Vonandi hægt að opna neyslurými þegar nýr bíll verður afhentur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 12:20 Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. vísir/Arnar Hægt verður að opna tímabundið neyslurými í bíl Frú Ragnheiðar þar til varanlegt rými verður tekið í notkun samkvæmt nýrri reglugerð. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar segir að úrræðið muni bjarga mannslífum og vonast til þess að hægt verði að nýta eldri bíl starfseminnar þegar sá nýji verður afhentur. Neyslurými er í lögum skilgreint sem lagalega verndað umhverfi þar sem neytendur yfir átján ára aldri geta sprautað fíkniefnum í æð undir eftirliti starfsfólks við öruggar aðstæður. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, staðfesti í gær reglugerð þar sem úrræðið er útfært nánar og í henni er bráðabirgðaákvæði sem gerir verkefninu Frú Ragnheiði, sem Rauði krossinn rekur, kleift að nýta bíl starfseminnar tímabundið sem neyslurými þar til varanlegt rými verður opnað. Safnað var fyrir nýjum bíl fyrir starfsemina í fyrra og Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar, segir að nú sé verið að innrétta hann og fæst hann vonandi afhentur á næstu mánuðum. Ekki sé hægt að opna neyslurými í bílnum sem nú er í notkun fyrr en sá nýji er kominn á göturnar. „Út af því að þá myndi þjónustan okkar skerðast eins og hún er í dag og við þurfum að standa með notendum og tryggja þessa þjónustu sem við veitum á hverjum degi, sem er mjög mikil og mjög þung, og er þessi nálaskipta- og heilbrigðisþjónusta á vettvangi í lágþröskuldaþjónstu. Og það er búið að vera mjög mikið álag á verkefninu síðasta árið eftir að heimsfaraldurinn skall á,“ segir Elísabet. Elísabet vonar að opnun neyslurýmis sé ofarlega á forgangslista sveitarfélaga.vísir/vilhelm Hún segir erfitt að meta fjöldann sem myndi nota neyslurými en hann er þó áætlaður í kringum heimilislausa fíkniefnanotendur. „Í tölfræði Frú Ragnheiðar í fyrra voru rúmlega 280 einstaklingar sem skilgreindu sig sem heimilislaus á þeim tímapunkti sem þau leituðu til okkar.“ Elísabet segir að neyslurými muni bjarga mannslífum. „Grundvallarmarkmiðið með neyslurými er auðvitað að koma í veg fyrir dauðsföll. Og árið 2020 var mjög þungt og það urðu mörg dauðsföll sem við urðum vitni að vegna ofskömmtunar.“ Rekstur neyslurýma verður á hendi sveitarfélaga og Elísabet vonar að starfsemin sé ofarlega á forgangslista þeirra. „Núna er hægt að sækja um starfsleyfi fyrir neyslurýmum hjá embætti Landlæknis og það ætti ekki að vera nein fyrirstaða fyrir því að sækja um. Þannig að ég vona að sem flest sveitarfélög sæki um að fá að rekja þetta gangreynda úrræði til þess að draga úr dauðsföllum íbúa sinna,“ segir Elísabet. Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Fíkn Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Neyslurými er í lögum skilgreint sem lagalega verndað umhverfi þar sem neytendur yfir átján ára aldri geta sprautað fíkniefnum í æð undir eftirliti starfsfólks við öruggar aðstæður. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, staðfesti í gær reglugerð þar sem úrræðið er útfært nánar og í henni er bráðabirgðaákvæði sem gerir verkefninu Frú Ragnheiði, sem Rauði krossinn rekur, kleift að nýta bíl starfseminnar tímabundið sem neyslurými þar til varanlegt rými verður opnað. Safnað var fyrir nýjum bíl fyrir starfsemina í fyrra og Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar, segir að nú sé verið að innrétta hann og fæst hann vonandi afhentur á næstu mánuðum. Ekki sé hægt að opna neyslurými í bílnum sem nú er í notkun fyrr en sá nýji er kominn á göturnar. „Út af því að þá myndi þjónustan okkar skerðast eins og hún er í dag og við þurfum að standa með notendum og tryggja þessa þjónustu sem við veitum á hverjum degi, sem er mjög mikil og mjög þung, og er þessi nálaskipta- og heilbrigðisþjónusta á vettvangi í lágþröskuldaþjónstu. Og það er búið að vera mjög mikið álag á verkefninu síðasta árið eftir að heimsfaraldurinn skall á,“ segir Elísabet. Elísabet vonar að opnun neyslurýmis sé ofarlega á forgangslista sveitarfélaga.vísir/vilhelm Hún segir erfitt að meta fjöldann sem myndi nota neyslurými en hann er þó áætlaður í kringum heimilislausa fíkniefnanotendur. „Í tölfræði Frú Ragnheiðar í fyrra voru rúmlega 280 einstaklingar sem skilgreindu sig sem heimilislaus á þeim tímapunkti sem þau leituðu til okkar.“ Elísabet segir að neyslurými muni bjarga mannslífum. „Grundvallarmarkmiðið með neyslurými er auðvitað að koma í veg fyrir dauðsföll. Og árið 2020 var mjög þungt og það urðu mörg dauðsföll sem við urðum vitni að vegna ofskömmtunar.“ Rekstur neyslurýma verður á hendi sveitarfélaga og Elísabet vonar að starfsemin sé ofarlega á forgangslista þeirra. „Núna er hægt að sækja um starfsleyfi fyrir neyslurýmum hjá embætti Landlæknis og það ætti ekki að vera nein fyrirstaða fyrir því að sækja um. Þannig að ég vona að sem flest sveitarfélög sæki um að fá að rekja þetta gangreynda úrræði til þess að draga úr dauðsföllum íbúa sinna,“ segir Elísabet.
Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Fíkn Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira