Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur eftir sigur sinna manna á ÍR í Austurbergi í kvöld. Lokatölur leiksins 26-29 fyrir Haukum. 22. febrúar 2021 20:09