Vill að Stólarnir láti Nikolas Tomsick fara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2021 09:30 Nikolas Tomsick var flottur með Stjörnunni í fyrra en hefur ekki fundið taktinn með Tindastól á þessu tímabili. Samsett/Bára Nikolas Tomsick og félagar í liði Tindastóls fengu slæman skell á móti toppliði Keflavíkur í Domino´s deild karla í körfubolta í gærkvöldi. Sérfræðingur Domino´s Körfuboltakvölds vill að Stólarnir sendi eina stjörnu liðsins til sín heima. Nikolas Tomsick átti ekki góðan leik með Tindastól í 26 stiga tapi í Keflavík í gær en hann klikkaði á tólf af fimmtán skotum sínum í leiknum. Stólarnir töpuðu þeim 33 mínútum sem hann spilaði með 25 stigum. Tomsick var hetja Tindastólsliðsins í sigri á Þór í Þorlákshöfn á dögunum en hefur aðeins hitt úr 6 af 31 þriggja stiga akoti sínum í síðustu þremur leikjum. Það gerir bara nítján prósent nýtingu hjá þessari miklu skyttu. Jón Halldór Eðvaldsson var með Kjartan Atla Kjartanssyni í Domino´s Tilþrifunum í gærkvöldi þar sem var farið yfir leikina í deildinni í gær. Jón Halldór hafði sterka skoðun á því hvort að Nikolas Tomsick væri í raun rétti maðurinn fyrir Tindastólsliðið. Klippa: Dominos Tilþrifin: Jonni um framtíð Tomsick „Ég held að Stólarnir fari ekki neitt ef þeir ætla að vera með Tomsick. Ég er bara þar,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. „Mér finnst Stólarnir vera með fínasta lið en þeir eru ekki með neitt æðislegt lið að mínu mati. Hann er alls ekki leikmaðurinn sem þeir þurfa á að halda. Þeir eru með svona leikmann þarna sem heitir Pétur Rúnar,“ sagði Jón Halldór. „Ég myndi fara í það að fá mér öðruvísi leikmann heldur en Tomsick. Ég myndi reyna að fá mér leikmann sem er nálægt tveimur metrum, er ekki leikstjórnandi, heldur meira þristur kannski, en getur komið upp með boltann. Eins og Brenton var eða Damon Johnson var. Svoleiðis týpu,“ sagði Jón Halldór. „Tomsick ‚dripplar' alltof alltof mikið og það er enginn taktur í þessu Tindastólsliði,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, Það fylgir málinu að Kjartan Atli Kjartansson var ekki sammála Jonna í því að það væri best fyrir Tindastólsliðið að reka Nikolas Tomsick. Það má sjá Jonna tala um Nikolas Tomsick í myndbandinu hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Nikolas Tomsick átti ekki góðan leik með Tindastól í 26 stiga tapi í Keflavík í gær en hann klikkaði á tólf af fimmtán skotum sínum í leiknum. Stólarnir töpuðu þeim 33 mínútum sem hann spilaði með 25 stigum. Tomsick var hetja Tindastólsliðsins í sigri á Þór í Þorlákshöfn á dögunum en hefur aðeins hitt úr 6 af 31 þriggja stiga akoti sínum í síðustu þremur leikjum. Það gerir bara nítján prósent nýtingu hjá þessari miklu skyttu. Jón Halldór Eðvaldsson var með Kjartan Atla Kjartanssyni í Domino´s Tilþrifunum í gærkvöldi þar sem var farið yfir leikina í deildinni í gær. Jón Halldór hafði sterka skoðun á því hvort að Nikolas Tomsick væri í raun rétti maðurinn fyrir Tindastólsliðið. Klippa: Dominos Tilþrifin: Jonni um framtíð Tomsick „Ég held að Stólarnir fari ekki neitt ef þeir ætla að vera með Tomsick. Ég er bara þar,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. „Mér finnst Stólarnir vera með fínasta lið en þeir eru ekki með neitt æðislegt lið að mínu mati. Hann er alls ekki leikmaðurinn sem þeir þurfa á að halda. Þeir eru með svona leikmann þarna sem heitir Pétur Rúnar,“ sagði Jón Halldór. „Ég myndi fara í það að fá mér öðruvísi leikmann heldur en Tomsick. Ég myndi reyna að fá mér leikmann sem er nálægt tveimur metrum, er ekki leikstjórnandi, heldur meira þristur kannski, en getur komið upp með boltann. Eins og Brenton var eða Damon Johnson var. Svoleiðis týpu,“ sagði Jón Halldór. „Tomsick ‚dripplar' alltof alltof mikið og það er enginn taktur í þessu Tindastólsliði,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, Það fylgir málinu að Kjartan Atli Kjartansson var ekki sammála Jonna í því að það væri best fyrir Tindastólsliðið að reka Nikolas Tomsick. Það má sjá Jonna tala um Nikolas Tomsick í myndbandinu hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira