Svar við bréfi Lilju gefur vonir um meiri íslensku hjá Disney Sylvía Hall skrifar 8. febrúar 2021 18:11 Lilja segist ætla þrýsta á að verkinu verði flýtt. Fleiri myndir verða aðgengilegar með íslenskri talsetningu og texta á streymisveitunni Disney+ eftir nokkra mánuði. Þetta kemur fram í svari Hans van Rijn, yfirmanns Disney á Norðurlöndunum, við erindi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Lilja sendi nýverið bréf til Bob Chapek, forstjóra Disney, þar sem hún hvatti fyrirtækið til þess að bjóða upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni Disney+. Sagði hún það vera óboðlegt að stórveldi eins og Disney nýtti ekki íslenskar talsetningar og þýðingar, það væri bæði mikilvægt fyrir sjálfsmynd þjóðarinnar og komandi kynslóðir. „Svarið frá Disney er vísbending um góðan vilja. Vinna er hafin við að koma íslenskum skjátextum og talsetningum í notkun á streymisveitunni Disney+, en betur má ef duga skal,“ skrifar Lilja. „Það stefnir í að efnið verði í boði með vorinu, en ég mun þrýsta á um að verkinu verði flýtt.“ Stórmyndir á leiðinni Disney+ varð aðgengileg hér á landi í september síðastliðnum og segir van Rijn fyrirtækið sífellt leita leiða til að laga sig að menningu hvers markaðar. „Það er því ánægjulegt að segja frá því að vinna er nú þegar hafin við að gera þetta að veruleika.“ Meðal fyrstu mynda sem verða aðgengilegar með íslenskri talsetningu eru Lion King, WALL-E og Toy Story myndirnar að sögn van Rijn. Þá eru Cars myndirnar, Frozen 2 og Coco einnig í undirbúningi. „Tæknileg vinna mun taka nokkra mánuði. Ég hlakka til að hafa samband aftur þegar ég get staðfest að myndirnar séu aðgengilegar á Disney+ svo íslenskar fjölskyldur geti notið þeirra.“ „Þið eigið þetta“ Leikarinn Jóhannes Haukur er á meðal þeirra sem hafa þrýst á Disney varðandi talsetningu efnis á Disney+. Hann vakti athygli á málinu á Twitter í lok janúar og hlaut ábendingin góðar undirtektir. Hey @disneyplus why would you sell subscriptions in a region (Iceland to be specific) without making the subtitles and audio for that region available? Why oh why? Iceland has dubbed Disney features and TV shows for decades. You own it, you have it. Please make it available.— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) January 30, 2021 „Hey Disney+, af hverju mynduð þið selja áskriftir án þess gera texta og talsetningu þess svæðis aðgengilega?“ spurði leikarinn á Twitter. Hátt í tvö þúsund manns líkuðu við færslu Jóhannesar, en hann benti í kjölfarið á að íslenska væri eitt elsta tungumál í heimi. Með því að gera talsetningarnar aðgengilegar væri hægt að viðhalda tungumálinu. Icelandic is one of the oldest languages in the world still spoken. Making your Icelandic audio available for the younger generations of Iceland will help preserve our language. Með fyrirfram þökk fyrir áheyrnina og von um skjót viðbrögð. #MakeIcelandicAvailableOnDisneyPlus— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) January 30, 2021 Disney Íslenska á tækniöld Bíó og sjónvarp Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Lilja sendi nýverið bréf til Bob Chapek, forstjóra Disney, þar sem hún hvatti fyrirtækið til þess að bjóða upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni Disney+. Sagði hún það vera óboðlegt að stórveldi eins og Disney nýtti ekki íslenskar talsetningar og þýðingar, það væri bæði mikilvægt fyrir sjálfsmynd þjóðarinnar og komandi kynslóðir. „Svarið frá Disney er vísbending um góðan vilja. Vinna er hafin við að koma íslenskum skjátextum og talsetningum í notkun á streymisveitunni Disney+, en betur má ef duga skal,“ skrifar Lilja. „Það stefnir í að efnið verði í boði með vorinu, en ég mun þrýsta á um að verkinu verði flýtt.“ Stórmyndir á leiðinni Disney+ varð aðgengileg hér á landi í september síðastliðnum og segir van Rijn fyrirtækið sífellt leita leiða til að laga sig að menningu hvers markaðar. „Það er því ánægjulegt að segja frá því að vinna er nú þegar hafin við að gera þetta að veruleika.“ Meðal fyrstu mynda sem verða aðgengilegar með íslenskri talsetningu eru Lion King, WALL-E og Toy Story myndirnar að sögn van Rijn. Þá eru Cars myndirnar, Frozen 2 og Coco einnig í undirbúningi. „Tæknileg vinna mun taka nokkra mánuði. Ég hlakka til að hafa samband aftur þegar ég get staðfest að myndirnar séu aðgengilegar á Disney+ svo íslenskar fjölskyldur geti notið þeirra.“ „Þið eigið þetta“ Leikarinn Jóhannes Haukur er á meðal þeirra sem hafa þrýst á Disney varðandi talsetningu efnis á Disney+. Hann vakti athygli á málinu á Twitter í lok janúar og hlaut ábendingin góðar undirtektir. Hey @disneyplus why would you sell subscriptions in a region (Iceland to be specific) without making the subtitles and audio for that region available? Why oh why? Iceland has dubbed Disney features and TV shows for decades. You own it, you have it. Please make it available.— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) January 30, 2021 „Hey Disney+, af hverju mynduð þið selja áskriftir án þess gera texta og talsetningu þess svæðis aðgengilega?“ spurði leikarinn á Twitter. Hátt í tvö þúsund manns líkuðu við færslu Jóhannesar, en hann benti í kjölfarið á að íslenska væri eitt elsta tungumál í heimi. Með því að gera talsetningarnar aðgengilegar væri hægt að viðhalda tungumálinu. Icelandic is one of the oldest languages in the world still spoken. Making your Icelandic audio available for the younger generations of Iceland will help preserve our language. Með fyrirfram þökk fyrir áheyrnina og von um skjót viðbrögð. #MakeIcelandicAvailableOnDisneyPlus— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) January 30, 2021
Disney Íslenska á tækniöld Bíó og sjónvarp Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira