„Ég veit að ríkið gaf hálfan hund í fyrra“ Samúel Karl Ólason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 10. febrúar 2021 20:58 Már Gunnarsson og Lubbi. Lubbi er í þjálfun sem leiðsöguhundur. Vísir/Egill Átján manns bíða eftir því að fá blindrahunda en Blindrafélagið ræður einungis við það að úthluta tveimur slíkum hundum á ári. Hvorki ríki né sveitarfélög taka þátt í kostnaðinum. vegna blindrahunda. Biðin eftir blindrahundi getur verið mjög löng og ef engar breytingar verða gætu þeir sem aftastir eru á listanum þurft að bíða í níu ár. Már Gunnarsson, sundkappi og tónlistarmaður, er á biðlistanum og segir að það fá blindrahund feli í sér mikið öryggi, því það sé margt sem blindir ráði ekki við. „Stafurinn er frábær. Ég byrjaði að labba með blindrastaf þegar ég var sex ára gamall og hann hefur virkilega reynst mér vel. Ég fer ekki út úr húsi án þess að hafa hann með mér,“ segir Már. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 nefndi Már nokkra hluti sem gætu skaðað hann og þar sem stafurinn hjálpar ekki. Þar á meðal voru rafmagnsbílar og hlutir í höfuðhæð. Blindrahundar hjálpa þar til og vara fólk við. „Leiðsöguhundur er í rauninni eins og skuggi manns. Þegar búið er að þjálfa mann og hund rétt þá fylgir hundurinn manni eftir hvert sem maður fer. Hvort sem maður sé í sundi, fer til útlanda, í vinnuna eða hvað sem blindur notandi kýs að gera,“ segir Már. Hann segir ósanngjarnt að blindir þurfi að bíða eins lengi og raunin er og að blindir séu óánægðir með að ríkið komi ekki þar að. „Ég veit að ríkið gaf hálfan hund í fyrra en annars er það bara Blindrafélagið sem hefur þurft að safna fyrir þessu,“ segir Már. Hann segist einnig vita til þess að Lyonsfélög hafi komið að fjáröflun í tengslum við blindrahunda. Már segir fullþjálfaðan hund kosta fjórar til sex milljónir króna. „Við erum átján að bíða og það er mjög óþægilegt að vita ekki til þess hvort maður sé að fara úthlutað í ár, á næsta ári, eftir tvö ár eða eitthvað. Ég held að þetta sé eitthvað sem þurfi að taka til virkilegrar endurskoðunar.“ Þegar e g var 6 a ra var me r kynnt fyrir hvi tastafnum og notkun hans. Að nota svona prik er ekki bara að ganga um og...Posted by Már Gunnarsson on Tuesday, 9 February 2021 Dýr Félagsmál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Biðin eftir blindrahundi getur verið mjög löng og ef engar breytingar verða gætu þeir sem aftastir eru á listanum þurft að bíða í níu ár. Már Gunnarsson, sundkappi og tónlistarmaður, er á biðlistanum og segir að það fá blindrahund feli í sér mikið öryggi, því það sé margt sem blindir ráði ekki við. „Stafurinn er frábær. Ég byrjaði að labba með blindrastaf þegar ég var sex ára gamall og hann hefur virkilega reynst mér vel. Ég fer ekki út úr húsi án þess að hafa hann með mér,“ segir Már. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 nefndi Már nokkra hluti sem gætu skaðað hann og þar sem stafurinn hjálpar ekki. Þar á meðal voru rafmagnsbílar og hlutir í höfuðhæð. Blindrahundar hjálpa þar til og vara fólk við. „Leiðsöguhundur er í rauninni eins og skuggi manns. Þegar búið er að þjálfa mann og hund rétt þá fylgir hundurinn manni eftir hvert sem maður fer. Hvort sem maður sé í sundi, fer til útlanda, í vinnuna eða hvað sem blindur notandi kýs að gera,“ segir Már. Hann segir ósanngjarnt að blindir þurfi að bíða eins lengi og raunin er og að blindir séu óánægðir með að ríkið komi ekki þar að. „Ég veit að ríkið gaf hálfan hund í fyrra en annars er það bara Blindrafélagið sem hefur þurft að safna fyrir þessu,“ segir Már. Hann segist einnig vita til þess að Lyonsfélög hafi komið að fjáröflun í tengslum við blindrahunda. Már segir fullþjálfaðan hund kosta fjórar til sex milljónir króna. „Við erum átján að bíða og það er mjög óþægilegt að vita ekki til þess hvort maður sé að fara úthlutað í ár, á næsta ári, eftir tvö ár eða eitthvað. Ég held að þetta sé eitthvað sem þurfi að taka til virkilegrar endurskoðunar.“ Þegar e g var 6 a ra var me r kynnt fyrir hvi tastafnum og notkun hans. Að nota svona prik er ekki bara að ganga um og...Posted by Már Gunnarsson on Tuesday, 9 February 2021
Dýr Félagsmál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira