Lagt til að gæludýrahald í fjölbýlishúsum verði gefið frjálst Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 13:14 Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að íbúar í fjölbýlishúsum þurfi einungis að tilkynna húsfélagi um dýrahald. vísir/afp Lagt er til að skilyrði um samþykki meirihluta íbúa fjöleignahúss fyrir gæludýrahaldi verði afnumið í frumvarpi sem Flokkur fólksins hyggst leggja fram. Formaður flokksins segir efnaminna fólki mismunað. Í frumvarpinu er lögð til breyting á ákvæði fjöleignarhúsalaga um hunda- og kattahald. Í dag má fólk sem býr í fjölbýlishúsum hvorki fá sér hund né kött án þess að afla samþykkis aukins meirihluta íbúa. Tveir þriðju hlutar íbúa þurfa að fallast á beiðnina. Lagt er til að ekkert slíkt samþykki þurfi. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og flutningsmaður málsins, segir leyfið þó ekki takmarkalaust. Húsfélagið geti brugðist við og bannað gæludýrahald ef það veldur veldur verulegum ama eða ónæði. „Og á þá síðasta orðið um það að geta stigið inn í ef hundaeigandi fer ekki að tilmælum um að leiðrétta og laga hvernig hann hriðir um dýrið og annað slíkt,“ segir Inga Sæland. Hún segir kröfuna um samþykki annarra íbúa íþyngjandi og oft háða geðþótta. „Við vitum líka að það eru margir sem eru bara einir og það gerir mjög mikið fyrir einmana einstakling að fá gæludýr til að hugsa um.“ Þetta bitni á efnaminni einstaklingum sem eigi ekki annarra kosta völ en að búa í fjölbýlishúsi. Þeim standi oft erfiðir kostir til boða, annað hvort að sætta sig við húsnæði sem þeir kæra sig ekki um, eða að losa sig við gæludýrið sitt. „Þeir hafa ekki bolmagn til þess að vera með sér inngang og hvað þá einbýlishús. Þannig að sérreglur gilda um þá sem hafa sér inngang og þeir sitja við allt annað borð og njóta ákeðinna forréttinda. Það er verið að mismuna fólki hvað þetta varðar og það eiga allir að geta haldið gæludýr ef þeir kjósa svo,“ segir Inga Sæland. Gæludýr Alþingi Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Í frumvarpinu er lögð til breyting á ákvæði fjöleignarhúsalaga um hunda- og kattahald. Í dag má fólk sem býr í fjölbýlishúsum hvorki fá sér hund né kött án þess að afla samþykkis aukins meirihluta íbúa. Tveir þriðju hlutar íbúa þurfa að fallast á beiðnina. Lagt er til að ekkert slíkt samþykki þurfi. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og flutningsmaður málsins, segir leyfið þó ekki takmarkalaust. Húsfélagið geti brugðist við og bannað gæludýrahald ef það veldur veldur verulegum ama eða ónæði. „Og á þá síðasta orðið um það að geta stigið inn í ef hundaeigandi fer ekki að tilmælum um að leiðrétta og laga hvernig hann hriðir um dýrið og annað slíkt,“ segir Inga Sæland. Hún segir kröfuna um samþykki annarra íbúa íþyngjandi og oft háða geðþótta. „Við vitum líka að það eru margir sem eru bara einir og það gerir mjög mikið fyrir einmana einstakling að fá gæludýr til að hugsa um.“ Þetta bitni á efnaminni einstaklingum sem eigi ekki annarra kosta völ en að búa í fjölbýlishúsi. Þeim standi oft erfiðir kostir til boða, annað hvort að sætta sig við húsnæði sem þeir kæra sig ekki um, eða að losa sig við gæludýrið sitt. „Þeir hafa ekki bolmagn til þess að vera með sér inngang og hvað þá einbýlishús. Þannig að sérreglur gilda um þá sem hafa sér inngang og þeir sitja við allt annað borð og njóta ákeðinna forréttinda. Það er verið að mismuna fólki hvað þetta varðar og það eiga allir að geta haldið gæludýr ef þeir kjósa svo,“ segir Inga Sæland.
Gæludýr Alþingi Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira