Fjölmenn mótmæli í skugga skothríðar Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2021 10:54 Mótmælendur halda uppi myndum af Aung San Suu Kyi en hún og margir úr flokki hennar, sem vann stóran sigur í kosningum síðasta árs, eru nú haldið í stofufangelsi af hernum. Vísir/AP Þúsundir mótmælenda gengu um götur borga Mjanmar í morgun, þrátt fyrir að hermenn hafi skotið minnst tvo mótmælendur til bana í gær og sært marga aðra. Vitni sögðu Reuters fréttaveitunni að tugir þúsunda hefðu mótmælt valdaráni hersins á götum Mandalay, næst stærstu borgar Mjanmar, þar sem skothríðin átti sér stað í gær. Sjá einnig: Blóðugur dagur í Mjanmar Mótmæli hafa í raun farið fram víðsvegar um landið og víða hafa þau verið mjög fjölmenn, ef marka má fréttaflutning erlendis frá. BBC segir sambærilega sögu og að mótmælendur hafi alfarið hafnað loforðum hersins um að halda fljótt kosningar. Þeir vilji lýðræðislega kjörna leiðtoga landsins, eins og Aung San Suu Kyi úr haldi hersins. Mótmælendur hafa einnig barið potta og pönnur til að vekja athygli á málstað sínum. Herinn heldur því fram að mikið svindl hafi farið fram í kosningunum í fyrra, þar sem flokkur hennar, NLD, vann stóran sigur. Herinn hefur þó ekki fært sönnur fyrir því en forsvarsmenn hersins frömdu valdarán þann 1. febrúar. Herinn hefur notast mikið við Facebook til að staðhæfa um kosningasvik en samfélagsmiðlafyrirtækið hefur lokað helstu síðum hersins og segir herinn hafa brotið gegn skilmálum fyrirtækisins varðandi það að hvetja til ofbeldis. Ofbeldið í gær hefur verið fordæmt víða um heim. Mjanmar Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Vitni sögðu Reuters fréttaveitunni að tugir þúsunda hefðu mótmælt valdaráni hersins á götum Mandalay, næst stærstu borgar Mjanmar, þar sem skothríðin átti sér stað í gær. Sjá einnig: Blóðugur dagur í Mjanmar Mótmæli hafa í raun farið fram víðsvegar um landið og víða hafa þau verið mjög fjölmenn, ef marka má fréttaflutning erlendis frá. BBC segir sambærilega sögu og að mótmælendur hafi alfarið hafnað loforðum hersins um að halda fljótt kosningar. Þeir vilji lýðræðislega kjörna leiðtoga landsins, eins og Aung San Suu Kyi úr haldi hersins. Mótmælendur hafa einnig barið potta og pönnur til að vekja athygli á málstað sínum. Herinn heldur því fram að mikið svindl hafi farið fram í kosningunum í fyrra, þar sem flokkur hennar, NLD, vann stóran sigur. Herinn hefur þó ekki fært sönnur fyrir því en forsvarsmenn hersins frömdu valdarán þann 1. febrúar. Herinn hefur notast mikið við Facebook til að staðhæfa um kosningasvik en samfélagsmiðlafyrirtækið hefur lokað helstu síðum hersins og segir herinn hafa brotið gegn skilmálum fyrirtækisins varðandi það að hvetja til ofbeldis. Ofbeldið í gær hefur verið fordæmt víða um heim.
Mjanmar Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira