Umfjöllun og viðtöl: KA - Valur 27-27 | Ótrúleg endurkoma skilaði KA-mönnum stigi Arnar Geir Halldórsson skrifar 18. febrúar 2021 21:48 Valur Þór Olís deild karla vetur 2021 handbolti HSÍ / ljósm. Hulda Margrét Foto: Hulda Margrét Óladóttir/Hulda Margrét Það var hart barist á Akureyri í kvöld þegar KA-menn fengu Valsara í heimsókn í tíundu umferð Olís-deildar karla en eitt stig skildi liðin að í deildinni þegar kom að leik kvöldsins. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en Valur tók frumkvæðið þegar leið á fyrri hálfleikinn. Valsarar leiddu með þremur mörkum í leikhléi, 10-13. Bæði lið voru frekar lengi í gang sóknarlega en helsta ástæðan fyrir forystu Valsmanna í leikhléi var hversu vel vel þeir nýttu unna bolta í vörninni og breyttu þeim í auðveld hraðaupphlaupsmörk. Í síðari hálfleiknum voru Valsmenn áfram með frumkvæðið en náðu aldrei að slíta heimamenn almennilega frá sér. Munurinn nær allan tímann þrjú til fjögur mörk. Valsmenn voru svo með pálmann í höndunum og virtust vera að sigla tveimur stigum í höfn þegar þeir náðu sex marka forystu, 20-26 og aðeins fimm mínútur til leiksloka. Heimamenn neituðu að gefast upp og náðu að minnka muninn í þrjú mörk á innan við mínútu. Þegar rétt rúmar tvær mínútur lifðu leiks kom Arnór Snær Óskarsson gestunum hinsvegar í fjögurra marka forystu, 23-27 og virtist þá björninn unninn. Upp hófst í kjölfarið ótrúleg atburðarás. Magnús Óli Magnússon fær dæmt á sig vítakast og tveggja mínútna brottvísun. KA-menn skora úr vítinu. Í kjölfarið biður Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, um leikhlé. Snorri var afar ósáttur við störf ritaraborðsins vegna þess hve langan tíma það tók að fá leikhléið í gegn. Snorri barði í ritaraborðið af alefli og fékk fyrir það tveggja mínútna brottvísun. Valsmenn þar með skyndilega orðnir tveimur færri og KA-menn komnir með blóð á tennurnar. KA tókst að nýta sér liðsmuninn eins vel og mögulegt var og Sigþór Gunnar Jónsson jafnaði metin í 27-27 á lokaandartökum leiksins. Jafntefli því niðurstaðan. KA-menn himinlifandi eftir magnaðan lokasprett en Valsmenn hundóánægðir með störf dómaranna á lokakaflanum. Létu einhverjir leikmenn Vals skapið hlaupa með sig í gönur og fékk Stiven Tobar Valencia meðal annars að líta rauða spjaldið í leikslok. Afhverju varð jafntefli? Valsmenn leiddu leikinn nær allan tímann en KA-menn neituðu að gefast upp þrátt fyrir að staðan væri orðin vonlítil. Lokakaflinn hefði ekki getað spilast betur fyrir heimamenn og Valsmenn, bæði leikmenn og þjálfari, gefa KA-mönnum leið inn í leikinn með því að láta reka sig útaf. Bestu menn vallarins? Anton Rúnarsson var markahæstur í liði Vals með átta mörk, þar af sex af vítalínunni þar sem hann var feykiöruggur. Stýrði sóknarleik Vals af festu. Einar Þorsteinn Ólafsson sýndi skemmtilega takta í varnarleiknum hjá gestunum. Jóhann Geir Sævarsson var markahæstur í liði KA með sjö mörk. Fór vel með færin sín. Annars var það liðsheild og eljusemi KA-manna sem skilaði stiginu í kvöld. Hvað gekk illa? Hægri vængur KA í fyrri hálfleik. Áki Egilsnes og Árni Bragi Eyjólfsson eru tveir af mikilvægustu sóknarmönnum KA. Þeir voru með samtals eitt mark fyrstu 30 mínúturnar. Afleit færanýting Árna Braga og fjölmargir tapaðir boltar hjá Áka. Báðir svöruðu hressilega fyrir sig í síðari hálfleik og áttu stóran þátt í endurkomu KA. Hvað er næst? KA-menn fá stutta hvíld því þeirra bíður bæjarslagur næstkomandi sunnudag þegar þeir heimsækja Þórsara í Íþróttahöllina á Akureyri. Valur fær einum degi meira í hvíld þar sem þeir fá Aftureldingu í heimsókn á mánudag. Snorri Steinn: Ég tek þetta tapaða stig á mig „Þetta var mér að kenna. Tvær mínútur á bekkinn og ég tek það á mig. Ég tek þetta tapaða stig á mig. Ég tók leikhlé og hann var mjög lengi að flauta leikhléið. Ég var ósáttur við það og brást of harkalega við,“ sagði Snorri Steinn, þjálfari Vals, í leikslok þegar hann var spurður út í lokakaflann. En áttu strákarnir hans ekki að gera betur þrátt fyrir að vera tveimur færri? „Það eru skrýtnir dómar og við erum tveimur færri. Við hefðum klárlega getað gert betur og það er lélegt að missa þetta niður en ég er mjög ánægður og gríðarlega stoltur af strákunum. Það er búið að vera erfitt hjá okkur. Við höfum verið gagnrýndir og það var allt annað að sjá liðið í dag.“ Gagnrýnin hefur átt rétt á sér. Við höfum verið andlausir og þá er allt í lagi að gagnrýna okkur. Við tókum það til okkar og þetta var það sem ég vildi sjá frá liðinu,“ sagði Snorri. Þorgils Jón Svölu Baldursson og Einar Þorsteinn Ólafsson voru í stóru hlutverki í varnarleiknum á löngum köflum. Snorri var spurður út í þeirra frammistöðu. „Þeir voru geggjaðir. Einar var frábær.“ Jónatan: Við vorum í vandræðum allan leikinn Jónatan Magnússon, þjálfari KA, var kampakátur í leikslok. Hafði hann trú á því að geta fengið eitthvað út úr leiknum þegar lið hans var fjórum mörkum undir og tvær mínútur til leiksloka? „Já. Þeir eru færri og við gátum leyft okkur að fara framar. Valsararnir lentu í vandræðum og við náðum að vinna boltann nógu oft til að jafna,“ sagði Jónatan. „Við vorum í vandræðum allan leikinn. Við vorum ekki góðir sóknarlega í fyrri hálfleik, skorum bara tíu mörk. Þegar við komumst í vörnina náðum við að standa hana ágætlega. Mér fannst við vera undir í baráttunni í fyrri hálfleik,“ sagði Jónatan. Ólafur Gústafsson var á leikskýrslu hjá KA og tók þátt í upphitun liðsins en þó var augljóst að hann gengi ekki heill til skógar. Jónatan staðfesti það í leikslok og sagði að það hefði aldrei komið til greina að Ólafur myndi spila í kvöld. „Hann fékk högg í síðasta leik og var ekki klár í dag.“ KA-menn hófu vikuna á útileik gegn ÍBV síðastliðinn mánudag en þeim leik fylgdi þriggja daga ferðalag. Vikunni mun svo ljúka á öðrum grannaslag en það mun þó taka KA-menn innan við þrjár mínútur að ferðast í hann þar sem þeir mæta nágrönnum sínum í Þór næstkomandi sunnudag. „Ég hef trú á að þeir sem mæti til leiks á sunnudag verði klárir að berjast. Við vissum fyrir fram að þetta yrði mjög krefjandi vika og það er lítið æft. Við höfum bara verið að ferðast og nú er það bara endurheimt fyrir sunnudaginn. Við stefndum að því að taka eins mörg stig og við gætum út úr þessari viku. Nú eru þau orðin þrjú og við ætlum að ná í tvö í viðbót á sunnudaginn,“ sagði Jónatan að endingu. Olís-deild karla KA Valur
Það var hart barist á Akureyri í kvöld þegar KA-menn fengu Valsara í heimsókn í tíundu umferð Olís-deildar karla en eitt stig skildi liðin að í deildinni þegar kom að leik kvöldsins. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en Valur tók frumkvæðið þegar leið á fyrri hálfleikinn. Valsarar leiddu með þremur mörkum í leikhléi, 10-13. Bæði lið voru frekar lengi í gang sóknarlega en helsta ástæðan fyrir forystu Valsmanna í leikhléi var hversu vel vel þeir nýttu unna bolta í vörninni og breyttu þeim í auðveld hraðaupphlaupsmörk. Í síðari hálfleiknum voru Valsmenn áfram með frumkvæðið en náðu aldrei að slíta heimamenn almennilega frá sér. Munurinn nær allan tímann þrjú til fjögur mörk. Valsmenn voru svo með pálmann í höndunum og virtust vera að sigla tveimur stigum í höfn þegar þeir náðu sex marka forystu, 20-26 og aðeins fimm mínútur til leiksloka. Heimamenn neituðu að gefast upp og náðu að minnka muninn í þrjú mörk á innan við mínútu. Þegar rétt rúmar tvær mínútur lifðu leiks kom Arnór Snær Óskarsson gestunum hinsvegar í fjögurra marka forystu, 23-27 og virtist þá björninn unninn. Upp hófst í kjölfarið ótrúleg atburðarás. Magnús Óli Magnússon fær dæmt á sig vítakast og tveggja mínútna brottvísun. KA-menn skora úr vítinu. Í kjölfarið biður Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, um leikhlé. Snorri var afar ósáttur við störf ritaraborðsins vegna þess hve langan tíma það tók að fá leikhléið í gegn. Snorri barði í ritaraborðið af alefli og fékk fyrir það tveggja mínútna brottvísun. Valsmenn þar með skyndilega orðnir tveimur færri og KA-menn komnir með blóð á tennurnar. KA tókst að nýta sér liðsmuninn eins vel og mögulegt var og Sigþór Gunnar Jónsson jafnaði metin í 27-27 á lokaandartökum leiksins. Jafntefli því niðurstaðan. KA-menn himinlifandi eftir magnaðan lokasprett en Valsmenn hundóánægðir með störf dómaranna á lokakaflanum. Létu einhverjir leikmenn Vals skapið hlaupa með sig í gönur og fékk Stiven Tobar Valencia meðal annars að líta rauða spjaldið í leikslok. Afhverju varð jafntefli? Valsmenn leiddu leikinn nær allan tímann en KA-menn neituðu að gefast upp þrátt fyrir að staðan væri orðin vonlítil. Lokakaflinn hefði ekki getað spilast betur fyrir heimamenn og Valsmenn, bæði leikmenn og þjálfari, gefa KA-mönnum leið inn í leikinn með því að láta reka sig útaf. Bestu menn vallarins? Anton Rúnarsson var markahæstur í liði Vals með átta mörk, þar af sex af vítalínunni þar sem hann var feykiöruggur. Stýrði sóknarleik Vals af festu. Einar Þorsteinn Ólafsson sýndi skemmtilega takta í varnarleiknum hjá gestunum. Jóhann Geir Sævarsson var markahæstur í liði KA með sjö mörk. Fór vel með færin sín. Annars var það liðsheild og eljusemi KA-manna sem skilaði stiginu í kvöld. Hvað gekk illa? Hægri vængur KA í fyrri hálfleik. Áki Egilsnes og Árni Bragi Eyjólfsson eru tveir af mikilvægustu sóknarmönnum KA. Þeir voru með samtals eitt mark fyrstu 30 mínúturnar. Afleit færanýting Árna Braga og fjölmargir tapaðir boltar hjá Áka. Báðir svöruðu hressilega fyrir sig í síðari hálfleik og áttu stóran þátt í endurkomu KA. Hvað er næst? KA-menn fá stutta hvíld því þeirra bíður bæjarslagur næstkomandi sunnudag þegar þeir heimsækja Þórsara í Íþróttahöllina á Akureyri. Valur fær einum degi meira í hvíld þar sem þeir fá Aftureldingu í heimsókn á mánudag. Snorri Steinn: Ég tek þetta tapaða stig á mig „Þetta var mér að kenna. Tvær mínútur á bekkinn og ég tek það á mig. Ég tek þetta tapaða stig á mig. Ég tók leikhlé og hann var mjög lengi að flauta leikhléið. Ég var ósáttur við það og brást of harkalega við,“ sagði Snorri Steinn, þjálfari Vals, í leikslok þegar hann var spurður út í lokakaflann. En áttu strákarnir hans ekki að gera betur þrátt fyrir að vera tveimur færri? „Það eru skrýtnir dómar og við erum tveimur færri. Við hefðum klárlega getað gert betur og það er lélegt að missa þetta niður en ég er mjög ánægður og gríðarlega stoltur af strákunum. Það er búið að vera erfitt hjá okkur. Við höfum verið gagnrýndir og það var allt annað að sjá liðið í dag.“ Gagnrýnin hefur átt rétt á sér. Við höfum verið andlausir og þá er allt í lagi að gagnrýna okkur. Við tókum það til okkar og þetta var það sem ég vildi sjá frá liðinu,“ sagði Snorri. Þorgils Jón Svölu Baldursson og Einar Þorsteinn Ólafsson voru í stóru hlutverki í varnarleiknum á löngum köflum. Snorri var spurður út í þeirra frammistöðu. „Þeir voru geggjaðir. Einar var frábær.“ Jónatan: Við vorum í vandræðum allan leikinn Jónatan Magnússon, þjálfari KA, var kampakátur í leikslok. Hafði hann trú á því að geta fengið eitthvað út úr leiknum þegar lið hans var fjórum mörkum undir og tvær mínútur til leiksloka? „Já. Þeir eru færri og við gátum leyft okkur að fara framar. Valsararnir lentu í vandræðum og við náðum að vinna boltann nógu oft til að jafna,“ sagði Jónatan. „Við vorum í vandræðum allan leikinn. Við vorum ekki góðir sóknarlega í fyrri hálfleik, skorum bara tíu mörk. Þegar við komumst í vörnina náðum við að standa hana ágætlega. Mér fannst við vera undir í baráttunni í fyrri hálfleik,“ sagði Jónatan. Ólafur Gústafsson var á leikskýrslu hjá KA og tók þátt í upphitun liðsins en þó var augljóst að hann gengi ekki heill til skógar. Jónatan staðfesti það í leikslok og sagði að það hefði aldrei komið til greina að Ólafur myndi spila í kvöld. „Hann fékk högg í síðasta leik og var ekki klár í dag.“ KA-menn hófu vikuna á útileik gegn ÍBV síðastliðinn mánudag en þeim leik fylgdi þriggja daga ferðalag. Vikunni mun svo ljúka á öðrum grannaslag en það mun þó taka KA-menn innan við þrjár mínútur að ferðast í hann þar sem þeir mæta nágrönnum sínum í Þór næstkomandi sunnudag. „Ég hef trú á að þeir sem mæti til leiks á sunnudag verði klárir að berjast. Við vissum fyrir fram að þetta yrði mjög krefjandi vika og það er lítið æft. Við höfum bara verið að ferðast og nú er það bara endurheimt fyrir sunnudaginn. Við stefndum að því að taka eins mörg stig og við gætum út úr þessari viku. Nú eru þau orðin þrjú og við ætlum að ná í tvö í viðbót á sunnudaginn,“ sagði Jónatan að endingu.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti