Frá þessu greinir Indriði í tilkynningu til fjölmiðla en hann er núverandi formaður Pírata í Kópavogi og gjaldkeri flokksins í Suðvesturkjördæmi. Þar að auki situr hann í Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs fyrir hönd Pírata.
„Mig langar að auka gagnsæi í stjórnmálum, minnka spillingu, vernda borgararéttindi og auka skilvirkni hins opinbera og innleiða heildræna nálgun í stjórnmálin
Mig langar að stuðla að bættum hag almennings með því að standa vörð um borgararéttindi til dæmis er brýnt að auka möguleika fólks til að sækja og verja rétt sinn.
Við þurfum að auka gagnsæi og veita fólki aðkomu að málum sem það varðar. Með því að auka gagnsæi minnkum við einnig spillingu, Ísland var lengi á gráum lista FATF sem hlýtur að vera óásættanlegt,“ segir Indriði í tilkynningu.
Vill innleiða heildræna hugsun
Að sögn Indriða hefur hann lagt áherslu á það í störfum sínum í Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs að taka fyrir málefni fyrir hönd bæjarbúa gerist þess þörf.
„Einnig haf ég komið með tillögur sem myndu bæta lífsgæði bæjarbúa í Kópavogi. Matvagnahöll í hamraborg, Tilraunaverkefni um ókeypis Strætó innan Kópavogs og fleira.
Ég vil leggja áherslu á að í stjórnmálum verði innleidd heildræn hugsun. Þannig að við skoðum heildaráhrif mála. Við gætum til dæmis bætt afköst samgangna með því á hvaða tíma dagsins skólastarf er. Þannig gætu foreldrar nýtt sveigjanlegan vinnutíma til að vera á ferðinni utan álagstíma. Sem myndi jafna álag á Strætó, minnka umferð, minnka mengun og bæta lífsgæði barna og foreldra þeirra.“
Indriði er kvæntur og á tvö börn.