„Maður hefði óskað þess að geta kvatt hann“ Sylvía Hall skrifar 22. febrúar 2021 21:57 „Við erum ekki gerð til að missa börnin okkar“ segir Sveinn Albert Sigfússon, sem missti son sinn eftir slys í skemmtigarðinum Terra Mitica á Spáni árið 2014. Vísir Sveinn Albert Sigfússon missti átján ára gamlan son sinn í slysi í skemmtigarðinum Terra Mitica á Spáni árið 2014. Sonur Sveins, Andri Freyr, losnaði úr rússíbana á fullri ferð með þeim afleiðingum að hann féll átján metra niður á steinsteypta jörð. Hann segir son sinn hafa verið bjartan strák sem átti framtíðina fyrir sér. „Hann heilsaði fólki með faðmlagi og kvaddi alltaf með faðmlagi. Hann var mikill hugsuður, það fór mikill tími hjá honum í að hugsa staðreyndir lífsins og svona hluti sem maður spáði ekkert í dagsdaglega – þetta var hann að hugsa,“ segir Sveinn um son sinn. Andri Freyr Sveinsson var átján ára þegar hann lést. Í janúar síðastliðnum deildi Sveinn sögu sinni af barnamissi á Facebook-hópnum Pabbatips, en þar hafði skapast umræða um söfnun sem var hrundið af stað fyrir pólskan föður sem missti eiginkonu sína og barn í bílslysi á Vestfjörðum. Neikvæð ummæli fóru að falla um söfnunina og sá Sveinn sig knúinn til þess að tjá sig. „Fólk má alveg skrifa það sem það vill og margir vilja ekki gefa í svona safnanir – það er bara þeirra val. Við þurfum ekkert að rífast um það. Við þurfum ekki að birta ljót orð og við þurfum ekki að niðurlægja einhvern annan á öðrum miðli eins og gerðist þarna. Mig langaði svolítið að sýna fólki að þetta er ekkert svona einfalt. Þú missir ekki bara barnið þitt og það er allt komið í lag eftir mánuð þegar það er búið að jarða.“ Lést trúlega samstundis Sjö börn voru með í ferðinni til Spánar árið 2014 og hafði fjölskyldan safnað lengi fyrir fríinu. Að sögn Sveins er erfitt að lýsa harminum sem fylgir því að missa barn og það hafi verið erfitt að fá ekki að kveðja. „Maður hefði óskað þess að geta kvatt hann, en við gátum það ekki. Hann trúlega lætur lífið samstundis í þessu slysi. Ég get ekki sett mig í spor annarra sem hafa misst börnin sín á ólíkan hátt. Þó sorgin sé sú sama geta aðstæðurnar verið svo ofboðslega misjafnar.“ Hann segir son sinn hafa verið ljúfan strák sem hafði alla tíð staðið sig vel. Andri Freyr hafi ætlað að verða forritari, stundaði nám við Tækniskólann og hafði verið að vinna fyrir bandarískt fyrirtæki sem þjónustar notendur Minecraft tölvuleiksins. „Hann var ljúfur og vildi öllum allt vel,“ segir Sveinn. Málaferlin „alltaf í bakinu á manni“ Mál var höfðað gegn skemmtigarðinum í kjölfar andlátsins en skemmtigarðurinn var að lokum sýknaður, þar sem ekkert saknæmt var talið hafa átt sér stað í aðdraganda slyssins. Fjölskyldan ákvað í kjölfarið að höfða einkamál gegn skemmtigarðinum, sem hefur tekið sinn toll. „Maður hugsar til hans daglega, en maður væri kannski kominn örlítið lengra í bataferlinu – að læra að lifa við þetta – ef málaferlin færu að klárast úti. Þau eru alltaf í bakinu á manni. Það er svolítið erfitt að slíta þau samskipti á meðan þau eru í gangi.“ Hann segir tilgang málaferlanna ekki vera að hagnast á málinu heldur koma í veg fyrir að slíkt komi fyrir aftur. Hann telji upplýsingar í málinu benda til þess að slysið hafi verið manndráp af gáleysi þar sem hann segir margt hafi verið athugavert við öryggismál og að starfsmenn hafi ekki sagt rétt frá. „Þú getur aldrei bætt mannslíf, en þú getur alveg gert fólki kleift að taka sér frí frá vinnu og byggja upp líf sitt aftur í breyttri mynd. Það snýst málið um.“ segir Sveinn, sem segir skemmtigarðinn hafa reynt að fría sig ábyrgð og komast undan málinu. Starfsfólk WOW air fljótt að bregðast við Eftir slysið hafði systir Sveins samband við WOW air sem sá um að koma fjölskyldunni heim. Fjölskyldan hafði ekki flogið út með flugfélaginu, en það hafi samt hlaupið undir bagga. „Þeir voru snöggir til og það skipti engu máli hvað við vorum mörg eða hverjir þurftu að fara út. Það var allt saman reddað einn, tveir og þrír. Börnin voru komin heim rétt rúmum sólarhring eftir að slysið verður.“ Hann hafi svo hitt starfsmenn flugfélagsins, þar á meðal Skúla Mogensen. „Skúli sagði: „Þetta var ekkert ég, þetta var starfsfólkið. Ég kom ekkert að þessu máli fyrr en seinnipart dags og þá var búið að redda þessu öllu“.“ Tækið Inferno í skemmtigarðinum Terra Mitica á Spáni. Að sögn Sveins voru viðbrögð hins opinbera þó ekki jafn liðleg. Áfallahjálp eftir slysið hafi verið af skornum skammti þar sem það gerðist erlendis og þurfti Sveinn sjálfur að ganga á eftir slíkri aðstoð. „Krakkarnir horfa öll á slysið og sjá hvað gerðist. Elsta dóttir mín, hún er þrettán ára og er föst í tækinu og horfir á bróður sinn falla úr átján metrum á 60 kílómetra hraða og falla á steinsteypu. Mjög ljót sjón. Hún er komin sólarhring seinna heim til Íslands. Þegar ég kem rúmri viku seinna er hún ekki farin að fá að hitta áfallateymi,“ segir Sveinn. „Þau fá að hitta áfallateymið tvisvar sinnum, allir krakkarnir, í hóptíma. Svo var bara sagt að við þyrftum að finna okkur sálfræðinga.“ Sálfræðikostnaður fyrir allan hópinn hafi kostað sitt, en það hafi þó verið nauðsynlegt. Það sé algjört frumskilyrði að fólk fái viðeigandi hjálp eftir slíkt áfall, enda sé sorgin sem fylgi því að missa barn ólík öllu öðru. „Það getur enginn tekist á við þetta á hörkunni. Þú getur það kannski í einhverja mánuði en svo hrynur þú. Það kemur að endastöð. Við erum ekki gerð til að missa börnin okkar.“ Ísland í dag Spánn Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barns síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira
„Hann heilsaði fólki með faðmlagi og kvaddi alltaf með faðmlagi. Hann var mikill hugsuður, það fór mikill tími hjá honum í að hugsa staðreyndir lífsins og svona hluti sem maður spáði ekkert í dagsdaglega – þetta var hann að hugsa,“ segir Sveinn um son sinn. Andri Freyr Sveinsson var átján ára þegar hann lést. Í janúar síðastliðnum deildi Sveinn sögu sinni af barnamissi á Facebook-hópnum Pabbatips, en þar hafði skapast umræða um söfnun sem var hrundið af stað fyrir pólskan föður sem missti eiginkonu sína og barn í bílslysi á Vestfjörðum. Neikvæð ummæli fóru að falla um söfnunina og sá Sveinn sig knúinn til þess að tjá sig. „Fólk má alveg skrifa það sem það vill og margir vilja ekki gefa í svona safnanir – það er bara þeirra val. Við þurfum ekkert að rífast um það. Við þurfum ekki að birta ljót orð og við þurfum ekki að niðurlægja einhvern annan á öðrum miðli eins og gerðist þarna. Mig langaði svolítið að sýna fólki að þetta er ekkert svona einfalt. Þú missir ekki bara barnið þitt og það er allt komið í lag eftir mánuð þegar það er búið að jarða.“ Lést trúlega samstundis Sjö börn voru með í ferðinni til Spánar árið 2014 og hafði fjölskyldan safnað lengi fyrir fríinu. Að sögn Sveins er erfitt að lýsa harminum sem fylgir því að missa barn og það hafi verið erfitt að fá ekki að kveðja. „Maður hefði óskað þess að geta kvatt hann, en við gátum það ekki. Hann trúlega lætur lífið samstundis í þessu slysi. Ég get ekki sett mig í spor annarra sem hafa misst börnin sín á ólíkan hátt. Þó sorgin sé sú sama geta aðstæðurnar verið svo ofboðslega misjafnar.