Lingard skoraði og West Ham í Meistaradeildarsæti en Tottenham í vandræðum Anton Ingi Leifsson skrifar 21. febrúar 2021 13:53 Lingard og félagar voru glaðir í bragði eftir markið sem tryggði þeim sigurinn. Kirsty Wigglesworth/Getty West Ham er komið upp í fjórða sæti enska boltans og er þar af leiðandi í Meistaradeildarsæti eftir 25 umferðir. Þeir unnu 2-1 sigur á grönnum sínum í Tottenham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Fyrsta markið kom strax á fimmtu mínútu. Jarrod Bowen gaf þá frábæra fyrirgjöf fyrir markið og miðverðir Tottenham létu boltann vera. Michail Antonio kom á fleygiferð, Hugo Lloris varði en Antonio var fyrstur að átta sig og kom boltanum í netið. Staðan var 1-0 í hálfleik en strax í upphafi síðari hálfleiks tvöfaldaði Jesse Lingard forystuna. Eftir smá darraðadans datt lánsmaðurinn i gegn og skoraði. Fyrst um sinn var rangstaða dæmd en að endingu var markið dæmt gott og gilt. Krísa hjá Tottenham. Lucas Moura kom Tottenham þó aftur inn í leikinn á 64. mínútu með glæsilegu skallamarki eftir hornspyrnu Gareth Bale, sem kom inn á í hálfleik, en er ellefu mínútur voru eftir var Bale nálægt því að jafna er hann skaut boltanum í slá. Fleiri urðu mörkin ekki og West Ham er í fjórða sæti deildarinnar með 45 stig. Tottenham er í níunda sætinu með 36 stig en Hamrarnir hafa leikið einum leik fleiri en Tottenham sem er nú níu stigum frá Meistaradeildarsæti. Þeir hafa einungis einn af síðustu sex leikjum sínum í deildinni. FT West Ham 2-1 TottenhamGoals from Michail Antonio and Jesse Lingard move West Ham into the top four!📲 #WHUTOT reaction ⤵️ #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) February 21, 2021 Enski boltinn
West Ham er komið upp í fjórða sæti enska boltans og er þar af leiðandi í Meistaradeildarsæti eftir 25 umferðir. Þeir unnu 2-1 sigur á grönnum sínum í Tottenham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Fyrsta markið kom strax á fimmtu mínútu. Jarrod Bowen gaf þá frábæra fyrirgjöf fyrir markið og miðverðir Tottenham létu boltann vera. Michail Antonio kom á fleygiferð, Hugo Lloris varði en Antonio var fyrstur að átta sig og kom boltanum í netið. Staðan var 1-0 í hálfleik en strax í upphafi síðari hálfleiks tvöfaldaði Jesse Lingard forystuna. Eftir smá darraðadans datt lánsmaðurinn i gegn og skoraði. Fyrst um sinn var rangstaða dæmd en að endingu var markið dæmt gott og gilt. Krísa hjá Tottenham. Lucas Moura kom Tottenham þó aftur inn í leikinn á 64. mínútu með glæsilegu skallamarki eftir hornspyrnu Gareth Bale, sem kom inn á í hálfleik, en er ellefu mínútur voru eftir var Bale nálægt því að jafna er hann skaut boltanum í slá. Fleiri urðu mörkin ekki og West Ham er í fjórða sæti deildarinnar með 45 stig. Tottenham er í níunda sætinu með 36 stig en Hamrarnir hafa leikið einum leik fleiri en Tottenham sem er nú níu stigum frá Meistaradeildarsæti. Þeir hafa einungis einn af síðustu sex leikjum sínum í deildinni. FT West Ham 2-1 TottenhamGoals from Michail Antonio and Jesse Lingard move West Ham into the top four!📲 #WHUTOT reaction ⤵️ #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) February 21, 2021
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti