Frá þessu greinir pakistanski miðillinn The Nation en Sadpara kom fram á stuttum blaðamannafundi í borginni Skardu fyrir skömmu.
Sagði hann að björgunaraðgerðir ættu að snúast um að finna líkamsleifar en líkurnar á því að einhver gæti komist lífs af eftir þriggja daga dvöl í 8 þúsund metra hæða væru litlar sem engar.
„Því miður var ég án súrefnis og í 8.200 metra hæð um vetur. Mér fannst það hafa áhrif á líkamlega heilsu mína og andlega heilsu. Faðir minn sagðist vera með annan súrefniskút sem ég ætti að nota en þegar ég fór að setja á mig súrefnisgrímuna þá lak hún. Þannig að ég fór niður,“ sagði Sadpara á blaðamannafundinum.
Sajid Sadpara son of Ali Sadpara said that #alisadpara and the other two climbers have done the K2 summit and on their return, they may have an accident. #K2WinterExpedition pic.twitter.com/kjEbnpEigX
— Skardu.pk (@Skardu_GB) February 7, 2021
Hann sagðist síðasta hafa séð til föður síns við svokallaðan „flöskuháls“, sem er í um 8.200 til 8.300 metra hæð.
„Ég held að hann hafi náð toppnum og verið á leið til baka. Það var vindasamt þessa nótt, sem hlýtur að hafa skapað vandamál.“
Forsætisráðherrann Imran Khan er sagður fylgjast náið með þróun mála og þá sagðist forsetinn Arif Alvi á laugardag biðja fyrir því að mennirnir fyndust heilir á húfi.
PM @ImranKhanPTI & COAS Gen Qamar Bajwa are concerned and personally following all developments regarding our missing mountaineers. High alt porters & Lama helis will restart search at the crack of dawn.
— Sayed Z Bukhari (@sayedzbukhari) February 6, 2021
Prayers needed from everyone for their safe return!#k2winterexpedition2021