Tala mikið um fjarveru Van Dijk en Liverpool saknar kannski Keita jafnmikið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2021 11:00 Naby Keita hefur verið mikið meiddur en hann er mikilvægur leikmaður fyrir Liverpool. Getty/Andrew Powell/ Tölfræðin hjá Liverpool í ensku úrvalsdeildinni öskrar á einn leikmann og hann heitir ekki Virgil van Dijk. Mikið hefur verið rætt og skrifað um vandræði Englandsmeistara Liverpool á þessari leiktíð og oftar en ekki er menn í framhaldinu að vísa til meiðsla og fjarvera miðvarðarins Virgil van Dijk. Það er þó kannski miklu frekar sóknin en vörnin sem er í vandræðum. Það er síðan ekki bara Virgil van Dijk sem hefur misst mikið úr hjá Liverpool í titilvörninni í ensku úrvalsdeildinni. Gíneamaðurinn Naby Keita hefur aðeins spilað 7 af 23 deildarleikjum Liverpool á leiktíðinni eða bara þrjátíu prósent leikja í boði. Tölfræðin sýnir það svart á hvítu að Liverpool liðið saknar Keita mjög mikið. NEW: Klopp s praise for unbelievable Ilkay Gundogan is a positive sign for Naby Keita https://t.co/45DFJQvPjS— This Is Anfield (@thisisanfield) February 6, 2021 Liverpool liðið hefur skorað 3,6 mörk að meðaltali í leik í leikjunum þar sem Naby Keita hefur verið í byrjunarliðinu. Naby Keita hefur bara byrjað 30 prósent leikja Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en liðið hefur skorað 25 af 44 mörkum sínum í þeim eða 57 prósent markanna. Án Keita hefur Liverpool oftast spilað með mun passífari menn á miðjunni og það er aðeins að skila 1,2 mörkum að meðaltali í leik. Þungarokksleikstíll Jürgen Klopp þarf líklegra á meiri rokk og ról að halda inn á miðjunni. Curtis Jones is the answer to Liverpool's Naby Keita problem https://t.co/oeCHvrc991— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) February 9, 2021 Liverpool hefur náð í 86 prósent stiga í þeim leikjum sem Naby Keita hefur spilað en aðeins 46 prósent stiga eru í húsi í þeim leikjum þar sem Gíneamaðurinn hefur ekki verið til staðar. Keita hefur ekki verið leikfær í vandræðum Liverpool að undanförnu og því verður aldrei sannað hvað hann hefði gert fyrir liðið í þeim leikjum. Það verður aftur á móti fróðlegt að sjá hvernig gengur þegar hann kemur aftur til baka. Keita er allur að braggast og ætti að koma til baka á næstunni. Liverpool með Naby Keita í byrjunarliðinu 4-3 sigur á Leeds 2-0 sigur á Chelsea 3-1 sigur á Arsenal 2-7 tap fyrir Aston Villa 3-0 sigur á Leicester 4-0 sigur á Wolves 7-0 sigur á Crystal Palace Samtals: 6 sigrar og 25 mörk í 7 leikjum. Stig í húsi: Liverpool með Keita: 86% (18 af 21) Liverpool án Keita: 46% (22 af 48) Mörk skoruð að meðaltali Liverpool með Keita: 3,6 (25 í 7 leikjum) Liverpool án Keita: 1,2 (19 í 16 leikjum) Nettó Liverpool með Keita: +14 í 7 leikjum Liverpool án Keita: +1 í 16 leikjum Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og skrifað um vandræði Englandsmeistara Liverpool á þessari leiktíð og oftar en ekki er menn í framhaldinu að vísa til meiðsla og fjarvera miðvarðarins Virgil van Dijk. Það er þó kannski miklu frekar sóknin en vörnin sem er í vandræðum. Það er síðan ekki bara Virgil van Dijk sem hefur misst mikið úr hjá Liverpool í titilvörninni í ensku úrvalsdeildinni. Gíneamaðurinn Naby Keita hefur aðeins spilað 7 af 23 deildarleikjum Liverpool á leiktíðinni eða bara þrjátíu prósent leikja í boði. Tölfræðin sýnir það svart á hvítu að Liverpool liðið saknar Keita mjög mikið. NEW: Klopp s praise for unbelievable Ilkay Gundogan is a positive sign for Naby Keita https://t.co/45DFJQvPjS— This Is Anfield (@thisisanfield) February 6, 2021 Liverpool liðið hefur skorað 3,6 mörk að meðaltali í leik í leikjunum þar sem Naby Keita hefur verið í byrjunarliðinu. Naby Keita hefur bara byrjað 30 prósent leikja Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en liðið hefur skorað 25 af 44 mörkum sínum í þeim eða 57 prósent markanna. Án Keita hefur Liverpool oftast spilað með mun passífari menn á miðjunni og það er aðeins að skila 1,2 mörkum að meðaltali í leik. Þungarokksleikstíll Jürgen Klopp þarf líklegra á meiri rokk og ról að halda inn á miðjunni. Curtis Jones is the answer to Liverpool's Naby Keita problem https://t.co/oeCHvrc991— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) February 9, 2021 Liverpool hefur náð í 86 prósent stiga í þeim leikjum sem Naby Keita hefur spilað en aðeins 46 prósent stiga eru í húsi í þeim leikjum þar sem Gíneamaðurinn hefur ekki verið til staðar. Keita hefur ekki verið leikfær í vandræðum Liverpool að undanförnu og því verður aldrei sannað hvað hann hefði gert fyrir liðið í þeim leikjum. Það verður aftur á móti fróðlegt að sjá hvernig gengur þegar hann kemur aftur til baka. Keita er allur að braggast og ætti að koma til baka á næstunni. Liverpool með Naby Keita í byrjunarliðinu 4-3 sigur á Leeds 2-0 sigur á Chelsea 3-1 sigur á Arsenal 2-7 tap fyrir Aston Villa 3-0 sigur á Leicester 4-0 sigur á Wolves 7-0 sigur á Crystal Palace Samtals: 6 sigrar og 25 mörk í 7 leikjum. Stig í húsi: Liverpool með Keita: 86% (18 af 21) Liverpool án Keita: 46% (22 af 48) Mörk skoruð að meðaltali Liverpool með Keita: 3,6 (25 í 7 leikjum) Liverpool án Keita: 1,2 (19 í 16 leikjum) Nettó Liverpool með Keita: +14 í 7 leikjum Liverpool án Keita: +1 í 16 leikjum
Liverpool með Naby Keita í byrjunarliðinu 4-3 sigur á Leeds 2-0 sigur á Chelsea 3-1 sigur á Arsenal 2-7 tap fyrir Aston Villa 3-0 sigur á Leicester 4-0 sigur á Wolves 7-0 sigur á Crystal Palace Samtals: 6 sigrar og 25 mörk í 7 leikjum. Stig í húsi: Liverpool með Keita: 86% (18 af 21) Liverpool án Keita: 46% (22 af 48) Mörk skoruð að meðaltali Liverpool með Keita: 3,6 (25 í 7 leikjum) Liverpool án Keita: 1,2 (19 í 16 leikjum) Nettó Liverpool með Keita: +14 í 7 leikjum Liverpool án Keita: +1 í 16 leikjum
Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira