Í bómull núna en gæti orðið hvalreki fyrir íslenska handboltalandsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2021 09:31 Þorsteinn Leó Gunnarsson er spennandi leikmaður ekki síst þar sem hann er tilbúinn að leggja mikið á sig til að verða enn betri. S2 Sport Þorsteinn Leó Gunnarsson er nafn sem handboltaáhugafólk getur farið að leggja á minnið. Þjálfari hans hjá Aftureldingu vissu ekkert um hvaða efni hann var að fá í hendurnar þegar hann tók við Mosfellsbæjarliðinu í sumar. „Ég hafði aldrei séð hann áður þegar ég mætti á mína fyrstu æfingu í Mosfellsbænum. Ég skal bara viðurkenna það,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar um hinn átján ára gamla Þorsteinn Leó Gunnarsson. Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði átta mörk úr aðeins tíu skotum og öll þeirra utan af velli í leik Aftureldingar og FH í fyrrakvöld. Þetta var aðeins sjötti leikur hans í Olís deild karla í handbolta. „Ég hafði heyrt eitthvað aðeins um hann en eftir að horfa á hann á einni æfingu þá boðaði ég hann á fund daginn eftir. Ég spurði hann eiginlega bara tveggja spurninga: Viltu fara alla leið? Hann sagði já. Ég spurði þá hvort hann væri tilbúinn að leggja á sig sem þarf? Hann sagði já. Svo var æfing sjö um morguninn daginn eftir og hann mætti,“ sagði Gunnar. Klippa: Gunni Magg um Þorstein Leó „Við erum með hann í bómull. Hann er búinn að lyfta aukalega þrisvar í viku og við erum búnir að styrkja hann um sjö til átta kíló af vöðvum. Við erum að byggja hann upp. Það sem hann er að sýna í leikjum er fimmtíu til sextíu prósent af því sem hann er að sýna á æfingum,“ sagði Gunnar. Þorsteinn Leó er þegar búinn að skora 26 mörk á tímabilinu en sautján þessara marka hafa litið dagsins ljós í síðustu þremur leikjum liðsins. Hann er með 65 prósent skotnýtingu og 4,3 mörk að meðaltali í leik. „Hann er miklu betri en hann sýndi í kvöld. Hann er bara stressaður og er að aðlagast þessu. Hann er bara búinn að spila einhverja sex leiki á ferlinum. Við skulum samt vera alveg róleg með hann og gefa honum tvö til þrjú ár. Við skulum leyfa honum að þroskast, leyfa honum að fá tækifæri, leyfa honum að gera mistök og leyfa honum að læra. Ég er alveg handviss að ef hann leggur áfram jafnmikið á sig og hann er búinn að gera síðustu mánuði þá verður hann hvalreki fyrir íslenska landsliðið eftir tvö til þrjú ár. Við sjáum þá þennan strák í Bundesligunni,“ sagði Gunnar. Það má sjá viðtalið við Gunnar og svipmyndir af mörkum Þorsteins Leó í myndbandinu hér fyrir ofan. Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira
„Ég hafði aldrei séð hann áður þegar ég mætti á mína fyrstu æfingu í Mosfellsbænum. Ég skal bara viðurkenna það,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar um hinn átján ára gamla Þorsteinn Leó Gunnarsson. Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði átta mörk úr aðeins tíu skotum og öll þeirra utan af velli í leik Aftureldingar og FH í fyrrakvöld. Þetta var aðeins sjötti leikur hans í Olís deild karla í handbolta. „Ég hafði heyrt eitthvað aðeins um hann en eftir að horfa á hann á einni æfingu þá boðaði ég hann á fund daginn eftir. Ég spurði hann eiginlega bara tveggja spurninga: Viltu fara alla leið? Hann sagði já. Ég spurði þá hvort hann væri tilbúinn að leggja á sig sem þarf? Hann sagði já. Svo var æfing sjö um morguninn daginn eftir og hann mætti,“ sagði Gunnar. Klippa: Gunni Magg um Þorstein Leó „Við erum með hann í bómull. Hann er búinn að lyfta aukalega þrisvar í viku og við erum búnir að styrkja hann um sjö til átta kíló af vöðvum. Við erum að byggja hann upp. Það sem hann er að sýna í leikjum er fimmtíu til sextíu prósent af því sem hann er að sýna á æfingum,“ sagði Gunnar. Þorsteinn Leó er þegar búinn að skora 26 mörk á tímabilinu en sautján þessara marka hafa litið dagsins ljós í síðustu þremur leikjum liðsins. Hann er með 65 prósent skotnýtingu og 4,3 mörk að meðaltali í leik. „Hann er miklu betri en hann sýndi í kvöld. Hann er bara stressaður og er að aðlagast þessu. Hann er bara búinn að spila einhverja sex leiki á ferlinum. Við skulum samt vera alveg róleg með hann og gefa honum tvö til þrjú ár. Við skulum leyfa honum að þroskast, leyfa honum að fá tækifæri, leyfa honum að gera mistök og leyfa honum að læra. Ég er alveg handviss að ef hann leggur áfram jafnmikið á sig og hann er búinn að gera síðustu mánuði þá verður hann hvalreki fyrir íslenska landsliðið eftir tvö til þrjú ár. Við sjáum þá þennan strák í Bundesligunni,“ sagði Gunnar. Það má sjá viðtalið við Gunnar og svipmyndir af mörkum Þorsteins Leó í myndbandinu hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira