Umdeilt frumvarp um öfgar líklegast samþykkt í franska þinginu í dag Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2021 11:38 Frá því þegar umræður um frumvarpið fóru fram í þinginu í síðustu viku. EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON Þingmenn neðri deildar Frakklandsþings munu í dag greiða atkvæði um umdeilt lagafrumvarp. Ráðmenn segja frumvarpinu ætlað að draga úr öfgum og verja franska lýðveldið og gildi þess en gagnrýnendur segja frumvarpið brjóta gegn trúfrelsi og koma niður á múslimum í Frakklandi. Gagnrýnendur segja einnig að með frumvarpinu sé Emmanuel Macron, forseti Frakklands, að reyna að tryggja sér atkvæði hægri sinnaðra kjósenda í forsetakosningum næsta árs. Þeir segja ríkið þegar hafa þau tól sem þurfi til að berjast gegn öfgum og hafa mótmæli farið fram í París. Verði frumvarpið að lögum fengi ríkið meðal annars frekari heimildir til að berjast gegn öfgum, auk eftirlit með moskum og skólum á vegum trúfélaga og tryggja að bænaprestar fái þjálfun í Frakklandi. Þá fengju embættismenn heimildir til að stöðva fjölkvæni og bjarga konum sem hafa verið þvingaðar í hjónabönd. Þar að auki myndu lögin takmarka heimaskólun barna verulega. Macron boðaði frumvarpið í kjölfar grimmilegs morðs kennarans Samuels Paty og sagði hann markmið ríkisstjórnar hans meðal annars að tryggja franska veraldarhyggju og hlutleysi trúarbragða í Frakklandi. Sjá einnig: Macron hefur baráttu gegn aðskilnaðaröflum Macron skrifaði í nóvember grein í Financial Times um frumvarpið, þar sem hann sagði að barátta ríkisins væri ekki gegn múslimum heldur öfgum. Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Kennarar segja það hafa orðið erfiðara á undanförnum árum. Sjá einnig: Franskir kennarar vilja leiðbeiningar og vernd Fastlega er búist við því að frumvarpið verði samþykkt af þingmönnum neðri deildar þingsins. Öldungadeildin mun þó taka frumvarpið til umfjöllunar í kjölfarið og samkvæmt frétt France24 gætu verið gerðar breytingar á því þar. Hér má sjá sjónvarpsfrétt France 24, þar sem meðal annars er farið yfir hvað frumvarpið felur í sér. Gerald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, sagði eftir lokaumræður um frumvarpið á laugardaginn að það veitti varnir gegn íslömskum öfgum, sem hann sagði hugmyndafræði sem væri andvíg gildum lýðveldis Frakklands. Öfgamenn hafa gert fjölmargar mannskæðar árásir, þar á meðal hryðjuverkaárásir í Frakklandi á undanförnum árum. Morð Paty vakti mikla athygli en hann hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af Múhammeð spámanni. Áður en hann gerði það, bauð hann nemendum sem vildu ekki sjá þær að yfirgefa kennslustofuna. Foreldrar mótmæltu þessu harðlega og baðst Paty á endanum afsökunar. Nokkru síðar hófu nokkrir foreldrar herferð gegn Paty og þar á meðal einn maður sem sagði í myndbandi sem hann birti á netinu að Paty hefði rekið dóttur sína úr kennslustofunni. Dóttir þess manns var þó ekki í tímum hjá Paty og er hann meðal þeirra sem hafa verið ákærðir vegna morðsins. Hinn átján ára gamli Abdoullakh Anzorov sá myndbandið og myrti hann Paty og skar af honum höfuðið. Anzorov var svo í kjölfarið skotinn til bana af lögregluþjónum. Frakkland Trúmál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Gagnrýnendur segja einnig að með frumvarpinu sé Emmanuel Macron, forseti Frakklands, að reyna að tryggja sér atkvæði hægri sinnaðra kjósenda í forsetakosningum næsta árs. Þeir segja ríkið þegar hafa þau tól sem þurfi til að berjast gegn öfgum og hafa mótmæli farið fram í París. Verði frumvarpið að lögum fengi ríkið meðal annars frekari heimildir til að berjast gegn öfgum, auk eftirlit með moskum og skólum á vegum trúfélaga og tryggja að bænaprestar fái þjálfun í Frakklandi. Þá fengju embættismenn heimildir til að stöðva fjölkvæni og bjarga konum sem hafa verið þvingaðar í hjónabönd. Þar að auki myndu lögin takmarka heimaskólun barna verulega. Macron boðaði frumvarpið í kjölfar grimmilegs morðs kennarans Samuels Paty og sagði hann markmið ríkisstjórnar hans meðal annars að tryggja franska veraldarhyggju og hlutleysi trúarbragða í Frakklandi. Sjá einnig: Macron hefur baráttu gegn aðskilnaðaröflum Macron skrifaði í nóvember grein í Financial Times um frumvarpið, þar sem hann sagði að barátta ríkisins væri ekki gegn múslimum heldur öfgum. Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Kennarar segja það hafa orðið erfiðara á undanförnum árum. Sjá einnig: Franskir kennarar vilja leiðbeiningar og vernd Fastlega er búist við því að frumvarpið verði samþykkt af þingmönnum neðri deildar þingsins. Öldungadeildin mun þó taka frumvarpið til umfjöllunar í kjölfarið og samkvæmt frétt France24 gætu verið gerðar breytingar á því þar. Hér má sjá sjónvarpsfrétt France 24, þar sem meðal annars er farið yfir hvað frumvarpið felur í sér. Gerald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, sagði eftir lokaumræður um frumvarpið á laugardaginn að það veitti varnir gegn íslömskum öfgum, sem hann sagði hugmyndafræði sem væri andvíg gildum lýðveldis Frakklands. Öfgamenn hafa gert fjölmargar mannskæðar árásir, þar á meðal hryðjuverkaárásir í Frakklandi á undanförnum árum. Morð Paty vakti mikla athygli en hann hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af Múhammeð spámanni. Áður en hann gerði það, bauð hann nemendum sem vildu ekki sjá þær að yfirgefa kennslustofuna. Foreldrar mótmæltu þessu harðlega og baðst Paty á endanum afsökunar. Nokkru síðar hófu nokkrir foreldrar herferð gegn Paty og þar á meðal einn maður sem sagði í myndbandi sem hann birti á netinu að Paty hefði rekið dóttur sína úr kennslustofunni. Dóttir þess manns var þó ekki í tímum hjá Paty og er hann meðal þeirra sem hafa verið ákærðir vegna morðsins. Hinn átján ára gamli Abdoullakh Anzorov sá myndbandið og myrti hann Paty og skar af honum höfuðið. Anzorov var svo í kjölfarið skotinn til bana af lögregluþjónum.
Frakkland Trúmál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira