Melsungen, lið Guðmunds Guðmundssonar, vann sjö marka útisigur á Essen í kvöld. Línuamðurinn Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark í liði Melsungen.
Oddur Gretarsson skoraði tvö mörk í sex marka sigri Balingen-Weilstetten á Coburg, lokatölur 34-26. Arnór Þór Gunnarsson skoraði tvö mörk í sjö marka sigri Bergischer á Minden á útivelli. Lokatölur 36-29 Bergischer í vil.
Þá tapaði Stuttgart á heimavelli gegn Ludwigshafen, lokatölur 29-26 gestunum í vil. Viggó Kristjánsson skoraði þrjú mörk í liði Stuttgart en Elvar Ásgeirsson komst ekki á blað.
Bergischer er í 6. sæti deildarinnar, Melsungen er í 10. sæti, Stuttgart í 12. sæti og Balingen-Weilstetten í 15. sæti.