Andrés Ingi genginn til liðs við Pírata Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2021 17:00 Andrés Ingi Jónsson sat á þingi fyrir Vinstri græn þar til 2019, þegar hann sagði sig úr þingflokknum. Hann hefur setið á þingi sem þingmaður utan þingflokka síðan. Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, alþingismaður utan þingflokka sem áður sat á þingi fyrir Vinstri græn, hefur gengið til liðs við þingflokk Pírata. Frá þessu greinir Andrés sjálfur frá nú síðdegis. „Ég hef ákveðið að ganga til liðs við þingflokk Pírata. Þetta var ekki einföld ákvörðun og er tekin eftir mikla yfirlegu. Ég vil vera hluti af hóp sem er hægt að treysta til að taka djarfar ákvarðanir og tel að innan þingflokks Pírata muni hugsjónum mínum vera best borgið. Í framhaldinu mun ég gefa kost á mér í prófkjöri Pírata til að sjá hvort grasrótin vilji treysta mér fyrir áframhaldandi verkefnum eftir kosningar,“ segir Andrés Ingi í tilkynningu á Facebook-síðu sinni. Þá kveðst Andrés alltaf hafa unnið vel með Pírötum á þingi, sama hvort litið sé á „aðgerðir í kringum uppreist æru, baráttuna fyrir réttindum hælisleitenda eða almennt samstarf okkar í fastanefndum þingsins.“ Hugmyndafræði hans og flokksins hafi átt vel saman. Ég hef ákveðið að ganga til liðs við þingflokk Pírata. Þetta var ekki einföld ákvörðun og er tekin eftir mikla yfirlegu....Posted by Andrés Ingi á þingi on Miðvikudagur, 10. febrúar 2021 Fram kemur í tilkynningu frá þingflokki Pírata að hann hafi samþykkti einróma á þingflokksfundi í morgun bjóða Andrés Inga velkominn í hópinn. Andrés Ingi og þingflokkurinn hafi átt í góðu samstarfi, flutt saman fjölda þingmála og unnið náið saman í nefndum þingsins. „Með tímanum hefur komið í ljós að um er að ræða náttúrulega bandamenn með margar sameiginlegar áherslur. Andrés er gríðarlega öflugur þingmaður sem hefur áorkað miklu einn síns liðs og er því mikill fengur fyrir þingflokk Pírata. Hann er hugsjónamaður með sterka réttlætiskennd sem þorir að færa rök fyrir stórum hugmyndum. Við lítum því á inngöngu Andrésar í þingflokkinn, sem og flokkinn í heild, sem góðan liðsstyrk fyrir verkefnin framundan,“ segir í tilkynningu Pírata. Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna sagði sig úr flokknum í september síðastliðnum og gekk til liðs við Samfylkinguna í desember.Vísir/vilhelm Gengin í nýja flokka Andrés Ingi sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna í nóvember 2019 og tilkynnti jafnframt að hann hygðist starfa sem óháður þingmaður út kjörtímabilið. Hann bar því fyrir sig á sínum tíma að stjórnarsamstarfið hefði verið erfitt og stjórnarflokkarnir ekki náð saman um málefni. Rósa Björk Brynjólfsdóttir sagði sig einnig úr þingflokki Vinstri grænna í september í fyrra. Hún sagði á sínum tíma að ástæða úrsagnarinnar væri brottvísun egypskrar fjölskyldu sem mikið var til umfjöllunar - en náði á endanum ekki fram að ganga. Rósa Björk gekk til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar í desember. Alþingi Píratar Reykjavíkurkjördæmi norður Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
„Ég hef ákveðið að ganga til liðs við þingflokk Pírata. Þetta var ekki einföld ákvörðun og er tekin eftir mikla yfirlegu. Ég vil vera hluti af hóp sem er hægt að treysta til að taka djarfar ákvarðanir og tel að innan þingflokks Pírata muni hugsjónum mínum vera best borgið. Í framhaldinu mun ég gefa kost á mér í prófkjöri Pírata til að sjá hvort grasrótin vilji treysta mér fyrir áframhaldandi verkefnum eftir kosningar,“ segir Andrés Ingi í tilkynningu á Facebook-síðu sinni. Þá kveðst Andrés alltaf hafa unnið vel með Pírötum á þingi, sama hvort litið sé á „aðgerðir í kringum uppreist æru, baráttuna fyrir réttindum hælisleitenda eða almennt samstarf okkar í fastanefndum þingsins.“ Hugmyndafræði hans og flokksins hafi átt vel saman. Ég hef ákveðið að ganga til liðs við þingflokk Pírata. Þetta var ekki einföld ákvörðun og er tekin eftir mikla yfirlegu....Posted by Andrés Ingi á þingi on Miðvikudagur, 10. febrúar 2021 Fram kemur í tilkynningu frá þingflokki Pírata að hann hafi samþykkti einróma á þingflokksfundi í morgun bjóða Andrés Inga velkominn í hópinn. Andrés Ingi og þingflokkurinn hafi átt í góðu samstarfi, flutt saman fjölda þingmála og unnið náið saman í nefndum þingsins. „Með tímanum hefur komið í ljós að um er að ræða náttúrulega bandamenn með margar sameiginlegar áherslur. Andrés er gríðarlega öflugur þingmaður sem hefur áorkað miklu einn síns liðs og er því mikill fengur fyrir þingflokk Pírata. Hann er hugsjónamaður með sterka réttlætiskennd sem þorir að færa rök fyrir stórum hugmyndum. Við lítum því á inngöngu Andrésar í þingflokkinn, sem og flokkinn í heild, sem góðan liðsstyrk fyrir verkefnin framundan,“ segir í tilkynningu Pírata. Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna sagði sig úr flokknum í september síðastliðnum og gekk til liðs við Samfylkinguna í desember.Vísir/vilhelm Gengin í nýja flokka Andrés Ingi sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna í nóvember 2019 og tilkynnti jafnframt að hann hygðist starfa sem óháður þingmaður út kjörtímabilið. Hann bar því fyrir sig á sínum tíma að stjórnarsamstarfið hefði verið erfitt og stjórnarflokkarnir ekki náð saman um málefni. Rósa Björk Brynjólfsdóttir sagði sig einnig úr þingflokki Vinstri grænna í september í fyrra. Hún sagði á sínum tíma að ástæða úrsagnarinnar væri brottvísun egypskrar fjölskyldu sem mikið var til umfjöllunar - en náði á endanum ekki fram að ganga. Rósa Björk gekk til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar í desember.
Alþingi Píratar Reykjavíkurkjördæmi norður Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira