„Byrjað að sjást í ána þar sem sást ekki í hana áður“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. febrúar 2021 13:42 Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa staðið vaktina við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. Mynd/Brynjar Vatnshæðin við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum hefur lækkað síðan í gær. Hætta er þó enn talin á krapahlaupum í ánni og er eftirlit við brúna. Eftirlitsmenn á vegum Vegagerðarinnar fylgjast með umferð um brúna alla helgina en aðeins er hægt að aka yfir hana frá níu á morgnana til sjö á kvöldin. Brynjar Örn Ástþórsson verkstjóri hjá Vegagerðinni á Húsavík er nú á svæðinu og segir hann enn hættu vegna klakastíflunnar sunnan við brúna. „Það er auðvitað enn þá bara rosalega mikill klaki. Bara þak yfir þessu öllu saman. Hún er eitthvað aðeins að byrja að opna sig þarna að ofanverðu og það getur að minni bestu vitund verið gott merki og það getur líka verið slæmt merki. Það er enn þá að koma krapi þarna niður og það sást á myndum sem voru teknar þarna í gær,“ segir Brynjar. Samkvæmt mælum Veðurstofunnar þá hefur vatnshæðin lækkað við brúna síðan í gær en er nú rúmir 470 sentimetrar. „Það er búið að hengja utan í brúna brúsa. Maður hefur séð að spottarnir eru stundum slakir og stundum bara sterktir. Þannig þetta er að hækka og lækka.“ Brynjar segir nú sjást í ána þar sem ekki sást í hana áður. „Það eru komin göt þar sem voru ekki göt áður.“ Erfitt er að meta nú hversu lengi takmarkanir verða á umferð yfir brúna. „Það er eiginlega alveg ómögulegt að segja hversu langan tíma þetta tekur. Þetta verður metið aftur betur á mánudaginn.“ Almannavarnir Tengdar fréttir Ekki hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast Vatnshæð við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum hefur lækkað frá því síðdegis í gær og gæti bent til þess að áin sé hægt og rólega að losa um krapann á yfirborðinu. Farið verður í eftirlitsflug nú síðdegis til að kanna betur aðstæður í ánni. Ekki sé hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast í ánni. 2. febrúar 2021 16:21 Vatn í Jökulsá fór yfir vatnshæðarþröskuldinn Í kringum miðnætti í nótt fór vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum yfir vatnshæðarþröskuldinn, 520 sentimetra. Vatnshæðin hefur hækkað hægt og rólega síðan um klukkan þrjú síðdegis í gær. 30. janúar 2021 08:30 Lýsa yfir óvissustigi vegna krapastíflu og flóðahættu Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra, hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna krapastíflu og flóðahættu í Jökulsá á Fjöllum, á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða. 28. janúar 2021 16:12 Bara krapi svo langt sem augað eygir Á morgun verður hafist handa við að ýta út krapa sem hefur safnast við veginn við Jökulsá á Fjöllum. Í gær þurfti að loka þjóðvegi eitt milli Mývatns og Egilsstaða vegna krapastífllu sem flæddi yfir veginn. 27. janúar 2021 21:32 Hafa opnað veginn yfir Jökulsá á Fjöllum Vegurinn yfir Jökulsá á Fjöllum hefur verið opnaður á ný en með takmörkunum. Veginum var lokað í gær vegna vísbendinga um að hreyfing væri komin á klakastífluna sunnan við brúna yfir ána. 3. febrúar 2021 11:54 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Eftirlitsmenn á vegum Vegagerðarinnar fylgjast með umferð um brúna alla helgina en aðeins er hægt að aka yfir hana frá níu á morgnana til sjö á kvöldin. Brynjar Örn Ástþórsson verkstjóri hjá Vegagerðinni á Húsavík er nú á svæðinu og segir hann enn hættu vegna klakastíflunnar sunnan við brúna. „Það er auðvitað enn þá bara rosalega mikill klaki. Bara þak yfir þessu öllu saman. Hún er eitthvað aðeins að byrja að opna sig þarna að ofanverðu og það getur að minni bestu vitund verið gott merki og það getur líka verið slæmt merki. Það er enn þá að koma krapi þarna niður og það sást á myndum sem voru teknar þarna í gær,“ segir Brynjar. Samkvæmt mælum Veðurstofunnar þá hefur vatnshæðin lækkað við brúna síðan í gær en er nú rúmir 470 sentimetrar. „Það er búið að hengja utan í brúna brúsa. Maður hefur séð að spottarnir eru stundum slakir og stundum bara sterktir. Þannig þetta er að hækka og lækka.“ Brynjar segir nú sjást í ána þar sem ekki sást í hana áður. „Það eru komin göt þar sem voru ekki göt áður.“ Erfitt er að meta nú hversu lengi takmarkanir verða á umferð yfir brúna. „Það er eiginlega alveg ómögulegt að segja hversu langan tíma þetta tekur. Þetta verður metið aftur betur á mánudaginn.“
Almannavarnir Tengdar fréttir Ekki hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast Vatnshæð við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum hefur lækkað frá því síðdegis í gær og gæti bent til þess að áin sé hægt og rólega að losa um krapann á yfirborðinu. Farið verður í eftirlitsflug nú síðdegis til að kanna betur aðstæður í ánni. Ekki sé hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast í ánni. 2. febrúar 2021 16:21 Vatn í Jökulsá fór yfir vatnshæðarþröskuldinn Í kringum miðnætti í nótt fór vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum yfir vatnshæðarþröskuldinn, 520 sentimetra. Vatnshæðin hefur hækkað hægt og rólega síðan um klukkan þrjú síðdegis í gær. 30. janúar 2021 08:30 Lýsa yfir óvissustigi vegna krapastíflu og flóðahættu Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra, hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna krapastíflu og flóðahættu í Jökulsá á Fjöllum, á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða. 28. janúar 2021 16:12 Bara krapi svo langt sem augað eygir Á morgun verður hafist handa við að ýta út krapa sem hefur safnast við veginn við Jökulsá á Fjöllum. Í gær þurfti að loka þjóðvegi eitt milli Mývatns og Egilsstaða vegna krapastífllu sem flæddi yfir veginn. 27. janúar 2021 21:32 Hafa opnað veginn yfir Jökulsá á Fjöllum Vegurinn yfir Jökulsá á Fjöllum hefur verið opnaður á ný en með takmörkunum. Veginum var lokað í gær vegna vísbendinga um að hreyfing væri komin á klakastífluna sunnan við brúna yfir ána. 3. febrúar 2021 11:54 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Ekki hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast Vatnshæð við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum hefur lækkað frá því síðdegis í gær og gæti bent til þess að áin sé hægt og rólega að losa um krapann á yfirborðinu. Farið verður í eftirlitsflug nú síðdegis til að kanna betur aðstæður í ánni. Ekki sé hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast í ánni. 2. febrúar 2021 16:21
Vatn í Jökulsá fór yfir vatnshæðarþröskuldinn Í kringum miðnætti í nótt fór vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum yfir vatnshæðarþröskuldinn, 520 sentimetra. Vatnshæðin hefur hækkað hægt og rólega síðan um klukkan þrjú síðdegis í gær. 30. janúar 2021 08:30
Lýsa yfir óvissustigi vegna krapastíflu og flóðahættu Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra, hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna krapastíflu og flóðahættu í Jökulsá á Fjöllum, á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða. 28. janúar 2021 16:12
Bara krapi svo langt sem augað eygir Á morgun verður hafist handa við að ýta út krapa sem hefur safnast við veginn við Jökulsá á Fjöllum. Í gær þurfti að loka þjóðvegi eitt milli Mývatns og Egilsstaða vegna krapastífllu sem flæddi yfir veginn. 27. janúar 2021 21:32
Hafa opnað veginn yfir Jökulsá á Fjöllum Vegurinn yfir Jökulsá á Fjöllum hefur verið opnaður á ný en með takmörkunum. Veginum var lokað í gær vegna vísbendinga um að hreyfing væri komin á klakastífluna sunnan við brúna yfir ána. 3. febrúar 2021 11:54