Gerði helling fyrir Dag að enda fyrir ofan Ísland á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. febrúar 2021 11:00 Næsta verkefni Dags með japanska landsliðið eru Ólympíuleikarnir á heimavelli. epa/Anne-Christine Poujoulat Dagur Sigurðsson er ánægður með árangur Japans á HM 2021 í Egyptalandi og segir að það hafi verið sætt að enda fyrir ofan Ísland á mótinu. Japanir lentu í 19. sæti á HM, einu sæti ofar en Íslendingar. Japan gerði meðal annars jafntefli við sterkt lið Króatíu í fyrsta leik sínum á mótinu. Í viðtali við RÚV kvaðst Dagur afar sáttur með frammistöðu japanska liðsins á HM. „Mér fannst það ganga frábærlega. Ég var rosalega ánægður með liðið. Ég var svo ánægður með að það var enginn slakur leikur. Það gerði mig hvað stoltastan. Við fengum aldrei neinn skell og vorum inni í öllum leikjum og svo náðum við frábærum úrslitum, það er alltaf rosa gaman.“ Dagur segist ekki hafa náð að fylgjast mikið með íslenska liðinu á HM en segir að það hafi glatt sig að enda fyrir ofan það á mótinu. „Það gerði helling fyrir mig. Það var „ákveðið“ kikk að enda fyrir ofan Ísland á stórmóti með japanska liðið, ég verð að viðurkenna það. Ég kom inn í klefa eftir leikinn og fattaði það að þetta lyfti okkur upp fyrir Íslendingana,“ sagði Dagur sem er nú staddur hér á landi eftir langa dvöl í Japan og svo í Egyptalandi. Ótrúlega flókið að halda Ólympíuleikana Framundan eru Ólympíuleikar í Tókýó í sumar. Þeir áttu að fara fram síðasta sumar en var frestað um ár vegna kórónuveirufaraldursins. Dagur telur að Ólympíuleikarnir verði haldnir í sumar þótt það verði langt því frá einfalt að halda þetta risastóra íþróttamót á tímum heimsfaraldurs. „Ég hef trú á því. Ég hafði það ekki í fyrra en ég hef trú á því núna að það verði reynt að búa til þessa búblu, þó þetta sé miklu flóknara en eitt svona mót. Það eru ótrúlega margar byggingar sem eru teknar undir Ólympíuleikana. Þetta er ekki bara stóri völlurinn og ein höll, það eru mörg hunduð byggingar sem eru notaðar í kringum Ólympíuleikana,“ sagði Dagur. „Þetta er gríðarlega flókið og svo er fjarlægðin frá Ameríku og Evrópu risastórt vandamál, það er að segja tímamismunur. Liðin þurfa væntanlega að koma svona viku fyrir mót til þess að jafna sig á tímamismun. Hvar ætlarðu að hafa liðin þá? Það er ekki pláss inn í þorpinu fyrir alla á sama tíma. Liðin geta ekki verið mikið lengur en þau eru. Það eru ótrúleg flækjustig en ég samt er mín tilfinning að mótið verði.“ Dagur tók við japanska landsliðinu 2017 eftir að hafa náð frábærum árangri með Þýskaland sem hann gerði meðal annars að heimsmeisturum 2016. Dagur lék í Japan á árunum 2000-03 og þekkir því vel til í landinu. HM 2021 í handbolta Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira
Japanir lentu í 19. sæti á HM, einu sæti ofar en Íslendingar. Japan gerði meðal annars jafntefli við sterkt lið Króatíu í fyrsta leik sínum á mótinu. Í viðtali við RÚV kvaðst Dagur afar sáttur með frammistöðu japanska liðsins á HM. „Mér fannst það ganga frábærlega. Ég var rosalega ánægður með liðið. Ég var svo ánægður með að það var enginn slakur leikur. Það gerði mig hvað stoltastan. Við fengum aldrei neinn skell og vorum inni í öllum leikjum og svo náðum við frábærum úrslitum, það er alltaf rosa gaman.“ Dagur segist ekki hafa náð að fylgjast mikið með íslenska liðinu á HM en segir að það hafi glatt sig að enda fyrir ofan það á mótinu. „Það gerði helling fyrir mig. Það var „ákveðið“ kikk að enda fyrir ofan Ísland á stórmóti með japanska liðið, ég verð að viðurkenna það. Ég kom inn í klefa eftir leikinn og fattaði það að þetta lyfti okkur upp fyrir Íslendingana,“ sagði Dagur sem er nú staddur hér á landi eftir langa dvöl í Japan og svo í Egyptalandi. Ótrúlega flókið að halda Ólympíuleikana Framundan eru Ólympíuleikar í Tókýó í sumar. Þeir áttu að fara fram síðasta sumar en var frestað um ár vegna kórónuveirufaraldursins. Dagur telur að Ólympíuleikarnir verði haldnir í sumar þótt það verði langt því frá einfalt að halda þetta risastóra íþróttamót á tímum heimsfaraldurs. „Ég hef trú á því. Ég hafði það ekki í fyrra en ég hef trú á því núna að það verði reynt að búa til þessa búblu, þó þetta sé miklu flóknara en eitt svona mót. Það eru ótrúlega margar byggingar sem eru teknar undir Ólympíuleikana. Þetta er ekki bara stóri völlurinn og ein höll, það eru mörg hunduð byggingar sem eru notaðar í kringum Ólympíuleikana,“ sagði Dagur. „Þetta er gríðarlega flókið og svo er fjarlægðin frá Ameríku og Evrópu risastórt vandamál, það er að segja tímamismunur. Liðin þurfa væntanlega að koma svona viku fyrir mót til þess að jafna sig á tímamismun. Hvar ætlarðu að hafa liðin þá? Það er ekki pláss inn í þorpinu fyrir alla á sama tíma. Liðin geta ekki verið mikið lengur en þau eru. Það eru ótrúleg flækjustig en ég samt er mín tilfinning að mótið verði.“ Dagur tók við japanska landsliðinu 2017 eftir að hafa náð frábærum árangri með Þýskaland sem hann gerði meðal annars að heimsmeisturum 2016. Dagur lék í Japan á árunum 2000-03 og þekkir því vel til í landinu.
HM 2021 í handbolta Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira