Serena spennt fyrir viðureigninni gegn Osaka í undanúrslitum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2021 23:01 Serena hefur spilað vel í Ástralíu. EPA-EFE/DAVE HUNT Segja má að drottningin og prinsessan mætist í undanúrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis á fimmtudag, þann 18. febrúar, þegar Serena Williams og hin 23 ára gamla Naomi Osaka mætast. Serena er mjög spennt fyrir einvíginu. Þær Serena og Osaka mættust í úrslitum Opna bandaríska meistaramótsins árið 2018 þar sem Osaka kom öllum á óvart og vann glæstan sigur. Sigur Osaka féll í skuggann af því þegar Williams lét Carlos Ramos dómara heyra það eftir það sem var að hennar mati slæmur dómur. Serena bað Osaka afsökunar í kjölfarið þar sem fréttamiðlar fjölluðu í raun meira um það heldur en sigur Osaka. Hún fyrirgaf Serenu þó auðveldlega enda má segja að Williams hafi verið átrúnaðargoð Osaka frá unga aldri. Kominn tími á sigur Hin 39 ára gamla Serena Williams er komin í undanúrslit í Ástralíu í fyrsta skipti síðan hún vann mótið 2017, þá ólétt. Síðan hún eignaðist dóttur sína, Alexis Olympia Ohanian Junior, hefur hún fjórum sinnum komist í úrslit á risamótum en alltaf beðið ósigur. Henni líður hins vegar vel fyrir komandi undanúrslitaleik. Karatsev continues magic run Djokovic wills his way to a win Serena shines against HalepThe home stretch is here. Don't miss a moment of all that unfolded on Day 9 with The AO Show #AusOpen | #AO2021— #AusOpen (@AustralianOpen) February 16, 2021 „Mér líður vel. Ég hef haldið dampi, sem var augljóslega markmiðið. Ég á eftir að mæta mögnuðum mótherja svo það væri gaman ef ég held áfram að bæta leik minn. Ég verð að gera það. Ég er komin í undanúrslit sem er nokkuð magnað svo það er spennandi,“ sagði Serena eftir að hafa unnið Simona Halep í síðustu umferð. Halep, sem vann Serenu í úrslitum á Wimbledon 2019, hrósaði mótherja sínum og sagði hana hafa spilað frábærlega. Það verður því spennandi að sjá hvað gerist á fimmtudag þegar tennis drottningin mætir tennis prinsessunni, þegar aðdáandinn mætir átrúnaðargoðinu. Tennis Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Sjá meira
Þær Serena og Osaka mættust í úrslitum Opna bandaríska meistaramótsins árið 2018 þar sem Osaka kom öllum á óvart og vann glæstan sigur. Sigur Osaka féll í skuggann af því þegar Williams lét Carlos Ramos dómara heyra það eftir það sem var að hennar mati slæmur dómur. Serena bað Osaka afsökunar í kjölfarið þar sem fréttamiðlar fjölluðu í raun meira um það heldur en sigur Osaka. Hún fyrirgaf Serenu þó auðveldlega enda má segja að Williams hafi verið átrúnaðargoð Osaka frá unga aldri. Kominn tími á sigur Hin 39 ára gamla Serena Williams er komin í undanúrslit í Ástralíu í fyrsta skipti síðan hún vann mótið 2017, þá ólétt. Síðan hún eignaðist dóttur sína, Alexis Olympia Ohanian Junior, hefur hún fjórum sinnum komist í úrslit á risamótum en alltaf beðið ósigur. Henni líður hins vegar vel fyrir komandi undanúrslitaleik. Karatsev continues magic run Djokovic wills his way to a win Serena shines against HalepThe home stretch is here. Don't miss a moment of all that unfolded on Day 9 with The AO Show #AusOpen | #AO2021— #AusOpen (@AustralianOpen) February 16, 2021 „Mér líður vel. Ég hef haldið dampi, sem var augljóslega markmiðið. Ég á eftir að mæta mögnuðum mótherja svo það væri gaman ef ég held áfram að bæta leik minn. Ég verð að gera það. Ég er komin í undanúrslit sem er nokkuð magnað svo það er spennandi,“ sagði Serena eftir að hafa unnið Simona Halep í síðustu umferð. Halep, sem vann Serenu í úrslitum á Wimbledon 2019, hrósaði mótherja sínum og sagði hana hafa spilað frábærlega. Það verður því spennandi að sjá hvað gerist á fimmtudag þegar tennis drottningin mætir tennis prinsessunni, þegar aðdáandinn mætir átrúnaðargoðinu.
Tennis Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Sjá meira