Veitur semja við Securitas um uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2021 10:03 Snjallmælar munu smám saman koma í stað gömlu mælanna. Veitur hafa samið við Securitas um uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum, í samning sem metinn er á 1,8 milljarð króna. Til stendur að skipta um 102 þúsund rafmagnsmæla, 55 þúsund varmamæla og þrjú þúsund vatnsmæla á þjónustusvæði Veitna. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Veitum. Þar segir að hafist verði handa við undirbúning verkefnisins á næstu mánuðum en á síðasta ársfjórðungi þessa árs verði lítið svæði tekið fyrir og það „snjallvætt“. „Þar verður um eins konar sannprófunarverkefni að ræða áður en hafist verður handa af fullum krafti við mælaskiptin um mitt næsta ár. Áætlanir gera ráð fyrir að snjallmælavæðingu veitukerfanna verði að fullu lokið í árslok 2024,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að nú muni áætlunarreikningar heyra sögunni til og reikningar byggja á raunnotkun. „Því fylgir að viðskiptavinir geta átt von á árstíðarbundnum sveiflum í orkuútgjöldum. Með nýju mælunum hafa notendur einnig möguleika á að fylgjast með orkunotkuninni á „mínum síðum“ á vef Veitna og gera ráðstafanir til sparnaðar ef þurfa þykir.“ Álestur heyrir sögunni til „Við erum ánægð með samninginn við Securitas, sem er þjónustumiðað og framsækið fyrirtæki. Verkefnið er stórt og það skiptir miklu máli að hafa öfluga samstarfsaðila,“ segir Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna. Hann segir nýju mælana gera Veitum kleift að bæta þjónustu sína og þá mun hefðbundnum heimsóknum til notenda fækka og álestur heyra sögunni til. „Með snjallmælunum fást einnig meiri og betri upplýsingar og yfirsýn um veitukerfin sem nýtast til að gera umgengni um sameiginlegar auðlindir okkar enn ábyrgari.“ Ómar Svavarsson, forstjóri Securitas, segist stoltur af því að fá að taka þátt í einstöku og viðamiklu tækniverkefni en Securitas sé einn fjölmennasti vinnustaður rafiðnaðarmenntaðra starfsmanna á Íslandi. „Þetta spennandi verkefni á mikla samleið með þeirri stafrænu vegferð sem Securitas er á, þar sem lögð er áhersla á snjallvæðingu, gagnsæi og aukna sjálfvirkni. Verkefnið er því í öruggum höndum hjá okkur.“ Orkumál Stafræn þróun Tengdar fréttir Diljá stýrir snjallvæðingu hjá Veitum Diljá Rudolfsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona snjallvæðingar hjá Veitum. 27. janúar 2021 13:22 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá Veitum. Þar segir að hafist verði handa við undirbúning verkefnisins á næstu mánuðum en á síðasta ársfjórðungi þessa árs verði lítið svæði tekið fyrir og það „snjallvætt“. „Þar verður um eins konar sannprófunarverkefni að ræða áður en hafist verður handa af fullum krafti við mælaskiptin um mitt næsta ár. Áætlanir gera ráð fyrir að snjallmælavæðingu veitukerfanna verði að fullu lokið í árslok 2024,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að nú muni áætlunarreikningar heyra sögunni til og reikningar byggja á raunnotkun. „Því fylgir að viðskiptavinir geta átt von á árstíðarbundnum sveiflum í orkuútgjöldum. Með nýju mælunum hafa notendur einnig möguleika á að fylgjast með orkunotkuninni á „mínum síðum“ á vef Veitna og gera ráðstafanir til sparnaðar ef þurfa þykir.“ Álestur heyrir sögunni til „Við erum ánægð með samninginn við Securitas, sem er þjónustumiðað og framsækið fyrirtæki. Verkefnið er stórt og það skiptir miklu máli að hafa öfluga samstarfsaðila,“ segir Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna. Hann segir nýju mælana gera Veitum kleift að bæta þjónustu sína og þá mun hefðbundnum heimsóknum til notenda fækka og álestur heyra sögunni til. „Með snjallmælunum fást einnig meiri og betri upplýsingar og yfirsýn um veitukerfin sem nýtast til að gera umgengni um sameiginlegar auðlindir okkar enn ábyrgari.“ Ómar Svavarsson, forstjóri Securitas, segist stoltur af því að fá að taka þátt í einstöku og viðamiklu tækniverkefni en Securitas sé einn fjölmennasti vinnustaður rafiðnaðarmenntaðra starfsmanna á Íslandi. „Þetta spennandi verkefni á mikla samleið með þeirri stafrænu vegferð sem Securitas er á, þar sem lögð er áhersla á snjallvæðingu, gagnsæi og aukna sjálfvirkni. Verkefnið er því í öruggum höndum hjá okkur.“
Orkumál Stafræn þróun Tengdar fréttir Diljá stýrir snjallvæðingu hjá Veitum Diljá Rudolfsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona snjallvæðingar hjá Veitum. 27. janúar 2021 13:22 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Diljá stýrir snjallvæðingu hjá Veitum Diljá Rudolfsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona snjallvæðingar hjá Veitum. 27. janúar 2021 13:22