Segir Valsmenn í djúpum andlegum dal Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2021 17:00 Theodór Ingi Pálmason og Ásgeir Örn Hallgrímsson fóru yfir stóru málin í Seinni bylgjunni í gær. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar segja Valsmenn ekki eiga sér neinar málsbætur eftir tapið slæma gegn Stjörnunni í gær, í Olís-deild karla í handbolta. Valur hefur nú tapað gegn Fram, Selfossi og Stjörnunni eftir að keppni hófst að nýju undir lok janúar, en unnið Þór Akureyri og Gróttu. Fjóra sterka leikmenn vantar í lið Vals, þá Agnar Smára Jónsson, Róbert Aron Hostert, Tjörva Tý Gíslason og Þorgils Jón Svölu Baldursson „Þetta er búið að vera dapurt eftir pásuna. Jú, jú, það eru menn í meiðslum og svona en mér finnst það ekki nein afsökun. Þú ert með Magnús Óla þarna, Tuma Stein, Anton Rúnarsson. Þetta eru leikmenn sem eiga að vera með nægilega mikil gæði til að gera þetta betur,“ sagði Theodór Ingi Pálmason í Seinni bylgjunni í gærkvöld. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Slakar sóknir Vals Magnús Óli Magnússon, sem lék með íslenska landsliðinu á HM í Egyptalandi í síðasta mánuði, var langt frá sínu besta í gær: „Þó að hann hafi endað með sex mörk þá var hann hræðilegur í þessum leik í 50 mínútur. Hann skoraði þrjú mörk þarna í lokin þegar leikurinn var búinn. Ég veit ekki alveg hvað er í gangi þarna. Hvort þetta sé eitthvað andlegt eða hvað. Það er ekki hægt að skrifa þetta á að það vanti Róbert og Agnar Smára,“ sagði Theodór. En það er ekki bara sóknarleikur Vals sem mætti vera betri: „Ég held að þetta einskorðist ekki bara við sóknarleikinn, þó að hann sé skelfilegur. Varnarleikurinn var eiginlega alveg jafnskelfilegur,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, og bætti við: „Þá er þetta mjög líklega eitthvað andlegt. Þeir eru í einhverjum djúpum, andlegum dal. Vantar eitthvað sjálfstraust. Einhvern neista. Það er eitthvað sem að þjálfararnir eru væntanlega mikið að vinna í. En hverjir eru leiðtogarnir í liðinu og hvernig eru þeir að draga þetta áfram?“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir Patrekur með gott tak á Snorra Steini Patrekur Jóhannesson stýrði Stjörnunni til sannfærandi sigurs á móti Val í Olís deild karla í handbolta í gær og hélt þar með í þá hefð sína að fagna sigri á móti Snorra Steini Guðjónssyni. 16. febrúar 2021 12:00 Snorri Steinn: Ömurleg frammistaða og okkur ekki til sóma Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var þungur á brún eftir tapið stóra fyrir Stjörnunni í kvöld, 27-35. 15. febrúar 2021 20:17 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 27-35 | Stjörnumenn rústuðu Valsmönnum Stjörnumenn gerðu góða ferð á Hlíðarenda og rúlluðu yfir Valsmenn, 27-35, í 9. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 15. febrúar 2021 20:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Sjá meira
Fjóra sterka leikmenn vantar í lið Vals, þá Agnar Smára Jónsson, Róbert Aron Hostert, Tjörva Tý Gíslason og Þorgils Jón Svölu Baldursson „Þetta er búið að vera dapurt eftir pásuna. Jú, jú, það eru menn í meiðslum og svona en mér finnst það ekki nein afsökun. Þú ert með Magnús Óla þarna, Tuma Stein, Anton Rúnarsson. Þetta eru leikmenn sem eiga að vera með nægilega mikil gæði til að gera þetta betur,“ sagði Theodór Ingi Pálmason í Seinni bylgjunni í gærkvöld. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Slakar sóknir Vals Magnús Óli Magnússon, sem lék með íslenska landsliðinu á HM í Egyptalandi í síðasta mánuði, var langt frá sínu besta í gær: „Þó að hann hafi endað með sex mörk þá var hann hræðilegur í þessum leik í 50 mínútur. Hann skoraði þrjú mörk þarna í lokin þegar leikurinn var búinn. Ég veit ekki alveg hvað er í gangi þarna. Hvort þetta sé eitthvað andlegt eða hvað. Það er ekki hægt að skrifa þetta á að það vanti Róbert og Agnar Smára,“ sagði Theodór. En það er ekki bara sóknarleikur Vals sem mætti vera betri: „Ég held að þetta einskorðist ekki bara við sóknarleikinn, þó að hann sé skelfilegur. Varnarleikurinn var eiginlega alveg jafnskelfilegur,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, og bætti við: „Þá er þetta mjög líklega eitthvað andlegt. Þeir eru í einhverjum djúpum, andlegum dal. Vantar eitthvað sjálfstraust. Einhvern neista. Það er eitthvað sem að þjálfararnir eru væntanlega mikið að vinna í. En hverjir eru leiðtogarnir í liðinu og hvernig eru þeir að draga þetta áfram?“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir Patrekur með gott tak á Snorra Steini Patrekur Jóhannesson stýrði Stjörnunni til sannfærandi sigurs á móti Val í Olís deild karla í handbolta í gær og hélt þar með í þá hefð sína að fagna sigri á móti Snorra Steini Guðjónssyni. 16. febrúar 2021 12:00 Snorri Steinn: Ömurleg frammistaða og okkur ekki til sóma Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var þungur á brún eftir tapið stóra fyrir Stjörnunni í kvöld, 27-35. 15. febrúar 2021 20:17 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 27-35 | Stjörnumenn rústuðu Valsmönnum Stjörnumenn gerðu góða ferð á Hlíðarenda og rúlluðu yfir Valsmenn, 27-35, í 9. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 15. febrúar 2021 20:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Sjá meira
Patrekur með gott tak á Snorra Steini Patrekur Jóhannesson stýrði Stjörnunni til sannfærandi sigurs á móti Val í Olís deild karla í handbolta í gær og hélt þar með í þá hefð sína að fagna sigri á móti Snorra Steini Guðjónssyni. 16. febrúar 2021 12:00
Snorri Steinn: Ömurleg frammistaða og okkur ekki til sóma Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var þungur á brún eftir tapið stóra fyrir Stjörnunni í kvöld, 27-35. 15. febrúar 2021 20:17
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 27-35 | Stjörnumenn rústuðu Valsmönnum Stjörnumenn gerðu góða ferð á Hlíðarenda og rúlluðu yfir Valsmenn, 27-35, í 9. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 15. febrúar 2021 20:30