Ísafjarðarbær á eina íbúð á hverja þrjátíu íbúa Heimir Már Pétursson skrifar 9. febrúar 2021 12:02 Ísafjarðarbær á í dag 27 íbúðir í húsnæði Hlífar sem sést aftan við sjúkrahúsið á þessari mynd. Stöð 2/Egill Formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar segir óeðlilegt að bærinn eigi hlutfallslega fleiri félagslegar íbúðir en önnur bæjarfélög en bærinn stefni að því að selja hundrað íbúðir í eigu bæjarins sem og íbúðir fyrir aldraða til óhagnaðardrifinna félaga. Afraksturinn yrði meðal annars notaður til að auka framboð á húsnæði fyrir aldraða. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynda meirihluta í Ísafjarðarbæ. Daníel Jakobsson oddviti Sjálfstæðismanna og formaður bæjarráðs segir að við sameiningu sveitarfélaga í Ísafjarðarbæ hafi bærinn átt 190 íbúðir sem smátt og smátt hafi fækkað niður í eitt hundrað. Nú eigi bærinn eina íbúð á hverja þrjátíu íbúa í bænum. Um tuttugu prósent þeirra megi skilgreina sem félagslegar íbúðir. Daníel segir áform um sölu þessarra íbúða ekki á skjön við stefnu stjórnvalda og verkalýðshreyfingar um uppbyggingu almennra íbúða á betri kjörum til þeirra lægst launuðu. Daníel Jakobsson formaður bæjarráðs segir sölu íbúða í eigu bæjarins geta skapað hátt á þrjá milljarða í tekjur fyrir bæinn. Þær tekjur yrðu meðal annars nýttar til að fjölga leiguíbúðum fyrir aldraða.Stöð 2/Baldur „Þar erum við í raun og veru að horfa til þess að taka á okkur sama hlutverk og ríkið er að gera. Að bjóða þeim sem eru í íbúðunum í dag að kaupa þær af okkur. Annað hvort með hlutdeildarláni frá bænum eða þá að bærinn fjármagni það sem upp á vanti. Þannig að þeir íbúar sem eru í þeim væru kannski að eignast íbúðirnar fyrir minni mánaðrlegar greiðslu en þeir eru að greiða okkur í leigu í dag,“ segir Daníel. Svipað sé upp á teningnum varðandi þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Í dag eigi bærinn 27 íbúðir af sjötíu og tveimur fyrir eldri borgara í húsi Hlífar. „Varðandi íbúðirnar fyrir eldri borgara er hugmyndin að finna einhvern kaupanda sem hefur þessi markmið sem þú lýstir áðan. Þannig að það verði virkur leigumarkaður fyrir eldri borgara í þessu húsi,“ segir Daníel. Stefnt sé að því að selja til óhagnaðardrifinna félaga. Nú sé lögð meiri áhersla á heimaþjónustu og síðan taki hjúkrunarheimilin við. Formaður bæjarráðs segir Ísafjarðarbæ eiga fleiri íbúðir miðað við höfðatölu en nokkurt annað sveitarfélag. Létta þurfi á rekstri bæjarins og auka svigrúm til fjárfestinga.Stöð 2/Egill Málið sé hins vegar allt á frumstigi og óvíst hvort slíkir kaupendur finnist en málið verði tekið fyrir í bæjarstjórn í næstu viku. Áfram yrði stefnt að því að ákveðin fjöldi almennra íbúða yrði innan félagslegra íbúðakerfsins annað hvort með eignarhaldi bæjarins eða leigusamningum. „Það er alla vega ekki æskilegt í mínum huga að það sé einhver að kaupa sem ætli annað hvort að segja leigunni upp eða hækka leiguna umtalsvert,“ segir formaður bæjarráðs. Þessar hugmyndir séu ekki eingöngu drifnar af fjármögnun á nýju knattspyrnuhúsi sem kosti um 600 milljóir króna, sömu upphæð og bærinn hafi til fjárfestinga á hverju ári að jafnaði. Heldur til að minnka umfang rekstrar bæjarins. Sala eigna gæti fært bænum hátt á þriðja milljarð króna. „Það er engin ástæða fyrir Ísafjarðarbæ að eiga miklu, miklu fleiri félagslegar íbúðir en nokkuð annað sveitarfélag eftir höfðatölu. Þannig að verkefnið er í raun og veru kannski bara að straumlínulaga aðeins hjá okkur reksturinn til að geta sótt fram,“ segir Daníel Jakobsson. Ísafjarðarbær Húsnæðismál Eldri borgarar Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynda meirihluta í Ísafjarðarbæ. Daníel Jakobsson oddviti Sjálfstæðismanna og formaður bæjarráðs segir að við sameiningu sveitarfélaga í Ísafjarðarbæ hafi bærinn átt 190 íbúðir sem smátt og smátt hafi fækkað niður í eitt hundrað. Nú eigi bærinn eina íbúð á hverja þrjátíu íbúa í bænum. Um tuttugu prósent þeirra megi skilgreina sem félagslegar íbúðir. Daníel segir áform um sölu þessarra íbúða ekki á skjön við stefnu stjórnvalda og verkalýðshreyfingar um uppbyggingu almennra íbúða á betri kjörum til þeirra lægst launuðu. Daníel Jakobsson formaður bæjarráðs segir sölu íbúða í eigu bæjarins geta skapað hátt á þrjá milljarða í tekjur fyrir bæinn. Þær tekjur yrðu meðal annars nýttar til að fjölga leiguíbúðum fyrir aldraða.Stöð 2/Baldur „Þar erum við í raun og veru að horfa til þess að taka á okkur sama hlutverk og ríkið er að gera. Að bjóða þeim sem eru í íbúðunum í dag að kaupa þær af okkur. Annað hvort með hlutdeildarláni frá bænum eða þá að bærinn fjármagni það sem upp á vanti. Þannig að þeir íbúar sem eru í þeim væru kannski að eignast íbúðirnar fyrir minni mánaðrlegar greiðslu en þeir eru að greiða okkur í leigu í dag,“ segir Daníel. Svipað sé upp á teningnum varðandi þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Í dag eigi bærinn 27 íbúðir af sjötíu og tveimur fyrir eldri borgara í húsi Hlífar. „Varðandi íbúðirnar fyrir eldri borgara er hugmyndin að finna einhvern kaupanda sem hefur þessi markmið sem þú lýstir áðan. Þannig að það verði virkur leigumarkaður fyrir eldri borgara í þessu húsi,“ segir Daníel. Stefnt sé að því að selja til óhagnaðardrifinna félaga. Nú sé lögð meiri áhersla á heimaþjónustu og síðan taki hjúkrunarheimilin við. Formaður bæjarráðs segir Ísafjarðarbæ eiga fleiri íbúðir miðað við höfðatölu en nokkurt annað sveitarfélag. Létta þurfi á rekstri bæjarins og auka svigrúm til fjárfestinga.Stöð 2/Egill Málið sé hins vegar allt á frumstigi og óvíst hvort slíkir kaupendur finnist en málið verði tekið fyrir í bæjarstjórn í næstu viku. Áfram yrði stefnt að því að ákveðin fjöldi almennra íbúða yrði innan félagslegra íbúðakerfsins annað hvort með eignarhaldi bæjarins eða leigusamningum. „Það er alla vega ekki æskilegt í mínum huga að það sé einhver að kaupa sem ætli annað hvort að segja leigunni upp eða hækka leiguna umtalsvert,“ segir formaður bæjarráðs. Þessar hugmyndir séu ekki eingöngu drifnar af fjármögnun á nýju knattspyrnuhúsi sem kosti um 600 milljóir króna, sömu upphæð og bærinn hafi til fjárfestinga á hverju ári að jafnaði. Heldur til að minnka umfang rekstrar bæjarins. Sala eigna gæti fært bænum hátt á þriðja milljarð króna. „Það er engin ástæða fyrir Ísafjarðarbæ að eiga miklu, miklu fleiri félagslegar íbúðir en nokkuð annað sveitarfélag eftir höfðatölu. Þannig að verkefnið er í raun og veru kannski bara að straumlínulaga aðeins hjá okkur reksturinn til að geta sótt fram,“ segir Daníel Jakobsson.
Ísafjarðarbær Húsnæðismál Eldri borgarar Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira