Þriðjungur gripið til aðgerða til að verja heimili sín fyrir afbrotum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 20:00 Um þriðjungur landsmanna hefur gripið til einhverra aðgerða til að verja heimili sitt fyrir afbrotum, samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Afbrotafræðingur telur að morðið í Rauðagerði muni hafa áhrif á fólk og jafnvel vekja sérstakan ótta hjá sumum. Samkvæmt skýrslunni gerðu flestir samkomulag við nágranna um að vakta hús hvors annars, eða 31 prósent svarenda, næst flestir settu upp öryggis- eða þjófavarnakerfi eða 21,5 prósent og 12,4 prósent settu upp sérstaka hurðarlása. 37,2 prósent höfðu þegar gripið til aðgerða. „Þetta eru frekar háar tölur og sérstaklega í ljósi þess að afbrot hafa verið fátíð á Íslandi,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði. „Alþjóðlegar rannsóknir sýna að það eru ekkert endilega tengsl á milli raunverulegrar tíðni afbrota og ótta við afbrot. Ótti við afbrot tengist öðrum þáttum,“ bætir hún við. Fólk óttast það sem það þekkir ekki Þá sögðust um 53 prósent hafa einhvern tímann haft áhyggjur af því að verða fyrir afbroti, og flestir nefndu innbrot í því samhengi. „Rannsóknir sýna að fólk óttast það sem það þekkir ekki. Til dæmis er áhugavert að segja frá því að í öðrum ríkjum, þar sem margir innflytjendur búa, þar er fólk miklu hræddara við afbrot heldur en í öðrum hverfum, þar sem afbrot eru miklu fleiri en fólk hefur sama uppruna.“Umfjöllun um afbrot auki á áhyggjur fólks. „Ég held að morðið í Rauðagerði komi til með að hafa mikil áhrif. Við höfum ekki heyrt af svona máli áður. Að minnsta kosti man ég ekki til þess, þetta er bara aftaka eins og þessu hefur verið lýst í fjölmiðlum,“ segir Margrét. Umræða um að hópurinn tengist skipulagðri brotastarfsemi hræði líka fólk, því það sé falinn veruleiki fyrir flestum. „Hópurinn hefur tengsl við útlönd og þetta eru allt þættir sem munu vekja sérstakan ótta hjá okkur. Þó hefur komið fram í umfjöllun frá lögreglu að þetta atvik tengist uppgjöri í undirheimunum og það gæti verið til þess að draga úr óttanum. Það er kannski leið lögreglu til þess að draga úr almennum ótta.“ Morð í Rauðagerði Lögreglumál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Sjá meira
Samkvæmt skýrslunni gerðu flestir samkomulag við nágranna um að vakta hús hvors annars, eða 31 prósent svarenda, næst flestir settu upp öryggis- eða þjófavarnakerfi eða 21,5 prósent og 12,4 prósent settu upp sérstaka hurðarlása. 37,2 prósent höfðu þegar gripið til aðgerða. „Þetta eru frekar háar tölur og sérstaklega í ljósi þess að afbrot hafa verið fátíð á Íslandi,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði. „Alþjóðlegar rannsóknir sýna að það eru ekkert endilega tengsl á milli raunverulegrar tíðni afbrota og ótta við afbrot. Ótti við afbrot tengist öðrum þáttum,“ bætir hún við. Fólk óttast það sem það þekkir ekki Þá sögðust um 53 prósent hafa einhvern tímann haft áhyggjur af því að verða fyrir afbroti, og flestir nefndu innbrot í því samhengi. „Rannsóknir sýna að fólk óttast það sem það þekkir ekki. Til dæmis er áhugavert að segja frá því að í öðrum ríkjum, þar sem margir innflytjendur búa, þar er fólk miklu hræddara við afbrot heldur en í öðrum hverfum, þar sem afbrot eru miklu fleiri en fólk hefur sama uppruna.“Umfjöllun um afbrot auki á áhyggjur fólks. „Ég held að morðið í Rauðagerði komi til með að hafa mikil áhrif. Við höfum ekki heyrt af svona máli áður. Að minnsta kosti man ég ekki til þess, þetta er bara aftaka eins og þessu hefur verið lýst í fjölmiðlum,“ segir Margrét. Umræða um að hópurinn tengist skipulagðri brotastarfsemi hræði líka fólk, því það sé falinn veruleiki fyrir flestum. „Hópurinn hefur tengsl við útlönd og þetta eru allt þættir sem munu vekja sérstakan ótta hjá okkur. Þó hefur komið fram í umfjöllun frá lögreglu að þetta atvik tengist uppgjöri í undirheimunum og það gæti verið til þess að draga úr óttanum. Það er kannski leið lögreglu til þess að draga úr almennum ótta.“
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Sjá meira