Vest hristir upp í hönnunarflórunni Vest 12. febrúar 2021 14:43 Elísabet Helgadóttir eigandi Vest og Heimir Morthens, rekstrarstjóri. Heimir stendur vaktina í glæsilegum sýningarsal Vest í Ármúla 17 og tekur á móti viðskiptavinum. Vilhelm Vest er glæný hönnunarverslun í Ármúla 17 þar sem hágæða hönnun og fallegar lausnir fyrir heimilið er að finna. „Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á hönnun og eiginmaður minn á sölu og með Vest náum við að sameina áhugamál okkar beggja,“ segir Elísabet Helgadóttir en hún hefur opnað glæsilega húsgagnaverslun í Ármúla 17, þar sem einstök hönnun og tækniþróaðar svefnlausnir eru í hávegum hafðar. Þau hjónin hafa undanfarin ár verið á þeytingi um heiminn og meðal annars búið í Svíþjóð, Lúxemborg og London þar sem Pétur, eiginmaður Elísabetar, starfaði fyrir alþjóðlegt fyrirtæki í svefnlausnum. Elísabet segir þau hafa sankað að sér gríðarlegri reynslu og þekkingu á þeim tíma sem nýttist þeim við að koma Vest á laggirnar. Mjúk umlykjandi form einkenna Julep línuna sem er undir áhrifum frá framúrstefnulistinni sem ruddi sér til rúms um miðbik síðustu aldar. Ásýndin er tilkomumikil í einfaldleika sínum, áferðarfögur og tímalaus. „Við stefndum alltaf að því að stofna fyrirtæki með áherslu á fallegar lausnir fyrir heimilið og á ferðalögum okkar um fallega staði, sérstaklega í Istanbúl og London, þróaðist Vest alltaf meira í átt að einstökum hönnunarvörum. Okkur fannst alveg mega blása smá lífi og lit í þá flóru hér heima og Vest nær því vel með ítalska sjarmanum í bland við klassíska hönnun frá Noregi og Svíþjóð,“ segir Elísabet. Þessi norska hönnunartáknmynd stenst tímans tönn og gefur ekkert eftir í endingu. Stóllinn er hannaður af Fredrik A. Kayser sem sækir innblástur sinn mikið til 50‘s tímabilsins. „Það er gaman að sjá hvað fólk er almennt orðið opnara fyrir fjölbreyttri hönnun og þá hefur aðgengi og vitund um ýmiss konar hönnunarvörur aukist gríðarlega á undanförnum misserum,“ bætir hún við og segir Íslendinga strax hafa tekið Vest fagnandi þegar vefverslun Vest fór í loftið í október 2020. Tæpum þremur mánuðum síðar er glæsilegur sýningarsalur orðinn að veruleika þar sem sjá má sýnishorn af þeim vörum sem Vest hefur upp á að bjóða. Glæsilegur kertastjaki sem gengur bæði fyrir mjó kerti og sprittkerti. Hægt er að raða plötunum saman í eina heild. Kertastjakinn kemur bæði í gylltu og silfurlituðu. „Við vorum svo heppin að detta niður á hið fullkomna rými hér í Ármúlanum. Við settum okkur það markmið að opna verslunina í byrjun árs 2021 og því þurfti að hafa hraðar hendur. Iðnaðarmennirnir sem unnu með okkur hristu bara hausinn og fannst við heldur bjartsýn. Dóttir okkar var ekki enn komin inn á leikskóla og maðurinn minn var á kafi í eigin rekstri svo þessar vikur voru ansi strembnar en það var heldur betur gaman að standa í fullkláruðu rými í janúar og sjá drauminn orðinn að veruleika,“ segir Elísabet. Línur og form Joaquim borðanna eru virðingarvottur við Tenreiro, einn áhrifamesta húsgagnahönnuð Brasilíu á síðustu öld. Þessi sterkbyggðu borð setja svip sinn á stofuna og eru fáanleg í nokkrum útfærslum. Sérsníða húsgögnin eftir óskum Húsgögn eru sérpöntuð og er því hægt að sérsníða húsgögnin að eigin smekk og meðal annars velja áklæði, efni ofl. Í versluninni er hægt að skoða og handleika prufur af áklæði, marmara og málmum og fá tilfinningu fyrir áferð og efni áður en varan er pöntuð. „Markmið okkar er að bæta reglulega vöruúrvalið til þess að fá ferskan blæ inn í verslunina. Okkur langaði að dýpka breiddina í glæsilegum hönnunarvörum samhliða því að bjóða uppá bestu svefnlausnir landsins. Við leggjum áherslu á tímalausar vörur sem endast fyrir lífstíð. Einnig finnst okkur skemmtilegt þegar vörurnar eru margnýtanlegar eða hafa skemmtileg sérkenni eins og t.d. Reversível sem er hægt að sitja í á mismunandi vegu og dóttir mín notar grimmt sem svifbretti,“ segir Elísabet hlæjandi og hvetur fólk til að gera sér ferð í búðina og skoða. Reversível er sannkallað undur. Útlitið vekur forvitni og þegar betur er að gáð er þessi merkilegi stóll bæði hagnýtur og þægilegur. Hægt er að sitja í honum eða nota hann legubekk. „Einnig er hægt að panta tíma hjá okkur en með því móti getum við undirbúið heimsókn viðskiptavina okkar enn betur,“ segir Elísabet og leggur áherslu á að persónulegt viðmót og notalegheit einkenni Vest. Viðskiptavinir fái góðan tíma og ráðgjöf. Fólk geti einnig kíkt við í spjall og kaffi hvenær sem er, það fái ávallt góðar móttökur og þar er Heimir Morthens réttur maður á réttum stað. „Öll mín helsta reynsla kemur úr hótel og veitingageiranum,“ segir Heimir. „Ég menntaði mig í hótelstjórnun og kláraði tvöfalda gráðu frá Hotel Institute of Montreux í Sviss. Ég vann á The Dorchester, 5 stjörnu sögufrægu hóteli í London og einnig á The Retreat í Bláa Lóninu. Þegar heimsfaraldurinn skall á urðu breytingar hjá mér þannig að það virðist hafa verið skrifað í skýin að ég myndi koma með þeim hjónum í þetta ævintýri. Ég trúi að grunnur og reynsla mín úr hótel- og veitingageiranum eigi eftir að nýtast gríðarlega vel og ég hlakka til að taka vel á móti öllum sem stíga inn til okkar,“ segir hann. Okkur finnst Zepp vasarnir hreinlega stórkostlegir. Undurfagrar ávalar línur og mikilfengleg stærð. Vasarnir eru hannaðir í Amsterdam og handblásnir af færustu glersmiðum heims. „Við hönnuðum verslunina með upplifun viðskiptavina í huga með það að markmiði að hún liti út eins og list gallerí,“ segir Elísabet. „Viðskiptavinir okkar geta komið í rólegt, vandað og stílhreint umhverfi og fengið innblástur. Okkar aðaláhersla er upplifun og einstök þjónusta þar sem hver vara fær að njóta sín.“ Svefnlausnir sem sameina hátækni og vellíðan „Það er mikil núvitund í gangi í okkar samfélagi í dag um mikilvægi svefns. Við viljum koma inn á þennan markað með nýjar og spennandi vörur, og má þar helst nefna Technogel og Sleepy,“ útskýrir Elísabet en innar í sýningarsal Vest er að finna hágæða rúmdýnur. Asha rúmgrindin kemur í einstaklega fallegum kopar eða úr sterkum beikikrossvið. Í fyrsta sinn á Íslandi er hægt að fá "drauma rúm" þar sem Asha býður uppá tvær mismunandi útfærslur, háa og lága. „Sleepy er rótgróið fyrirtæki í Evrópu með yfir 30 ára reynslu í hönnun rúmdýna og erum við virkilega spennt fyrir að kynna þessa dýnu fyrir Íslendingum. Sleepy dýnan er margverðlaunuð í Evrópu og hefur meðal annars hlotið alþjóðleg neytendaverðlaun. Við mælum hundrað prósent með þessari dýnu og viljum að viðskiptavinir okkar séu fullkomlega sáttir og því bjóðum við upp á 120 nátta prófun á dýnunni. Við sendum frítt hvert á land sem er og samdægurs á höfuðborgarsvæðinu ef pantað er fyrir klukkan 17. Dýnan kemur í litlum kassa og nær fullri stærð á skömmum tíma eftir að henni hefur verið rúllað út. Þá er SleepyHybrid koddinn bæði stillanlegur og hefur hið fræga Outlast efni - sem hannað er af NASA.“ „Technogel eru frumkvöðlar þegar kemur að framleiðslu heilsudýna og algjört tækniundur í svefnlausnum. Saga og þróun efnisins er grípandi og spannar yfir 30 ára ferli. Technogelið hefur verið notað í allt frá læknisfræðilegum tilgangi yfir í list og svo núna í heilsudýnu,“ segir Elísabet. Dýnan er hönnuð til að stuðla að dýpri og betri svefni en hún styður einstaklega vel við líkamann, dregur úr líkamshita og dreifir álagi án þess að það hafi áhrif á hreyfigetu. Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi svefns og kemur Technogel sterkt þar inn en klínískar rannsóknir hafa sýnt fram á að Technogel heilsudýnurnar auki djúpsvefn um allt að 45%. Við hvetjum fólk til að koma til okkar og prófa dýnurnar og þá eru koddarnir frá Technogel hreint ótrúlegir og hafa slegið í gegn.“ Spennandi tímar framundan „Við viljum svo sannarlega byggja okkur upp og verða rótgróið fyrirtæki hér á Íslandi. Okkur finnst mikilvægt að mynda góð tengsl við íslenskan markað og viljum við bjóða uppá mismunandi upplifanir einu sinni í mánuði eða svo. Okkur langar meðal annars til þess að nýta rýmið sem listgallerí og bjóða listamönnum upp á að halda listasýningu í verslun okkar. Einnig sjáum við fyrir okkur að fá sérfræðinga til þess að halda fyrirlestra um mikilvægi svefns. Við erum opin fyrir því að prófa okkur áfram,“ segir Elísabet. Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Hvað leynist í jólapökkum starfsfólks? Fæturnir bera mig nú hraðar og lengra Vegleg afmælistilboð á gæðavörum í eldhús og baðherbergi Ég hætti að lifa bara af - og fór að LIFA, að vera þátttakandi í lífinu Valgerður fann fljótt mun á líðan sinni þökk sé Femarelle Hvað ef þú gætir breytt framtíð húðar þinnar? Bæta við upphæð viðskiptavina til styrktar Bleiku slaufunni Byltingarkennd nýjung fyrir blondínur frá JOHN FRIEDA Sykursalur orðinn einn vinsælasti veislusalur Reykjavíkur Sjá meira
„Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á hönnun og eiginmaður minn á sölu og með Vest náum við að sameina áhugamál okkar beggja,“ segir Elísabet Helgadóttir en hún hefur opnað glæsilega húsgagnaverslun í Ármúla 17, þar sem einstök hönnun og tækniþróaðar svefnlausnir eru í hávegum hafðar. Þau hjónin hafa undanfarin ár verið á þeytingi um heiminn og meðal annars búið í Svíþjóð, Lúxemborg og London þar sem Pétur, eiginmaður Elísabetar, starfaði fyrir alþjóðlegt fyrirtæki í svefnlausnum. Elísabet segir þau hafa sankað að sér gríðarlegri reynslu og þekkingu á þeim tíma sem nýttist þeim við að koma Vest á laggirnar. Mjúk umlykjandi form einkenna Julep línuna sem er undir áhrifum frá framúrstefnulistinni sem ruddi sér til rúms um miðbik síðustu aldar. Ásýndin er tilkomumikil í einfaldleika sínum, áferðarfögur og tímalaus. „Við stefndum alltaf að því að stofna fyrirtæki með áherslu á fallegar lausnir fyrir heimilið og á ferðalögum okkar um fallega staði, sérstaklega í Istanbúl og London, þróaðist Vest alltaf meira í átt að einstökum hönnunarvörum. Okkur fannst alveg mega blása smá lífi og lit í þá flóru hér heima og Vest nær því vel með ítalska sjarmanum í bland við klassíska hönnun frá Noregi og Svíþjóð,“ segir Elísabet. Þessi norska hönnunartáknmynd stenst tímans tönn og gefur ekkert eftir í endingu. Stóllinn er hannaður af Fredrik A. Kayser sem sækir innblástur sinn mikið til 50‘s tímabilsins. „Það er gaman að sjá hvað fólk er almennt orðið opnara fyrir fjölbreyttri hönnun og þá hefur aðgengi og vitund um ýmiss konar hönnunarvörur aukist gríðarlega á undanförnum misserum,“ bætir hún við og segir Íslendinga strax hafa tekið Vest fagnandi þegar vefverslun Vest fór í loftið í október 2020. Tæpum þremur mánuðum síðar er glæsilegur sýningarsalur orðinn að veruleika þar sem sjá má sýnishorn af þeim vörum sem Vest hefur upp á að bjóða. Glæsilegur kertastjaki sem gengur bæði fyrir mjó kerti og sprittkerti. Hægt er að raða plötunum saman í eina heild. Kertastjakinn kemur bæði í gylltu og silfurlituðu. „Við vorum svo heppin að detta niður á hið fullkomna rými hér í Ármúlanum. Við settum okkur það markmið að opna verslunina í byrjun árs 2021 og því þurfti að hafa hraðar hendur. Iðnaðarmennirnir sem unnu með okkur hristu bara hausinn og fannst við heldur bjartsýn. Dóttir okkar var ekki enn komin inn á leikskóla og maðurinn minn var á kafi í eigin rekstri svo þessar vikur voru ansi strembnar en það var heldur betur gaman að standa í fullkláruðu rými í janúar og sjá drauminn orðinn að veruleika,“ segir Elísabet. Línur og form Joaquim borðanna eru virðingarvottur við Tenreiro, einn áhrifamesta húsgagnahönnuð Brasilíu á síðustu öld. Þessi sterkbyggðu borð setja svip sinn á stofuna og eru fáanleg í nokkrum útfærslum. Sérsníða húsgögnin eftir óskum Húsgögn eru sérpöntuð og er því hægt að sérsníða húsgögnin að eigin smekk og meðal annars velja áklæði, efni ofl. Í versluninni er hægt að skoða og handleika prufur af áklæði, marmara og málmum og fá tilfinningu fyrir áferð og efni áður en varan er pöntuð. „Markmið okkar er að bæta reglulega vöruúrvalið til þess að fá ferskan blæ inn í verslunina. Okkur langaði að dýpka breiddina í glæsilegum hönnunarvörum samhliða því að bjóða uppá bestu svefnlausnir landsins. Við leggjum áherslu á tímalausar vörur sem endast fyrir lífstíð. Einnig finnst okkur skemmtilegt þegar vörurnar eru margnýtanlegar eða hafa skemmtileg sérkenni eins og t.d. Reversível sem er hægt að sitja í á mismunandi vegu og dóttir mín notar grimmt sem svifbretti,“ segir Elísabet hlæjandi og hvetur fólk til að gera sér ferð í búðina og skoða. Reversível er sannkallað undur. Útlitið vekur forvitni og þegar betur er að gáð er þessi merkilegi stóll bæði hagnýtur og þægilegur. Hægt er að sitja í honum eða nota hann legubekk. „Einnig er hægt að panta tíma hjá okkur en með því móti getum við undirbúið heimsókn viðskiptavina okkar enn betur,“ segir Elísabet og leggur áherslu á að persónulegt viðmót og notalegheit einkenni Vest. Viðskiptavinir fái góðan tíma og ráðgjöf. Fólk geti einnig kíkt við í spjall og kaffi hvenær sem er, það fái ávallt góðar móttökur og þar er Heimir Morthens réttur maður á réttum stað. „Öll mín helsta reynsla kemur úr hótel og veitingageiranum,“ segir Heimir. „Ég menntaði mig í hótelstjórnun og kláraði tvöfalda gráðu frá Hotel Institute of Montreux í Sviss. Ég vann á The Dorchester, 5 stjörnu sögufrægu hóteli í London og einnig á The Retreat í Bláa Lóninu. Þegar heimsfaraldurinn skall á urðu breytingar hjá mér þannig að það virðist hafa verið skrifað í skýin að ég myndi koma með þeim hjónum í þetta ævintýri. Ég trúi að grunnur og reynsla mín úr hótel- og veitingageiranum eigi eftir að nýtast gríðarlega vel og ég hlakka til að taka vel á móti öllum sem stíga inn til okkar,“ segir hann. Okkur finnst Zepp vasarnir hreinlega stórkostlegir. Undurfagrar ávalar línur og mikilfengleg stærð. Vasarnir eru hannaðir í Amsterdam og handblásnir af færustu glersmiðum heims. „Við hönnuðum verslunina með upplifun viðskiptavina í huga með það að markmiði að hún liti út eins og list gallerí,“ segir Elísabet. „Viðskiptavinir okkar geta komið í rólegt, vandað og stílhreint umhverfi og fengið innblástur. Okkar aðaláhersla er upplifun og einstök þjónusta þar sem hver vara fær að njóta sín.“ Svefnlausnir sem sameina hátækni og vellíðan „Það er mikil núvitund í gangi í okkar samfélagi í dag um mikilvægi svefns. Við viljum koma inn á þennan markað með nýjar og spennandi vörur, og má þar helst nefna Technogel og Sleepy,“ útskýrir Elísabet en innar í sýningarsal Vest er að finna hágæða rúmdýnur. Asha rúmgrindin kemur í einstaklega fallegum kopar eða úr sterkum beikikrossvið. Í fyrsta sinn á Íslandi er hægt að fá "drauma rúm" þar sem Asha býður uppá tvær mismunandi útfærslur, háa og lága. „Sleepy er rótgróið fyrirtæki í Evrópu með yfir 30 ára reynslu í hönnun rúmdýna og erum við virkilega spennt fyrir að kynna þessa dýnu fyrir Íslendingum. Sleepy dýnan er margverðlaunuð í Evrópu og hefur meðal annars hlotið alþjóðleg neytendaverðlaun. Við mælum hundrað prósent með þessari dýnu og viljum að viðskiptavinir okkar séu fullkomlega sáttir og því bjóðum við upp á 120 nátta prófun á dýnunni. Við sendum frítt hvert á land sem er og samdægurs á höfuðborgarsvæðinu ef pantað er fyrir klukkan 17. Dýnan kemur í litlum kassa og nær fullri stærð á skömmum tíma eftir að henni hefur verið rúllað út. Þá er SleepyHybrid koddinn bæði stillanlegur og hefur hið fræga Outlast efni - sem hannað er af NASA.“ „Technogel eru frumkvöðlar þegar kemur að framleiðslu heilsudýna og algjört tækniundur í svefnlausnum. Saga og þróun efnisins er grípandi og spannar yfir 30 ára ferli. Technogelið hefur verið notað í allt frá læknisfræðilegum tilgangi yfir í list og svo núna í heilsudýnu,“ segir Elísabet. Dýnan er hönnuð til að stuðla að dýpri og betri svefni en hún styður einstaklega vel við líkamann, dregur úr líkamshita og dreifir álagi án þess að það hafi áhrif á hreyfigetu. Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi svefns og kemur Technogel sterkt þar inn en klínískar rannsóknir hafa sýnt fram á að Technogel heilsudýnurnar auki djúpsvefn um allt að 45%. Við hvetjum fólk til að koma til okkar og prófa dýnurnar og þá eru koddarnir frá Technogel hreint ótrúlegir og hafa slegið í gegn.“ Spennandi tímar framundan „Við viljum svo sannarlega byggja okkur upp og verða rótgróið fyrirtæki hér á Íslandi. Okkur finnst mikilvægt að mynda góð tengsl við íslenskan markað og viljum við bjóða uppá mismunandi upplifanir einu sinni í mánuði eða svo. Okkur langar meðal annars til þess að nýta rýmið sem listgallerí og bjóða listamönnum upp á að halda listasýningu í verslun okkar. Einnig sjáum við fyrir okkur að fá sérfræðinga til þess að halda fyrirlestra um mikilvægi svefns. Við erum opin fyrir því að prófa okkur áfram,“ segir Elísabet.
Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Hvað leynist í jólapökkum starfsfólks? Fæturnir bera mig nú hraðar og lengra Vegleg afmælistilboð á gæðavörum í eldhús og baðherbergi Ég hætti að lifa bara af - og fór að LIFA, að vera þátttakandi í lífinu Valgerður fann fljótt mun á líðan sinni þökk sé Femarelle Hvað ef þú gætir breytt framtíð húðar þinnar? Bæta við upphæð viðskiptavina til styrktar Bleiku slaufunni Byltingarkennd nýjung fyrir blondínur frá JOHN FRIEDA Sykursalur orðinn einn vinsælasti veislusalur Reykjavíkur Sjá meira