Guðlaugur Victor Pálsson stóð vaktina í hjarta varnarinnar hjá Darmstadt sem lagði Osnabruck að velli, 1-0, í þýsku B-deildinni.
Birkir Bjarnason spilaði 66 mínútur í 1-0 sigri Brescia á Chievo Verona í ítölsku B-deildinni.
Í Danmörku var hlutskipti Íslendinganna misjafnt.
Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn í vörn Bröndby sem vann 0-4 sigur á Lyngby en Frederik Schram var á bekknum hjá Lyngby.
Mikael Neville Anderson var ekki í leikmannahópi Midtjylland sem vann 2-0 sigur á Horsens þar sem Ágúst Eðvald Hlynsson sat allan tímann á varamannabekknum.