“ Hann segir son sinn hafa verið ljúfan strák sem hafði alla tíð staðið sig vel. Andri Freyr hafi ætlað að verða forritari, stundaði nám við Tækniskólann og hafði verið að vinna fyrir bandarískt fyrirtæki sem þjónustar notendur Minecraft tölvuleiksins. „Hann var ljúfur og vildi öllum allt vel,“ segir Sveinn. Málaferlin „alltaf í bakinu á manni“ Mál var höfðað gegn skemmtigarðinum í kjölfar andlátsins en skemmtigarðurinn var að lokum sýknaður, þar sem ekkert saknæmt var talið hafa átt sér stað í aðdraganda slyssins. Fjölskyldan ákvað í kjölfarið að höfða einkamál gegn skemmtigarðinum, sem hefur tekið sinn toll. „Maður hugsar til hans daglega, en maður væri kannski kominn örlítið lengra í bataferlinu – að læra að lifa við þetta – ef málaferlin færu að klárast úti. Þau eru alltaf í bakinu á manni. Það er svolítið erfitt að slíta þau samskipti á meðan þau eru í gangi.“ Hann segir tilgang málaferlanna ekki vera að hagnast á málinu heldur koma í veg fyrir að slíkt komi fyrir aftur. Hann telji upplýsingar í málinu benda til þess að slysið hafi verið manndráp af gáleysi þar sem hann segir margt hafi verið athugavert við öryggismál og að starfsmenn hafi ekki sagt rétt frá. „Þú getur aldrei bætt mannslíf, en þú getur alveg gert fólki kleift að taka sér frí frá vinnu og byggja upp líf sitt aftur í breyttri mynd. Það snýst málið um.“ segir Sveinn, sem segir skemmtigarðinn hafa reynt að fría sig ábyrgð og komast undan málinu. Starfsfólk WOW air fljótt að bregðast við Eftir slysið hafði systir Sveins samband við WOW air sem sá um að koma fjölskyldunni heim. Fjölskyldan hafði ekki flogið út með flugfélaginu, en það hafi samt hlaupið undir bagga. „Þeir voru snöggir til og það skipti engu máli hvað við vorum mörg eða hverjir þurftu að fara út. Það var allt saman reddað einn, tveir og þrír. Börnin voru komin heim rétt rúmum sólarhring eftir að slysið verður.“ Hann hafi svo hitt starfsmenn flugfélagsins, þar á meðal Skúla Mogensen. „Skúli sagði: „Þetta var ekkert ég, þetta var starfsfólkið. Ég kom ekkert að þessu máli fyrr en seinnipart dags og þá var búið að redda þessu öllu“.“ Tækið Inferno í skemmtigarðinum Terra Mitica á Spáni. Að sögn Sveins voru viðbrögð hins opinbera þó ekki jafn liðleg. Áfallahjálp eftir slysið hafi verið af skornum skammti þar sem það gerðist erlendis og þurfti Sveinn sjálfur að ganga á eftir slíkri aðstoð. „Krakkarnir horfa öll á slysið og sjá hvað gerðist. Elsta dóttir mín, hún er þrettán ára og er föst í tækinu og horfir á bróður sinn falla úr átján metrum á 60 kílómetra hraða og falla á steinsteypu. Mjög ljót sjón. Hún er komin sólarhring seinna heim til Íslands. Þegar ég kem rúmri viku seinna er hún ekki farin að fá að hitta áfallateymi,“ segir Sveinn. „Þau fá að hitta áfallateymið tvisvar sinnum, allir krakkarnir, í hóptíma. Svo var bara sagt að við þyrftum að finna okkur sálfræðinga.“ Sálfræðikostnaður fyrir allan hópinn hafi kostað sitt, en það hafi þó verið nauðsynlegt. Það sé algjört frumskilyrði að fólk fái viðeigandi hjálp eftir slíkt áfall, enda sé sorgin sem fylgi því að missa barn ólík öllu öðru. „Það getur enginn tekist á við þetta á hörkunni. Þú getur það kannski í einhverja mánuði en svo hrynur þú. Það kemur að endastöð. Við erum ekki gerð til að missa börnin okkar.“
Ísland í dag Spánn Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barns síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira