Hvað tekur núna við hjá íslenska körfuboltalandsliðinu? Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2021 10:00 Hér fagna íslensku strákarnir sigurkörfu Elvars Más Friðrikssonar á móti Lúxemborg en íslenska liðið tryggði sér sigur í riðlunum með tveimur góðum sigrum í búbblunni í Kósóvó. fiba.basketball Íslenska karlalandsliðið í körfubolta verður næst á ferðinni í ágúst þegar það spilar um sæti í undankeppni HM. Möguleikarnir á að komast í undankeppnina, þar sem bestu lið Evrópu bíða, mega teljast ágætir eftir sigrana tvo í síðustu viku. Ísland fór í gegnum fyrra stig forkeppni HM með sannfærandi hætti og eftir sigrana tvo gegn Slóvakíu og Lúxemborg í síðustu viku endaði Ísland efst í sínum riðli með fimm sigra en aðeins eitt tap. Nú bíður Ísland þess að vita hverjir andstæðingar liðsins verða á seinna stigi forkeppninnar (forkeppni er undanfari undankeppni). Leikið verður í fjórum þriggja liða riðlum, og komast tvö lið úr hverjum riðli í undankeppnina, þar sem öll bestu liðin bíða en þau þurfa ekki að fara í forkeppni. Seinna stig forkeppninnar verður í ágúst og er ætlunin að leikið verði „heima og að heiman“, svo Ísland leikur samtals fjóra leiki. Hugsanlegt er þó að hver riðill verði leikinn í einu landi vegna kórónuveirufaraldursins. Auk Íslands komust Slóvakía, Portúgal og Hvíta-Rússland áfram í gegnum fyrra stig forkeppninnar. Við bættust svo átta þjóðir sem féllu út í undankeppni EM 2022 en henni lauk í gær. Ísland mætir því sem sagt tveimur af eftirtöldum þjóðum í ágúst og þarf að skilja aðra þeirra eftir til að komast í undankeppnina. Liðin tólf sem leika á seinna stigi forkeppninnar og staða á heimslista: Svartfjallaland – 14 Lettland – 15 Ísland – 25 Hvíta-Rússland – 28 Norður-Makedónía – 29 Rúmenía – 30 Svíþjóð – 31 Danmörk – 32 Austurríki – 33 Sviss – 34 Portúgal – 35 Slóvakía – 36 Röðun í styrkleikaflokka fyrir dráttinn hefur ekki verið staðfest og ekki er heldur ljóst hvenær dregið verður í riðla. Í undankeppninni spila svo 32 lið og 12 þeirra komast áfram í sjálfa lokakeppni HM sem fram fer í þremur löndum árið 2023; Indónesíu, Japan og Filippseyjum. En hvers vegna er Ísland í forkeppni? Dýrkeyptu töpin gegn Búlgaríu og Sviss Eftir að hafa skráð sig rækilega í sögubækurnar með því að komast á tvö stórmót, EM 2015 og 2017, féll Ísland úr leik á fyrra stigi undankeppni HM 2019. Tveggja stiga tap á útivelli gegn Búlgaríu réði þar úrslitum og átti eftir að reynast ansi dýrkeypt. Með því að falla úr leik á fyrra stigi undankeppni HM fór Ísland í forkeppni næsta Evrópumóts, sem reyndar fer ekki fram fyrr en 2022. Þar fékk Ísland tvær tilraunir til að komast úr forkeppninni í hina eiginlegu undankeppni EM, en mistókst í bæði skiptin. Í seinni tilrauninni endaði Ísland jafnt Sviss og Portúgal að stigum – mátti tapa lokaleiknum gegn Sviss með 19 stigum en tapaði með 24. Þar með var Ísland snemma úr leik í baráttunni um sæti á EM 2022, og við tók forkeppni fyrir HM 2023, þar sem fyrra stiginu er nú lokið. Næst er að sjá hvernig Íslandi vegnar á seinna stiginu í ágúst. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir Tryggvi og Jón Axel á toppnum á tveimur tölfræðilistum hvor Íslensku landsliðsstrákarnir voru áberandi á tölfræðilistum forkeppninnar sem lauk um helgina með fimmta sigri íslenska körfuboltalandsliðsins í röð. 22. febrúar 2021 13:30 Flautuþristur Elvars tryggði sætan sigur Íslenska landsliðið vann dramatískan tveggja stiga sigur á Lúxemborg, 86-84, er liðin mættust í FIFA búbblunni í Kósóvó. Íslenska liðið vann því fimm af sex leikjum sínum í riðlinum en þeir voru fyrir leik kvöldsins komnir áfram í næstu umferð. 20. febrúar 2021 17:02 Umfjöllun og viðtöl: Slóvakía - Ísland 79-94 | Sigur sem skaut Íslandi áfram Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann í kvöld góðan sigur á Slóvakíu, 94-79. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að sigrinum. Með sigrinum er Ísland komið í næstu umferð. 18. febrúar 2021 16:51 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Sjá meira
Ísland fór í gegnum fyrra stig forkeppni HM með sannfærandi hætti og eftir sigrana tvo gegn Slóvakíu og Lúxemborg í síðustu viku endaði Ísland efst í sínum riðli með fimm sigra en aðeins eitt tap. Nú bíður Ísland þess að vita hverjir andstæðingar liðsins verða á seinna stigi forkeppninnar (forkeppni er undanfari undankeppni). Leikið verður í fjórum þriggja liða riðlum, og komast tvö lið úr hverjum riðli í undankeppnina, þar sem öll bestu liðin bíða en þau þurfa ekki að fara í forkeppni. Seinna stig forkeppninnar verður í ágúst og er ætlunin að leikið verði „heima og að heiman“, svo Ísland leikur samtals fjóra leiki. Hugsanlegt er þó að hver riðill verði leikinn í einu landi vegna kórónuveirufaraldursins. Auk Íslands komust Slóvakía, Portúgal og Hvíta-Rússland áfram í gegnum fyrra stig forkeppninnar. Við bættust svo átta þjóðir sem féllu út í undankeppni EM 2022 en henni lauk í gær. Ísland mætir því sem sagt tveimur af eftirtöldum þjóðum í ágúst og þarf að skilja aðra þeirra eftir til að komast í undankeppnina. Liðin tólf sem leika á seinna stigi forkeppninnar og staða á heimslista: Svartfjallaland – 14 Lettland – 15 Ísland – 25 Hvíta-Rússland – 28 Norður-Makedónía – 29 Rúmenía – 30 Svíþjóð – 31 Danmörk – 32 Austurríki – 33 Sviss – 34 Portúgal – 35 Slóvakía – 36 Röðun í styrkleikaflokka fyrir dráttinn hefur ekki verið staðfest og ekki er heldur ljóst hvenær dregið verður í riðla. Í undankeppninni spila svo 32 lið og 12 þeirra komast áfram í sjálfa lokakeppni HM sem fram fer í þremur löndum árið 2023; Indónesíu, Japan og Filippseyjum. En hvers vegna er Ísland í forkeppni? Dýrkeyptu töpin gegn Búlgaríu og Sviss Eftir að hafa skráð sig rækilega í sögubækurnar með því að komast á tvö stórmót, EM 2015 og 2017, féll Ísland úr leik á fyrra stigi undankeppni HM 2019. Tveggja stiga tap á útivelli gegn Búlgaríu réði þar úrslitum og átti eftir að reynast ansi dýrkeypt. Með því að falla úr leik á fyrra stigi undankeppni HM fór Ísland í forkeppni næsta Evrópumóts, sem reyndar fer ekki fram fyrr en 2022. Þar fékk Ísland tvær tilraunir til að komast úr forkeppninni í hina eiginlegu undankeppni EM, en mistókst í bæði skiptin. Í seinni tilrauninni endaði Ísland jafnt Sviss og Portúgal að stigum – mátti tapa lokaleiknum gegn Sviss með 19 stigum en tapaði með 24. Þar með var Ísland snemma úr leik í baráttunni um sæti á EM 2022, og við tók forkeppni fyrir HM 2023, þar sem fyrra stiginu er nú lokið. Næst er að sjá hvernig Íslandi vegnar á seinna stiginu í ágúst.
Svartfjallaland – 14 Lettland – 15 Ísland – 25 Hvíta-Rússland – 28 Norður-Makedónía – 29 Rúmenía – 30 Svíþjóð – 31 Danmörk – 32 Austurríki – 33 Sviss – 34 Portúgal – 35 Slóvakía – 36 Röðun í styrkleikaflokka fyrir dráttinn hefur ekki verið staðfest og ekki er heldur ljóst hvenær dregið verður í riðla.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Tengdar fréttir Tryggvi og Jón Axel á toppnum á tveimur tölfræðilistum hvor Íslensku landsliðsstrákarnir voru áberandi á tölfræðilistum forkeppninnar sem lauk um helgina með fimmta sigri íslenska körfuboltalandsliðsins í röð. 22. febrúar 2021 13:30 Flautuþristur Elvars tryggði sætan sigur Íslenska landsliðið vann dramatískan tveggja stiga sigur á Lúxemborg, 86-84, er liðin mættust í FIFA búbblunni í Kósóvó. Íslenska liðið vann því fimm af sex leikjum sínum í riðlinum en þeir voru fyrir leik kvöldsins komnir áfram í næstu umferð. 20. febrúar 2021 17:02 Umfjöllun og viðtöl: Slóvakía - Ísland 79-94 | Sigur sem skaut Íslandi áfram Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann í kvöld góðan sigur á Slóvakíu, 94-79. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að sigrinum. Með sigrinum er Ísland komið í næstu umferð. 18. febrúar 2021 16:51 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Sjá meira
Tryggvi og Jón Axel á toppnum á tveimur tölfræðilistum hvor Íslensku landsliðsstrákarnir voru áberandi á tölfræðilistum forkeppninnar sem lauk um helgina með fimmta sigri íslenska körfuboltalandsliðsins í röð. 22. febrúar 2021 13:30
Flautuþristur Elvars tryggði sætan sigur Íslenska landsliðið vann dramatískan tveggja stiga sigur á Lúxemborg, 86-84, er liðin mættust í FIFA búbblunni í Kósóvó. Íslenska liðið vann því fimm af sex leikjum sínum í riðlinum en þeir voru fyrir leik kvöldsins komnir áfram í næstu umferð. 20. febrúar 2021 17:02
Umfjöllun og viðtöl: Slóvakía - Ísland 79-94 | Sigur sem skaut Íslandi áfram Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann í kvöld góðan sigur á Slóvakíu, 94-79. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að sigrinum. Með sigrinum er Ísland komið í næstu umferð. 18. febrúar 2021 16:51