Landsréttur neitar að viðurkenna faðerni þrátt fyrir jákvæða erfðafræðirannsókn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2021 19:00 Í dómnum er meðal annars rakin saga barnalaga. Áhugaverður dómur féll í Landsrétti á dögunum þar sem niðurstaðan var sú að ekki væri mögulegt að fallast á kröfu systkina um að faðir þeirra hefði verið sonur ákveðins manns, jafnvel þótt mannerfðafræðileg rannsókn hefði leitt í ljós að 99 prósent líkur væru á að hann væri það sannarlega. Málið er þannig vaxið að fram til ársins 2017 var L skráður faðir K. Það ár viðurkenndi Héraðsdómur Norðurlands eystra hins vegar, að kröfu móður K, að hann væri ekki sonur L. K og L voru báðir látnir. Móðir K, sem er kölluð J í dómnum, hugðist höfða barnfaðernismál á hendur erfingum M, sem lést árið 2016, en lést sjálf áður en til þess kom. Dánarbú hennar freistaði þess að taka við aðild að málinu en ekki var fallist á að lagaskilyrði væru til þess og var málinu vísað frá. H og I, börn K, höfðuðu þá mál á hendur öðrum börnum M; A, B, C, D, E, F og G, og kröfðust þess að viðurkennt yrði að M heitinn væri faðir föður þeirra, K. Hagsmunir H og I ekki sambærilegir við hagsmuni manns og barns Sem fyrr segir var það niðurstaða mannerfðafræðilegrar rannsóknar að allar líkur væru á að K væri sannarlega sonur M og Héraðsdómur Norðurlands eystra viðurkenndi þá niðurstöðu. A, B, C, D, E, F og G áfrýjuðu hins vegar dómnum, á þeirri forsendu að H og I gætu ekki átt aðild að máli til viðurkenningar á faðerni föður þeirra. Landsréttur reyndist sammála og rekur meðal annars sögu barnalaga. Í dómnum segir að takmarkanir á aðild að barnsfaðernismálum byggist upphaflega á hagsmunum móður og barns af því að hafa ákvörðunarvald um höfðun farðernismáls og síðar af beinum hagsmunum barnsins af því að vera rétt feðrað og réttar þess til að njóta umgengni og samvista við föður. Í umræddu máli séu þeir menn sem málið hverfist um ekki aðeins látnir, heldur standi aðilar málsins hvor öðrum mun fær en vera myndi um líffræðilegan föður og ætlað barn hans. „Verður að telja að hagsmunir stefndu af því að fá faðerni föður síns viðurkennt séu ekki sambærilegir við hagsmuni manns, og eftir atvikum barns, af því að fá dóm um að hann sé faðir barnsins. Þegar þetta er haft í huga og jafnframt litið til þeirra sjónarmiða og hagsmuna sem aðildarreglur í faðernismálum byggjast á verður ekki talið að stefndu hafi sýnt fram á að haldbær rök standi til þess, að óbreyttum lögum, að unnt sé að fallast á kröfur þeirra um viðurkenningu á því að M hafi verið faðir föður þeirra, K.“ Dómurinn í heild. Réttindi barna Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Málið er þannig vaxið að fram til ársins 2017 var L skráður faðir K. Það ár viðurkenndi Héraðsdómur Norðurlands eystra hins vegar, að kröfu móður K, að hann væri ekki sonur L. K og L voru báðir látnir. Móðir K, sem er kölluð J í dómnum, hugðist höfða barnfaðernismál á hendur erfingum M, sem lést árið 2016, en lést sjálf áður en til þess kom. Dánarbú hennar freistaði þess að taka við aðild að málinu en ekki var fallist á að lagaskilyrði væru til þess og var málinu vísað frá. H og I, börn K, höfðuðu þá mál á hendur öðrum börnum M; A, B, C, D, E, F og G, og kröfðust þess að viðurkennt yrði að M heitinn væri faðir föður þeirra, K. Hagsmunir H og I ekki sambærilegir við hagsmuni manns og barns Sem fyrr segir var það niðurstaða mannerfðafræðilegrar rannsóknar að allar líkur væru á að K væri sannarlega sonur M og Héraðsdómur Norðurlands eystra viðurkenndi þá niðurstöðu. A, B, C, D, E, F og G áfrýjuðu hins vegar dómnum, á þeirri forsendu að H og I gætu ekki átt aðild að máli til viðurkenningar á faðerni föður þeirra. Landsréttur reyndist sammála og rekur meðal annars sögu barnalaga. Í dómnum segir að takmarkanir á aðild að barnsfaðernismálum byggist upphaflega á hagsmunum móður og barns af því að hafa ákvörðunarvald um höfðun farðernismáls og síðar af beinum hagsmunum barnsins af því að vera rétt feðrað og réttar þess til að njóta umgengni og samvista við föður. Í umræddu máli séu þeir menn sem málið hverfist um ekki aðeins látnir, heldur standi aðilar málsins hvor öðrum mun fær en vera myndi um líffræðilegan föður og ætlað barn hans. „Verður að telja að hagsmunir stefndu af því að fá faðerni föður síns viðurkennt séu ekki sambærilegir við hagsmuni manns, og eftir atvikum barns, af því að fá dóm um að hann sé faðir barnsins. Þegar þetta er haft í huga og jafnframt litið til þeirra sjónarmiða og hagsmuna sem aðildarreglur í faðernismálum byggjast á verður ekki talið að stefndu hafi sýnt fram á að haldbær rök standi til þess, að óbreyttum lögum, að unnt sé að fallast á kröfur þeirra um viðurkenningu á því að M hafi verið faðir föður þeirra, K.“ Dómurinn í heild.
Réttindi barna Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira