Djokovic vann átjánda titilinn kvalinn af meiðslum Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2021 10:00 Novak Djokovic smellir kossi á verðlaunagripinn á ströndinni í Melbourne. Getty/Graham Denholm „Ég sætti mig bara við það að ég yrði að spila þrátt fyrir sársaukann,“ sagði Novak Djokovic. Serbinn viðurkenndi eftir átjánda risamótssigur sinn í tennis að hann hefði spilað meiddur í síðustu leikjunum á mótinu sem lauk í Ástralíu um helgina. Djokovic er nú aðeins tveimur risamótstitlum frá metinu sem Roger Federer og Rafael Nadal deila yfir flesta sigra á risamótunum fjórum. Það sem gerir sigur Djokovic á Opna ástralska mótinu enn merkilegri er að hann tognaði í kviðvöðva í sigrinum gegn Taylor Fritz í 3. umferð. „Ég var ansi áhyggjufullur. Það virtist ekki raunhæft að ég gæti spilað. Ég vissi það ekki fyrr en tveimur klukkutímum fyrir leikinn í fjórðu umferð. Þá fór ég aftur út á völl og spilaði í fyrsta sinn síðan í þriðju umferðinni,“ sagði Djokovic. „Sársaukinn var ekki meiri en svo að ég þoldi hann. Ég sætti mig bara við það að ég yrði að spila þrátt fyrir sársaukann,“ sagði Djokovic. Lék meiddur í fjórum leikjum en tapaði bara tveimur settum Á meðal þeirra sem Djokovic vann þrátt fyrir meiðslin voru tveir spilarar sem hafa náð að vera í þriðja sæti heimslistans, þeir Milos Raonic og Alexander Zverev, og í úrslitunum mætti Djokovic Rússanum Daniil Medvedev sem hafði unnið 20 leiki í röð. Djokovic vann raunar af miklu öryggi, meðal annars úrslitaleikinn í þremur settum, og skeytti ekki um að meiðslin gætu versnað við að negla uppgjöfum yfir netið. Hann tapaði aðeins tveimur settum meiddur, í samtals fjórum leikjum. „Hvort ég hafi verið meðvitaður um þá staðreynd að ég gæti mögulega gert meiðslin enn verri? Já, ég vissi það. Ef það var eitthvað mót sem ég hefði samt spilað á þá var það þetta mót, eða hvaða risamót sem er, þó að það gæti kostað verri meiðsli. Ég gerði þetta auðvitað ekki allt sjálfur. Læknateymið og sjúkraþjálfarinn minn unnu frábært starf. Með Guðs mildi tókst mér að vinna þetta afrek og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ sagði Djokovic. Tennis Ástralía Serbía Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira
Djokovic er nú aðeins tveimur risamótstitlum frá metinu sem Roger Federer og Rafael Nadal deila yfir flesta sigra á risamótunum fjórum. Það sem gerir sigur Djokovic á Opna ástralska mótinu enn merkilegri er að hann tognaði í kviðvöðva í sigrinum gegn Taylor Fritz í 3. umferð. „Ég var ansi áhyggjufullur. Það virtist ekki raunhæft að ég gæti spilað. Ég vissi það ekki fyrr en tveimur klukkutímum fyrir leikinn í fjórðu umferð. Þá fór ég aftur út á völl og spilaði í fyrsta sinn síðan í þriðju umferðinni,“ sagði Djokovic. „Sársaukinn var ekki meiri en svo að ég þoldi hann. Ég sætti mig bara við það að ég yrði að spila þrátt fyrir sársaukann,“ sagði Djokovic. Lék meiddur í fjórum leikjum en tapaði bara tveimur settum Á meðal þeirra sem Djokovic vann þrátt fyrir meiðslin voru tveir spilarar sem hafa náð að vera í þriðja sæti heimslistans, þeir Milos Raonic og Alexander Zverev, og í úrslitunum mætti Djokovic Rússanum Daniil Medvedev sem hafði unnið 20 leiki í röð. Djokovic vann raunar af miklu öryggi, meðal annars úrslitaleikinn í þremur settum, og skeytti ekki um að meiðslin gætu versnað við að negla uppgjöfum yfir netið. Hann tapaði aðeins tveimur settum meiddur, í samtals fjórum leikjum. „Hvort ég hafi verið meðvitaður um þá staðreynd að ég gæti mögulega gert meiðslin enn verri? Já, ég vissi það. Ef það var eitthvað mót sem ég hefði samt spilað á þá var það þetta mót, eða hvaða risamót sem er, þó að það gæti kostað verri meiðsli. Ég gerði þetta auðvitað ekki allt sjálfur. Læknateymið og sjúkraþjálfarinn minn unnu frábært starf. Með Guðs mildi tókst mér að vinna þetta afrek og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ sagði Djokovic.
Tennis Ástralía Serbía Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira