„Það þarf að undirbúa stelpurnar fyrir allan nautaskítinn sem bíður þeirra“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. febrúar 2021 11:01 Brynjar Karl Sigurðsson hefur þjálfað stelpnahópinn sem er til umfjöllunar í Hækkum rána síðan 2015. Körfuboltaþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson hefur verið mikið milli tannanna á fólki eftir að heimildarmyndin Hækkum rána var frumsýnd í síðustu viku. Þar er fjallað um stúlknahóp sem hann hefur þjálfað undanfarin ár, fyrst hjá Stjörnunni, svo ÍR og loks Aþenu. Brynjar Karl var í löngu viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. Þar ræddi hann meðal annars um gagnrýni Viðars Halldórssonar, prófessors í félagsfræði, á Hækkum rána og þjálfunaraðferðir hans. Brynjar Karl ræddi líka aðdraganda þess að hann fór að þjálfa stelpuhópinn sem er til umfjöllunar í Hækkum rána. Áður en hann byrjaði að þjálfa þær hafði hann aldrei þjálfað stelpur áður. „Ég byrja að þjálfa liðið 2015. Það var í fyrsta sinn sem ég þjálfa stelpulið. Ég var hættur afskiptum af þjálfun og það voru liðin um fjögur ár frá því ég hafði verið að þjálfa. Ég var ekkert mjög heillaður af þessu umhverfi sem stelpurnar bjuggu við og var heldur ekki hrifinn af því hvernig menn tókust á við áskoranir sem við er að glíma í stelpuboltanum,“ sagði Brynjar Karl. „Ég var mjög fljótur að sjá að það sem er öðruvísi við að undirbúa stelpurnar en strákana sem ég hafði þjálfað í 27 ár var að það þarf að undirbúa þær fyrir allan nautaskítinn sem bíður þeirra þegar þær eru orðnar eldri og komnar í meistaraflokk. Við erum að sjá alls konar hluti þar sem hallar á stelpur.“ Stelpurnar sem Brynjar Karl þjálfar hafa vakið athygli fyrir baráttu sína fyrir því að mega spila við stráka á Íslandsmóti. Stelpurnar hafi spilað við stráka á mótum á vegum félaganna og það hafi gert þeim gott. Strákarnir voru kennararnir „Það sem ég sá var að bætingarnar voru svakalegar, ekki bara í körfubolta. Ég hef ákveðna skoðun á því hvernig líkamstjáningin á að vera og menn eiga bera sig því mér finnst það vera myndbirting á því hvert viðhorfið er. Þær „downloaduðu“ gæjunum og strákarnir í raun og veru kenndu þeim þetta. Þeir voru kennararnir,“ sagði Brynjar Karl. Hann segist hafa verið hikandi við að byrja að þjálfa stelpur þangað til hann tók stökkið. „Fyrst við erum allir að skrifta er ég gömul karlremba í grunninn, fullur af fordómum og vildi aldrei koma nálægt stelpuboltanum því ég treysti mér ekki í það. Það var eitthvað við stelpuboltann sem ég var hræddur. Og sú hræðsla var á rökum reist. Ég er bara aðeins þroskaðari og með breiðara bak en ég var þá,“ sagði Brynjar Karl. Hann segir að mikill munur sé á umhverfinu og væntingum til stráka og stelpna og furðar sig á að þessu hafi ekki verið veitt meiri athygli. „Það eru gerðar miklu minni kröfur. Þær fá miklu meira hrós fyrir að gera minna. Það er oftar hlaupið inn á völlinn ef þær fara að gráta. Mig langaði að fá meira „aggression“ og sjálfstraust,“ sagði Brynjar Karl. Byrjaði í blótbindindi Meðal þess sem hefur vakið athygli við þjálfunaraðferðir hans er hvernig hann talar við stelpurnar. Hann er hvass og oft orðljótur en segir að það sé allt útpælt. „Ég er eins og sjóræningi í kjaftinum þegar ég er að þjálfa fullorðna fólkið. En fyrstu tvö árin sem ég þjálfaði þær fór ég í blótbindindi og hakaði við á hverjum degi, blótaði ekki í dag, og stóð mig alveg ótrúlega vel,“ sagði Brynjar Karl. „Þegar þær urðu aðeins eldri átta ég mig á því að það eru ákveðnir hlutir í umhverfinu sem þú þarft að breyta til að ná ákveðninni ákefð fram. Ég valdi orðin sem ég notaði. Þetta er allt undir stjórn. Ég nota góðu íslensku orðin eins og andskotans og helvítis og drullast. Ég gaf mér þessi orð. Ég hef lesið heilmikið í blótsfræðum. Það er mjög áhugavert.“ Stelpunum finnst þetta æðislegt Brynjar Karl segir að stelpurnar geti tekið gagnrýni án þess að verða litlar í sér. „Það er rosalegur aðdragandi að þessu. Og það sem fólk trúir ekki og fattar ekki er hvað ég er pældur í þessu. Fólk gefur mér það að ég sé bara einhver gæi sem mæti í gallabuxunum eftir vinnu og hendi mér í að þjálfa dóttur mína,“ sagði Brynjar Karl sem segist búa til aðstæður á æfingum, flughermi eins og hann kallar það, sem hægt sé að heimfæra á þeirra daglega líf og gera stelpurnar betur í stakk búnar til dæmis til að takast á við mótlæti. „Stelpunum finnst þetta æðislegt og líður rosalega vel í þessu. Svo eru rosalega margir hlutir sem ég tók eftir. Það voru mjög margir sem komu til mín, sérstaklega mæðurnar, og sögðu að þetta væri langdramaminnsti stúlknahópur sem ég hef séð.“ Hlusta má á allt viðtalið við Brynjar Karl í Harmageddon í spilaranum hér fyrir ofan. Íþróttir barna Harmageddon Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Sjá meira
Brynjar Karl var í löngu viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. Þar ræddi hann meðal annars um gagnrýni Viðars Halldórssonar, prófessors í félagsfræði, á Hækkum rána og þjálfunaraðferðir hans. Brynjar Karl ræddi líka aðdraganda þess að hann fór að þjálfa stelpuhópinn sem er til umfjöllunar í Hækkum rána. Áður en hann byrjaði að þjálfa þær hafði hann aldrei þjálfað stelpur áður. „Ég byrja að þjálfa liðið 2015. Það var í fyrsta sinn sem ég þjálfa stelpulið. Ég var hættur afskiptum af þjálfun og það voru liðin um fjögur ár frá því ég hafði verið að þjálfa. Ég var ekkert mjög heillaður af þessu umhverfi sem stelpurnar bjuggu við og var heldur ekki hrifinn af því hvernig menn tókust á við áskoranir sem við er að glíma í stelpuboltanum,“ sagði Brynjar Karl. „Ég var mjög fljótur að sjá að það sem er öðruvísi við að undirbúa stelpurnar en strákana sem ég hafði þjálfað í 27 ár var að það þarf að undirbúa þær fyrir allan nautaskítinn sem bíður þeirra þegar þær eru orðnar eldri og komnar í meistaraflokk. Við erum að sjá alls konar hluti þar sem hallar á stelpur.“ Stelpurnar sem Brynjar Karl þjálfar hafa vakið athygli fyrir baráttu sína fyrir því að mega spila við stráka á Íslandsmóti. Stelpurnar hafi spilað við stráka á mótum á vegum félaganna og það hafi gert þeim gott. Strákarnir voru kennararnir „Það sem ég sá var að bætingarnar voru svakalegar, ekki bara í körfubolta. Ég hef ákveðna skoðun á því hvernig líkamstjáningin á að vera og menn eiga bera sig því mér finnst það vera myndbirting á því hvert viðhorfið er. Þær „downloaduðu“ gæjunum og strákarnir í raun og veru kenndu þeim þetta. Þeir voru kennararnir,“ sagði Brynjar Karl. Hann segist hafa verið hikandi við að byrja að þjálfa stelpur þangað til hann tók stökkið. „Fyrst við erum allir að skrifta er ég gömul karlremba í grunninn, fullur af fordómum og vildi aldrei koma nálægt stelpuboltanum því ég treysti mér ekki í það. Það var eitthvað við stelpuboltann sem ég var hræddur. Og sú hræðsla var á rökum reist. Ég er bara aðeins þroskaðari og með breiðara bak en ég var þá,“ sagði Brynjar Karl. Hann segir að mikill munur sé á umhverfinu og væntingum til stráka og stelpna og furðar sig á að þessu hafi ekki verið veitt meiri athygli. „Það eru gerðar miklu minni kröfur. Þær fá miklu meira hrós fyrir að gera minna. Það er oftar hlaupið inn á völlinn ef þær fara að gráta. Mig langaði að fá meira „aggression“ og sjálfstraust,“ sagði Brynjar Karl. Byrjaði í blótbindindi Meðal þess sem hefur vakið athygli við þjálfunaraðferðir hans er hvernig hann talar við stelpurnar. Hann er hvass og oft orðljótur en segir að það sé allt útpælt. „Ég er eins og sjóræningi í kjaftinum þegar ég er að þjálfa fullorðna fólkið. En fyrstu tvö árin sem ég þjálfaði þær fór ég í blótbindindi og hakaði við á hverjum degi, blótaði ekki í dag, og stóð mig alveg ótrúlega vel,“ sagði Brynjar Karl. „Þegar þær urðu aðeins eldri átta ég mig á því að það eru ákveðnir hlutir í umhverfinu sem þú þarft að breyta til að ná ákveðninni ákefð fram. Ég valdi orðin sem ég notaði. Þetta er allt undir stjórn. Ég nota góðu íslensku orðin eins og andskotans og helvítis og drullast. Ég gaf mér þessi orð. Ég hef lesið heilmikið í blótsfræðum. Það er mjög áhugavert.“ Stelpunum finnst þetta æðislegt Brynjar Karl segir að stelpurnar geti tekið gagnrýni án þess að verða litlar í sér. „Það er rosalegur aðdragandi að þessu. Og það sem fólk trúir ekki og fattar ekki er hvað ég er pældur í þessu. Fólk gefur mér það að ég sé bara einhver gæi sem mæti í gallabuxunum eftir vinnu og hendi mér í að þjálfa dóttur mína,“ sagði Brynjar Karl sem segist búa til aðstæður á æfingum, flughermi eins og hann kallar það, sem hægt sé að heimfæra á þeirra daglega líf og gera stelpurnar betur í stakk búnar til dæmis til að takast á við mótlæti. „Stelpunum finnst þetta æðislegt og líður rosalega vel í þessu. Svo eru rosalega margir hlutir sem ég tók eftir. Það voru mjög margir sem komu til mín, sérstaklega mæðurnar, og sögðu að þetta væri langdramaminnsti stúlknahópur sem ég hef séð.“ Hlusta má á allt viðtalið við Brynjar Karl í Harmageddon í spilaranum hér fyrir ofan.
Íþróttir barna Harmageddon Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Sjá meira