Sport

Erna með risabætingu á Íslandsmetinu sínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erna Sóley Gunnarsdóttir er að bæta sig mikið út í Rice háskólanum í Textas fylki.
Erna Sóley Gunnarsdóttir er að bæta sig mikið út í Rice háskólanum í Textas fylki. Twitter/@RiceTFXC

Mosfellsbæringurinn og kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir var heldur betur í stuði í Birmingham í Alabama fylki í Bandaríkjunum í gær.

Erna Sóley stórbætti þá eigið Íslandsmet innanhúss með því að kasta kúlunni 16,95 metra en það er bæting upp á 76 sentímetra.

Erna átti sjálf gamla metið sem var 16,19 metra kast hennar frá því í Houston í Texas fylki í fyrra.

Erna var þarna að keppa fyrir háskóla sinn sem er Rice University í Houston í Texas fylki en hún er á sínu þriðja ári í skólanum.

Erna vann kúluvarpið á mótinu í gær og náði með þessu kasti níunda lengsta kastinu á þessu háskólatímabili hjá NCAA. Hún á því góðan möguleika á því að komast í úrslitin hjá NCAA þar sem keppt er um bandaríska háskólatitilinn í hverri grein.

Erna Sóley tók Íslandsmetið upphaflega af Ásdísi Hjálmsdóttur í fyrra en Ásdís hafði þá átti það í fjögur ár.

Þegar Ásdís sló metið þá hafði met Guðrúnar Ingólfsdóttur staðið óhaggað í 34 ár og fimm mánuði. Nú hefur metið aftur á móti fallið fjórum sinnum á fimm árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×