„Skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2021 11:30 Geir Guðmundsson var fluttur á sjúkrahús á meðan leik ÍR og Hauka stóð. stöð 2 sport Flytja þurfti Geir Guðmundsson, leikmann Hauka, á sjúkrahús eftir þungt högg sem hann fékk frá ÍR-ingnum Eyþóri Hilmarssyni í leik liðanna í Olís-deildinni í gær. Sérfræðingum Seinni bylgjunnar fannst skrítið að Eyþór skildi sleppa við rauða spjaldið fyrir brotið. Um miðjan fyrri hálfleik fór Eyþór í andlitið á Geir sem lá óvígur eftir og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Í viðtali við Vísi eftir leikinn sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, að Geir hefði fengið heilahristing og brotið tönn. Haukar unnu leikinn, 26-29. „Þetta er rosalega rautt spjald,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson um brot Eyþórs í Seinni bylgjunni í gær. „Fyrsta spurning: til hvers? Hvað er hann að gera með þessu? Þetta er rosalegt högg. Eyþór er rosalegur skrokkur. Þetta er verra en ég sá í leiknum. Þetta er bara mjög vont brot. Með Eyþór, ég held þetta sé eðal drengur og held að þetta sé ekkert viljandi, en þetta er ekki í fyrsta skipti í vetur sem hann brýtur svona af sér. Hann hefur verið inn og út úr boltanum, ég held hann sé bara hægur eða klaufi og þannig menn eru oft á tíðum hættulegir,“ sagði Jóhann Gunnar og rifjaði upp þegar hann lék í utandeildinni með mönnum sem voru í misgóðri æfingu. Jóhann Gunnar segist skilja gremju Hauka. „Ég skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti. Þetta var svo tilgangslaust brot.“ Klippa: Seinni bylgjan - Meiðsli Geirs Ásgeir Örn Hallgrímsson skilur ekki af hverju dómarar leiksins í Austurberginu lyftu ekki rauða spjaldinu eftir brotið á Geir. „Ég veit ekki hvaða varnarhreyfing þetta er hjá honum. Þetta á ekkert skylt við handbolta. Ég er ekkert viss um að þetta hafi verið rosa viljandi en það er verið að bjóða upp á þetta. Svo finnst mér dómararnir gjörsamlega bregðast í sínu hlutverki. Það er verið að tala um að dæma eftir afleiðingum og eitthvað, þegar menn liggja svona eftir eru afleiðingarnar eins klárar og þær verða,“ sagði Ásgeir Örn. „Fyrir utan það eru þeir ekkert með á nótunum. Sjúkraþjálfarinn hjá Haukum þarf að öskra sig inn á völlinn. Mér fannst þeir bregðast í þessu.“ Með sigrinum í gær komust Haukar á topp Olís-deildarinnar. ÍR-ingar eru hins vegar áfram stigalausir í tólfta og neðsta sætinu. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Haukar Seinni bylgjan Tengdar fréttir Aron: Geir fékk heilahristing og er með brotna tönn Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur eftir sigur sinna manna á ÍR í Austurbergi í kvöld. Lokatölur leiksins 26-29 fyrir Haukum. 22. febrúar 2021 20:09 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Um miðjan fyrri hálfleik fór Eyþór í andlitið á Geir sem lá óvígur eftir og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Í viðtali við Vísi eftir leikinn sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, að Geir hefði fengið heilahristing og brotið tönn. Haukar unnu leikinn, 26-29. „Þetta er rosalega rautt spjald,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson um brot Eyþórs í Seinni bylgjunni í gær. „Fyrsta spurning: til hvers? Hvað er hann að gera með þessu? Þetta er rosalegt högg. Eyþór er rosalegur skrokkur. Þetta er verra en ég sá í leiknum. Þetta er bara mjög vont brot. Með Eyþór, ég held þetta sé eðal drengur og held að þetta sé ekkert viljandi, en þetta er ekki í fyrsta skipti í vetur sem hann brýtur svona af sér. Hann hefur verið inn og út úr boltanum, ég held hann sé bara hægur eða klaufi og þannig menn eru oft á tíðum hættulegir,“ sagði Jóhann Gunnar og rifjaði upp þegar hann lék í utandeildinni með mönnum sem voru í misgóðri æfingu. Jóhann Gunnar segist skilja gremju Hauka. „Ég skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti. Þetta var svo tilgangslaust brot.“ Klippa: Seinni bylgjan - Meiðsli Geirs Ásgeir Örn Hallgrímsson skilur ekki af hverju dómarar leiksins í Austurberginu lyftu ekki rauða spjaldinu eftir brotið á Geir. „Ég veit ekki hvaða varnarhreyfing þetta er hjá honum. Þetta á ekkert skylt við handbolta. Ég er ekkert viss um að þetta hafi verið rosa viljandi en það er verið að bjóða upp á þetta. Svo finnst mér dómararnir gjörsamlega bregðast í sínu hlutverki. Það er verið að tala um að dæma eftir afleiðingum og eitthvað, þegar menn liggja svona eftir eru afleiðingarnar eins klárar og þær verða,“ sagði Ásgeir Örn. „Fyrir utan það eru þeir ekkert með á nótunum. Sjúkraþjálfarinn hjá Haukum þarf að öskra sig inn á völlinn. Mér fannst þeir bregðast í þessu.“ Með sigrinum í gær komust Haukar á topp Olís-deildarinnar. ÍR-ingar eru hins vegar áfram stigalausir í tólfta og neðsta sætinu. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Haukar Seinni bylgjan Tengdar fréttir Aron: Geir fékk heilahristing og er með brotna tönn Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur eftir sigur sinna manna á ÍR í Austurbergi í kvöld. Lokatölur leiksins 26-29 fyrir Haukum. 22. febrúar 2021 20:09 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Aron: Geir fékk heilahristing og er með brotna tönn Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur eftir sigur sinna manna á ÍR í Austurbergi í kvöld. Lokatölur leiksins 26-29 fyrir Haukum. 22. febrúar 2021 20:09