Árlegur lestur Passíusálmanna Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 10. febrúar 2021 08:30 Árlegur lestur Passíusálmanna í Ríkisútvarpinu hófst í síðustu viku og verða þeir að öllu óbreyttu lesnir fram að páskum. Þessi hefð hefur verið við lýði síðan árið 1944. Eins miklar mætur og ég hef á íslensku máli og menningu er ég algjörlega mótfallinn þessari hefð. Það má vera að Passíusálmarnir séu vel ortir en það breytir ekki þeirri staðreynd að þeir eru uppfullir af stæku Gyðingahatri. Ríkisútvarpinu hefur borist fjöldi ábendinga í gegnum tíðina um særandi efnistök sálmanna, meðal annars frá stofnun Simon Wiesenthal, en þær ábendingar hafa hingað til fallið í grýttan jarðveg. Ákveðinn hluti landsmanna virðist túlka alla hvatningu til þess að hætta flutningi sálmanna sem aðför að íslenskri menningu. Þá virðist litlu máli skipta að sálmarnir vegi alvarlega að minnihlutahópi sem hefur í rúm tvö árþúsund átt undir högg að sækja víða um heim, meðal annars vegna orðræðu af nákvæmlega sama tagi og er að finna í sálmunum. Í því samhengi langar mig að hvetja lesendur til að íhuga vandlega eftirfarandi textabrot og spyrja sig hvaða erindi þau eigi í útvarp allra landsmanna: „Orðum hans ekki treystu illgjarnir Júðar þeir.“ „Svoddan virðingu vildu hann vondir Gyðingar sneyða.“ „Gyðinga hörð var heiftin beisk, hjartans blindleiki og villan treisk.“ „Nakinn Jesúm á jörðu Júðar krossfestu þar með heiftar sinni hörðu.“ Þetta eru aðeins nokkur af mýmörgum dæmum Gyðingahaturs í Passíusálmunum. Dæmin eru þess eðlis að það er erfitt að skilja hvernig réttlæta megi árlegan lestur þeirra með vísun í sögulegt samhengi og menningarlegt gildi. Væri virkilega svo mikill missir af lestri Passíusálmanna í ríkisútvarpinu? Það er vart hægt að segja að það sé skortur á frábærum íslenskum bókmenntaverkum sem hægt væri að flytja í þeirra stað. Þjóðmenning okkar Íslendinga hlýtur að standa á traustari grunni en svo að hún standi og falli með lestri Passíusálmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Ríkisútvarpið Trúmál Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Sjá meira
Árlegur lestur Passíusálmanna í Ríkisútvarpinu hófst í síðustu viku og verða þeir að öllu óbreyttu lesnir fram að páskum. Þessi hefð hefur verið við lýði síðan árið 1944. Eins miklar mætur og ég hef á íslensku máli og menningu er ég algjörlega mótfallinn þessari hefð. Það má vera að Passíusálmarnir séu vel ortir en það breytir ekki þeirri staðreynd að þeir eru uppfullir af stæku Gyðingahatri. Ríkisútvarpinu hefur borist fjöldi ábendinga í gegnum tíðina um særandi efnistök sálmanna, meðal annars frá stofnun Simon Wiesenthal, en þær ábendingar hafa hingað til fallið í grýttan jarðveg. Ákveðinn hluti landsmanna virðist túlka alla hvatningu til þess að hætta flutningi sálmanna sem aðför að íslenskri menningu. Þá virðist litlu máli skipta að sálmarnir vegi alvarlega að minnihlutahópi sem hefur í rúm tvö árþúsund átt undir högg að sækja víða um heim, meðal annars vegna orðræðu af nákvæmlega sama tagi og er að finna í sálmunum. Í því samhengi langar mig að hvetja lesendur til að íhuga vandlega eftirfarandi textabrot og spyrja sig hvaða erindi þau eigi í útvarp allra landsmanna: „Orðum hans ekki treystu illgjarnir Júðar þeir.“ „Svoddan virðingu vildu hann vondir Gyðingar sneyða.“ „Gyðinga hörð var heiftin beisk, hjartans blindleiki og villan treisk.“ „Nakinn Jesúm á jörðu Júðar krossfestu þar með heiftar sinni hörðu.“ Þetta eru aðeins nokkur af mýmörgum dæmum Gyðingahaturs í Passíusálmunum. Dæmin eru þess eðlis að það er erfitt að skilja hvernig réttlæta megi árlegan lestur þeirra með vísun í sögulegt samhengi og menningarlegt gildi. Væri virkilega svo mikill missir af lestri Passíusálmanna í ríkisútvarpinu? Það er vart hægt að segja að það sé skortur á frábærum íslenskum bókmenntaverkum sem hægt væri að flytja í þeirra stað. Þjóðmenning okkar Íslendinga hlýtur að standa á traustari grunni en svo að hún standi og falli með lestri Passíusálmanna.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun