Kielce heimsótti Azoty-Puławy í pólsku úrvalsdeildinni og úr varð hörkuleikur en heimamenn leiddu með einu marki í leikhléi, 15-14.
Meistaralið Kielce náði að snúa leiknum sér í hag í síðari hálfleik og vann að lokum fjögurra marka sigur, 29-33.
Sigvaldi gerði tvö mörk en Haukur Þrastarson er enn fjarri góðu gamni vegna meiðsla.