Opið bréf til landlæknis Svanhvít Alfreðsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 10:00 Ég er 45 ára húsmóðir í Fellabæ í nýju sameinuðu sveitarfélagi sem nú heitir Múlaþing. Ég á 3 börn og yndislegt líf með þeim og eiginmanni mínum. Ástæða fyrir þessu bréfi er að ég hef átt við offitu vandamál að stríða frá barnsaldri, ég hef á þessum tíma náð að léttast en missi tökin alltaf aftur og s.l. desember var ég alveg komin í þrot, alltof þung. Ég var greind með gigtarsjúkdóm sem heitir hrygggikt fyrir nokkrum árum sem er mjög sársaukafullt að lifa með og er ég með skerta hreyfigetu í mjöðmum vegna þess. Það hjálpar svo sannarlega ekki að vera of þung. Ég hitti gigtarlækni í byrjun desember sem sagði mér að það væri ekki hægt að gera neitt meira fyrir mig með lyfjum þar sem ég væri búin að prófa öll þau lyf sem hugsanlega gætu virkað en mér myndi líða betur ef ég léttist og með það fór ég grátandi heim. Ég vissi ekki hvernig í ósköpunum ég ætti að léttast þar sem ég get lítið hreyft mig vegna verkja, ég var ráðþrota og grét í marga daga. Ég frétti af lyfi sem gæti hugsanlega hjálpað mér, það lyf heitir Saxenda og er í lyfjaskrá skráð sem lyf við offitu. Ég fór til læknisins og hann sagði mér að þetta lyf hentaði mér vel og hann væri til í að skrifa upp á það fyrir mig, það ferli fór í gang strax þennan dag, læknirinn minn sendi umsókn til sjúkratrygginga um að ég fengi lyfjaskirteini fyrir þessu lyfi því það sé dýrt og falli ekki inni í þrepakerfi nema ég sé með lyfjaskirteini, nokkrum dögum seinna fæ ég neitun því ég er ekki með sykursýki og ekki með lífshættulegan æða- eða hjartasjúkdóm. Nei ég er ekki með það og ég þakka fyrir það en er það ekki bara það sem koma skal ef ég held áfram að þyngjast? Ég ákvað að leysa lyfið samt út og kostaði það um 59.000kr með nálum þar sem þetta er stungulyf, ég fann strax mun á mér. Ég hef lést um nokkur kiló og það hjálpar mikið þar sem það er minna álag á líkamann, ég get farið í göngutúra án þess að vera með tárin í augunum. Ég er komin með hreyfiseðil þar sem ég skrái hreyfingu og sjúkraþjálfari og læknirinn minn fylgjast vel með mér, að ég sé að taka á mínum málum. Ég hitti næringaráðgjafa og mér líður vel með þetta allt saman. Ég er svo langt í frá að vera verkjalaus en ég held í vonina, með breyttu mataræði og meiri hreyfingu fari þetta batnandi. En ég er ekki ein, það er fullt af fólki í svipaðri stöðu, það fær ekki lyfjaskírteini og getur ekki leyst út lyfið. Ég bara get ekki skilið afhverju það er ekki hægt að lofa okkur að nota þetta lyf sem forvörn áður en allt er komið í óefni. Ég skil ekki afhverju ég fékk lyfjaskírteini fyrir líftæknilyfi, gigtarlyfinu sem kostar mörg hundruð þúsund á mánuði fyrir mig eina en fæ ekki fyrir þessu lyfi því líftæknilyfið virkaði ekki. Það hlýtur að kosta meira fyrir ríkið þegar fólk er komið með háþrýsting og þarf lyf við því eða innlögn á sjúkrahús eða þegar fólk er komið með sykursýki og þarf lyf við því. Er í lagi að fólk þurfi að vera orðið lífshættulega veikt til að fá aðstoð? Ég skil þetta ekki! Það eru mjög margir orðnir mjög andlega veikir vegna offitu og fara ekki útúr húsi og einangrast. Það þarf engan stærðfræðing til að sjá að þetta er ekki hagnaður að neita fólki um niðurgreiðslu á Saxenda!! Ég er í hópi á Facebook og þar eru svo margir sem ekki hafa tök á að leysa út lyfið því það fær ekki niðurgreiðslu, það er fólk sem komið er á hættulegan stað en ekki komið með þessa 3 sjúkdóma sem þarf að hafa til að fá niðurgreiðslu. Þar er fólk sem segir að það hafi hætt að reykja og misst tökin á þyngdinni, þar eru mæður sem misstu tökin vegna meðgöngu og barneigna og þar eru allir tilbúnir að leggja mikið á sig til að léttast en það vantar aðstoð. Ætlum við í alvöru að hafa þetta þannig að fólk þurfi að vera orðið lífshættulega veikt á líkama og sál til þess að það fái hjálp? Er sú stefna bara í lagi? Mér finnst það svo langt frá því að vera í lagi!!! Ég skrifa þetta bréf fyrir svo marga sem eru ráðþrota og eiga mjög erfitt. Ég skrifa þetta bréf til landlæknis þar sem helstu hlutverk embættisins í hnotskurn eru að stuðla að góðri og öruggri heilbrigðisþjónustu, heilsueflingu og öflugum forvörnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Múlaþing Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Ég er 45 ára húsmóðir í Fellabæ í nýju sameinuðu sveitarfélagi sem nú heitir Múlaþing. Ég á 3 börn og yndislegt líf með þeim og eiginmanni mínum. Ástæða fyrir þessu bréfi er að ég hef átt við offitu vandamál að stríða frá barnsaldri, ég hef á þessum tíma náð að léttast en missi tökin alltaf aftur og s.l. desember var ég alveg komin í þrot, alltof þung. Ég var greind með gigtarsjúkdóm sem heitir hrygggikt fyrir nokkrum árum sem er mjög sársaukafullt að lifa með og er ég með skerta hreyfigetu í mjöðmum vegna þess. Það hjálpar svo sannarlega ekki að vera of þung. Ég hitti gigtarlækni í byrjun desember sem sagði mér að það væri ekki hægt að gera neitt meira fyrir mig með lyfjum þar sem ég væri búin að prófa öll þau lyf sem hugsanlega gætu virkað en mér myndi líða betur ef ég léttist og með það fór ég grátandi heim. Ég vissi ekki hvernig í ósköpunum ég ætti að léttast þar sem ég get lítið hreyft mig vegna verkja, ég var ráðþrota og grét í marga daga. Ég frétti af lyfi sem gæti hugsanlega hjálpað mér, það lyf heitir Saxenda og er í lyfjaskrá skráð sem lyf við offitu. Ég fór til læknisins og hann sagði mér að þetta lyf hentaði mér vel og hann væri til í að skrifa upp á það fyrir mig, það ferli fór í gang strax þennan dag, læknirinn minn sendi umsókn til sjúkratrygginga um að ég fengi lyfjaskirteini fyrir þessu lyfi því það sé dýrt og falli ekki inni í þrepakerfi nema ég sé með lyfjaskirteini, nokkrum dögum seinna fæ ég neitun því ég er ekki með sykursýki og ekki með lífshættulegan æða- eða hjartasjúkdóm. Nei ég er ekki með það og ég þakka fyrir það en er það ekki bara það sem koma skal ef ég held áfram að þyngjast? Ég ákvað að leysa lyfið samt út og kostaði það um 59.000kr með nálum þar sem þetta er stungulyf, ég fann strax mun á mér. Ég hef lést um nokkur kiló og það hjálpar mikið þar sem það er minna álag á líkamann, ég get farið í göngutúra án þess að vera með tárin í augunum. Ég er komin með hreyfiseðil þar sem ég skrái hreyfingu og sjúkraþjálfari og læknirinn minn fylgjast vel með mér, að ég sé að taka á mínum málum. Ég hitti næringaráðgjafa og mér líður vel með þetta allt saman. Ég er svo langt í frá að vera verkjalaus en ég held í vonina, með breyttu mataræði og meiri hreyfingu fari þetta batnandi. En ég er ekki ein, það er fullt af fólki í svipaðri stöðu, það fær ekki lyfjaskírteini og getur ekki leyst út lyfið. Ég bara get ekki skilið afhverju það er ekki hægt að lofa okkur að nota þetta lyf sem forvörn áður en allt er komið í óefni. Ég skil ekki afhverju ég fékk lyfjaskírteini fyrir líftæknilyfi, gigtarlyfinu sem kostar mörg hundruð þúsund á mánuði fyrir mig eina en fæ ekki fyrir þessu lyfi því líftæknilyfið virkaði ekki. Það hlýtur að kosta meira fyrir ríkið þegar fólk er komið með háþrýsting og þarf lyf við því eða innlögn á sjúkrahús eða þegar fólk er komið með sykursýki og þarf lyf við því. Er í lagi að fólk þurfi að vera orðið lífshættulega veikt til að fá aðstoð? Ég skil þetta ekki! Það eru mjög margir orðnir mjög andlega veikir vegna offitu og fara ekki útúr húsi og einangrast. Það þarf engan stærðfræðing til að sjá að þetta er ekki hagnaður að neita fólki um niðurgreiðslu á Saxenda!! Ég er í hópi á Facebook og þar eru svo margir sem ekki hafa tök á að leysa út lyfið því það fær ekki niðurgreiðslu, það er fólk sem komið er á hættulegan stað en ekki komið með þessa 3 sjúkdóma sem þarf að hafa til að fá niðurgreiðslu. Þar er fólk sem segir að það hafi hætt að reykja og misst tökin á þyngdinni, þar eru mæður sem misstu tökin vegna meðgöngu og barneigna og þar eru allir tilbúnir að leggja mikið á sig til að léttast en það vantar aðstoð. Ætlum við í alvöru að hafa þetta þannig að fólk þurfi að vera orðið lífshættulega veikt á líkama og sál til þess að það fái hjálp? Er sú stefna bara í lagi? Mér finnst það svo langt frá því að vera í lagi!!! Ég skrifa þetta bréf fyrir svo marga sem eru ráðþrota og eiga mjög erfitt. Ég skrifa þetta bréf til landlæknis þar sem helstu hlutverk embættisins í hnotskurn eru að stuðla að góðri og öruggri heilbrigðisþjónustu, heilsueflingu og öflugum forvörnum.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar