Enn mistekst Erik Jensen að bola Kim Kielsen burt Kristján Már Unnarsson skrifar 9. febrúar 2021 23:27 Kim Kielsen og Erik Jensen meðan allt lék í lyndi á yfirborðinu innan Siumut-flokksins, stærsta stjórnmálaflokks Grænlands. Myndin var tekin á fótboltaleik í bænum Sisimiut sumarið 2017. Siumut Harðvítug valdabarátta um leiðtogahlutverkið á Grænlandi tók á sig nýja mynd í dag þegar Erik Jensen, formaður Siumut-flokksins, neyddist til að lýsa því yfir að honum hefði ekki tekist að fá neinn annan flokk í lið með sér til að mynda nýja landsstjórn. Þetta þýðir að Kim Kielsen heldur áfram stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands, þrátt fyrir að Erik Jensen hafi fellt hann úr formannssæti Siumut í nóvember. Eftir að einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, sagði skilið við landsstjórnina í gær lýsti Kim Kielsen því yfir að stjórnin myndi sitja áfram sem minnihlutastjórn, þrátt fyrir að hún hafi núna aðeins 11 þingsæti af 31 á grænlenska þinginu. Formaður Demokraterne krafðist kosninga en Kielsen svaraði því til að það væri þingsins að ákveða slíkt. Erik Jensen tók við formennskunni í Siumut-flokknum í lok nóvember. Siumut Fljótlega eftir að Erik Jensen sigraði Kim Kielsen í formannsslag innan Siumut þann 30. nóvember lýsti hann því yfir að hann gerði einnig ráð fyrir að taka við forsæti landsstjórnarinnar. Fyrst reyndi hann um miðjan janúar að fá hina stjórnarflokkanna til að fallast á forsætisráðherraskipti. Þegar það reyndist árangurslaust hóf hann viðræður við forystumenn stjórnarandstöðuflokka um myndun nýrrar stjórnar. Í dag varð svo ljóst að enginn þeirra hafði áhuga á að ganga til stjórnarsamstarfs við Siumut-flokkinn undir stjórn Jensens, að því er fram kemur í Sermitsiaq. Þeir bera því meðal annars við í viðtali við KNR að flokkurinn sé óstjórntækur vegna innanbúðarátaka. Kim Kielsen heldur enn stöðu sinni sem leiðtogi Grænlands þrátt fyrir að hafa verið felldur úr formannssæti Siumut-flokksins.Siumut Hvort Kielsen takist að halda völdum sem leiðtogi Grænlands skýrist betur næstkomandi þriðjudag, þann 16. febrúar, þegar þingið kemur saman að nýju eftir vetrarhlé. Í frétt KNR í dag segir að enginn viti hvað þá muni gerast. Kielsen gæti sjálfur ákveðið að víkja friðsamlega en einnig gæti myndast meirihlutastuðningur við vantrauststillögu, sem þá þýddi kosningar. Kim Kielsen segist hins vegar engan áhuga hafa á að efna núna til þingkosninga. Hann vilji freista þess að halda áfram svo fremi að það sé mögulegt fyrir minnihlutastjórn að vinna störf sín. Grænland Tengdar fréttir Allt í loft upp á Grænlandi eftir að Kielsen missti þingmeirihlutann Landsstjórn Grænlands missti í dag meirihluta sinn á grænlenska þinginu þegar einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, tilkynnti óvænt að hann hefði sagt skilið við stjórnina. Formaður Demokraterne, Jens Frederik Nielsen, krafðist þess jafnframt að efnt yrði til nýrra þingkosninga. 8. febrúar 2021 18:45 Gengur hægt að bola Kim Kielsen úr starfi Kim Kielsen heldur enn stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands. Erik Jensen, sem fyrir tveimur mánuðum felldi Kielsen úr formannsstóli Siumut-flokksins, virðist hafa mistekist að sannfæra fulltrúa samstarfsflokkanna í landsstjórn Grænlands um að hann ætti jafnframt að setjast í forsæti landsstjórnarinnar. 24. janúar 2021 23:10 Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. 11. janúar 2021 12:14 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Eftir að einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, sagði skilið við landsstjórnina í gær lýsti Kim Kielsen því yfir að stjórnin myndi sitja áfram sem minnihlutastjórn, þrátt fyrir að hún hafi núna aðeins 11 þingsæti af 31 á grænlenska þinginu. Formaður Demokraterne krafðist kosninga en Kielsen svaraði því til að það væri þingsins að ákveða slíkt. Erik Jensen tók við formennskunni í Siumut-flokknum í lok nóvember. Siumut Fljótlega eftir að Erik Jensen sigraði Kim Kielsen í formannsslag innan Siumut þann 30. nóvember lýsti hann því yfir að hann gerði einnig ráð fyrir að taka við forsæti landsstjórnarinnar. Fyrst reyndi hann um miðjan janúar að fá hina stjórnarflokkanna til að fallast á forsætisráðherraskipti. Þegar það reyndist árangurslaust hóf hann viðræður við forystumenn stjórnarandstöðuflokka um myndun nýrrar stjórnar. Í dag varð svo ljóst að enginn þeirra hafði áhuga á að ganga til stjórnarsamstarfs við Siumut-flokkinn undir stjórn Jensens, að því er fram kemur í Sermitsiaq. Þeir bera því meðal annars við í viðtali við KNR að flokkurinn sé óstjórntækur vegna innanbúðarátaka. Kim Kielsen heldur enn stöðu sinni sem leiðtogi Grænlands þrátt fyrir að hafa verið felldur úr formannssæti Siumut-flokksins.Siumut Hvort Kielsen takist að halda völdum sem leiðtogi Grænlands skýrist betur næstkomandi þriðjudag, þann 16. febrúar, þegar þingið kemur saman að nýju eftir vetrarhlé. Í frétt KNR í dag segir að enginn viti hvað þá muni gerast. Kielsen gæti sjálfur ákveðið að víkja friðsamlega en einnig gæti myndast meirihlutastuðningur við vantrauststillögu, sem þá þýddi kosningar. Kim Kielsen segist hins vegar engan áhuga hafa á að efna núna til þingkosninga. Hann vilji freista þess að halda áfram svo fremi að það sé mögulegt fyrir minnihlutastjórn að vinna störf sín.
Grænland Tengdar fréttir Allt í loft upp á Grænlandi eftir að Kielsen missti þingmeirihlutann Landsstjórn Grænlands missti í dag meirihluta sinn á grænlenska þinginu þegar einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, tilkynnti óvænt að hann hefði sagt skilið við stjórnina. Formaður Demokraterne, Jens Frederik Nielsen, krafðist þess jafnframt að efnt yrði til nýrra þingkosninga. 8. febrúar 2021 18:45 Gengur hægt að bola Kim Kielsen úr starfi Kim Kielsen heldur enn stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands. Erik Jensen, sem fyrir tveimur mánuðum felldi Kielsen úr formannsstóli Siumut-flokksins, virðist hafa mistekist að sannfæra fulltrúa samstarfsflokkanna í landsstjórn Grænlands um að hann ætti jafnframt að setjast í forsæti landsstjórnarinnar. 24. janúar 2021 23:10 Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. 11. janúar 2021 12:14 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Allt í loft upp á Grænlandi eftir að Kielsen missti þingmeirihlutann Landsstjórn Grænlands missti í dag meirihluta sinn á grænlenska þinginu þegar einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, tilkynnti óvænt að hann hefði sagt skilið við stjórnina. Formaður Demokraterne, Jens Frederik Nielsen, krafðist þess jafnframt að efnt yrði til nýrra þingkosninga. 8. febrúar 2021 18:45
Gengur hægt að bola Kim Kielsen úr starfi Kim Kielsen heldur enn stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands. Erik Jensen, sem fyrir tveimur mánuðum felldi Kielsen úr formannsstóli Siumut-flokksins, virðist hafa mistekist að sannfæra fulltrúa samstarfsflokkanna í landsstjórn Grænlands um að hann ætti jafnframt að setjast í forsæti landsstjórnarinnar. 24. janúar 2021 23:10
Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. 11. janúar 2021 12:14