Draumaheimilið er sjónvarpsþáttur þar sem fylgst er með Íslendingum í fasteignahugleiðingum taka eina af stærstu ákvörðunum lífsins, hvaða eign skal kaupa.
Í gær skoðaði parið Oddný María Kristinsdóttir og Almar Ögmundsson þrjár eignir í þeirri von um að finna draumaeignina.
Í lokin völdu þau sér síðan eign til að bjóða og í og það gekk eftir og í dag eiga þau draumaeignina í Kópavogi.
Í þættinum í gær skoðuðu þau blokkaríbúð í Hvassaleiti á fjórðu hæð. Íbúðin var áður í eigu Árnastofnun og þar mátti sjá einstaklega fallega bókarhillu sem þar sem var áður inni í stofu en eftir að fyrri eigendur opnuðu á milli stofunnar og eldhússins var ákveðið að halda í gömlu fallegu bókarhilluna.
Þau Oddný og Almar tóku ákvörðun um að fjárfesta ekki í þessari eign en voru samt sem áður nokkuð hrifin. Það var söngkonan og fasteignasalinn Hera Björk sem sýndi parinu allar eignirnar þrjár.