Fjölda drengja rænt úr skóla í Nígeríu Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2021 13:59 Myndin tengist fréttinni ekki beint en skólar eru vinsæl skotmörk glæpagengja í Nígeríu. Getty/Olukayode Jaiyeola Vopnaðir menn myrtu minnst einn nemanda og rændu minnst 27 í árás á skóla í Nígeríu í nótt. Þremur starfsmönnum og tólf ættingjum nemenda var einnig rænt í árásinni. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en samkvæmt frétt BBC er tiltölulega algengt í Nígeríu að glæpagengi ræni fólki með því markmiðið að krefja fjölskyldur þeirra um lausnargjald. Á mánudaginn var tuttugu manns rænt úr rútu í Nígerhéraði. Þá er rifjað upp í frétt Reuters að sambærileg árás átti sér stað í Katsinahéraði fyrir um tveimur mánuðum. Þá rændu vopnaðir menn tæplega 350 drengjum úr skóla en þeim var bjargað af öryggissveitum. Hryðjuverkasamtökin Boko Haram og systursamtök Íslamska ríkisins eru virk í norðurhluta Nígeríu og gætu sömuleiðis hafa gert árásina. Um 600 ungir drengir voru sofandi í heimavist skólans sem er í Kagara í Nígerhéraði Nígeríu. Mennirnir sem réðust á skólann voru klæddir í herbúninga og hófst árásin um klukkan tvö að nóttu til. Mennirnir eru sagðir hafa bankað hjá nemendum og beðið þá um að koma saman í sal skólans. Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, hefur lýst árásinni sem heygulslegri og er búið að kalla út herinn sem á að hjálpa við að bjarga þeim sem rænt var. Forsetinn hefur verið undir töluverðum þrýstingi varðandi versnandi öryggisástand í Nígeríu. Nígería Tengdar fréttir Björguðu tugum barna eftir byssubardaga Lögregla í Nígeríu segist hafa bjargað minnst 84 börnum á grunnskólaaldri sem rænt var í gær. 20. desember 2020 21:45 Menntaskóladrengirnir sloppnir úr haldi Boko Haram Meira en þrjú hundruð menntaskóladrengir í Nígeríu sem var rænt í síðustu viku úr heimavistarskóla í Katsina héraðinu hafa sloppið úr haldi ræningja sinna. 17. desember 2020 23:23 Boko Haram segist bera ábyrgð á hvarfi 320 nemenda Maður sem sagðist leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í Nígeríu sagði í dag að samtökin bæru ábyrgð á hvarfi meira en þrjú hundruð menntaskóladrengja. Þetta hefur þó ekki verið staðfest. Drengjunum var rænt úr skólanum sem þeir sækja á föstudag. 15. desember 2020 22:23 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en samkvæmt frétt BBC er tiltölulega algengt í Nígeríu að glæpagengi ræni fólki með því markmiðið að krefja fjölskyldur þeirra um lausnargjald. Á mánudaginn var tuttugu manns rænt úr rútu í Nígerhéraði. Þá er rifjað upp í frétt Reuters að sambærileg árás átti sér stað í Katsinahéraði fyrir um tveimur mánuðum. Þá rændu vopnaðir menn tæplega 350 drengjum úr skóla en þeim var bjargað af öryggissveitum. Hryðjuverkasamtökin Boko Haram og systursamtök Íslamska ríkisins eru virk í norðurhluta Nígeríu og gætu sömuleiðis hafa gert árásina. Um 600 ungir drengir voru sofandi í heimavist skólans sem er í Kagara í Nígerhéraði Nígeríu. Mennirnir sem réðust á skólann voru klæddir í herbúninga og hófst árásin um klukkan tvö að nóttu til. Mennirnir eru sagðir hafa bankað hjá nemendum og beðið þá um að koma saman í sal skólans. Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, hefur lýst árásinni sem heygulslegri og er búið að kalla út herinn sem á að hjálpa við að bjarga þeim sem rænt var. Forsetinn hefur verið undir töluverðum þrýstingi varðandi versnandi öryggisástand í Nígeríu.
Nígería Tengdar fréttir Björguðu tugum barna eftir byssubardaga Lögregla í Nígeríu segist hafa bjargað minnst 84 börnum á grunnskólaaldri sem rænt var í gær. 20. desember 2020 21:45 Menntaskóladrengirnir sloppnir úr haldi Boko Haram Meira en þrjú hundruð menntaskóladrengir í Nígeríu sem var rænt í síðustu viku úr heimavistarskóla í Katsina héraðinu hafa sloppið úr haldi ræningja sinna. 17. desember 2020 23:23 Boko Haram segist bera ábyrgð á hvarfi 320 nemenda Maður sem sagðist leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í Nígeríu sagði í dag að samtökin bæru ábyrgð á hvarfi meira en þrjú hundruð menntaskóladrengja. Þetta hefur þó ekki verið staðfest. Drengjunum var rænt úr skólanum sem þeir sækja á föstudag. 15. desember 2020 22:23 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Björguðu tugum barna eftir byssubardaga Lögregla í Nígeríu segist hafa bjargað minnst 84 börnum á grunnskólaaldri sem rænt var í gær. 20. desember 2020 21:45
Menntaskóladrengirnir sloppnir úr haldi Boko Haram Meira en þrjú hundruð menntaskóladrengir í Nígeríu sem var rænt í síðustu viku úr heimavistarskóla í Katsina héraðinu hafa sloppið úr haldi ræningja sinna. 17. desember 2020 23:23
Boko Haram segist bera ábyrgð á hvarfi 320 nemenda Maður sem sagðist leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í Nígeríu sagði í dag að samtökin bæru ábyrgð á hvarfi meira en þrjú hundruð menntaskóladrengja. Þetta hefur þó ekki verið staðfest. Drengjunum var rænt úr skólanum sem þeir sækja á föstudag. 15. desember 2020 22:23