Þrír Íslendingar ákærðir í Namibíu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2021 14:50 Íslendingarnir þrír störfuðu allir fyrir Samherja í Namibíu. Vísir/Egill Þrír Íslendingar eru á meðal 26 sem hafa verið ákærðir í Samherjamálinu svokallaða sem er til meðferðar hjá yfirvöldum í Namibíu. Um er að ræða þá Ingvar Júlíusson, fjármálstjóra Samherja á Kýpur og í Afríku, Egil Helga Árnason, framkvæmdastjóra Mermaria Seafood Namibia, og Aðalstein Helgason fyrrverandi starfsmann Samherja. Fréttastofa hefur ákæruna undir höndum en Samherji hefur þegar brugðist við tíðindunum á vef sínum og segir ekkert óvænt við tíðindin. Í fyrirtöku í morgun hafi verið greint frá því að saksóknari hefði í hyggju að bæta við ákæru á hendur þremur namibískum félögum sem tengist Samherja og stjórnendum þeirra. „Samkvæmt namibískum lögum leiðir ákæra á hendur þessum fyrirtækjum sjálfkrafa til þess að stjórnendur þeirra sæta ákæru vegna stöðu sinnar,“ segir á vef Samherja. Eru fyrrnefndir Samherjamenn og aðrir ákærðu meðal annars sakaðir um mútuþægni og peningaþvætti. Samherji tekur fram að fyrirhuguð ákæra komi ekki á óvart í ljósi þeirra ásakana sem saksóknarar í Namibíu hafi áður sett fram og byggi meira og minna allar á staðhæfingum Jóhannesar Stefánssonar sem stýrði útgerðinni í Namibíu en var sagt upp störfum sumarið 2016. Jóhannes var heimildarmaður Kveiks í umfjöllun um Samherjaskjölin á sínum tíma. JUST IN: The prosecutor general has decided that the Fishrot fishing quotas corruption case should be transferred to the Windhoek High Court. The accused will include Icelandic fishing companies and executives, and they will be facing 14 charges. Video: Werner Menges pic.twitter.com/PxXJSsP52A— The Namibian (@TheNamibian) February 5, 2021 „Útgerð namibískra félaga sem tengjast Samherja var lögð niður í lok árs 2019 og unnið er að því að slíta félögunum endanlega. Ásakanir á hendur umræddum fyrirtækjum og einstaklingum á þeirra vegum eiga ekki við rök að styðjast nú frekar en fyrr. Framhald þessa máls verður á næstu mánuðum. Ef ákæra verður gefin út á hendur áðurnefndum fyrirtækjum gefst Samherja þá fyrst kostur á að koma fram vörnum sínum en slíkri ákæru verður varist af fullum krafti.“ Réttarhöld í málinu eru fyrirhuguð fyrir Hæstarétti í borginni Windhoek í Namibíu þann 22. apríl. Þeim Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor, Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengdasyni Esau og frænda áðurnefnds James, og Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Namgomar, er gefið að sök að hafa þegið mútur frá félögum tengdum Samherja, í skiptum fyrir aðgang að gjöfulum fiskimiðum Namibíu. Auk þeirra sitja Pius Mwatelulo og Mike Nghipunya einnig á sakamannabekk til viðbótar við forsvarsmenn ýmissa fyrirtækja og Íslendinganna þriggja. Samherjaskjölin Mest lesið Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Fréttastofa hefur ákæruna undir höndum en Samherji hefur þegar brugðist við tíðindunum á vef sínum og segir ekkert óvænt við tíðindin. Í fyrirtöku í morgun hafi verið greint frá því að saksóknari hefði í hyggju að bæta við ákæru á hendur þremur namibískum félögum sem tengist Samherja og stjórnendum þeirra. „Samkvæmt namibískum lögum leiðir ákæra á hendur þessum fyrirtækjum sjálfkrafa til þess að stjórnendur þeirra sæta ákæru vegna stöðu sinnar,“ segir á vef Samherja. Eru fyrrnefndir Samherjamenn og aðrir ákærðu meðal annars sakaðir um mútuþægni og peningaþvætti. Samherji tekur fram að fyrirhuguð ákæra komi ekki á óvart í ljósi þeirra ásakana sem saksóknarar í Namibíu hafi áður sett fram og byggi meira og minna allar á staðhæfingum Jóhannesar Stefánssonar sem stýrði útgerðinni í Namibíu en var sagt upp störfum sumarið 2016. Jóhannes var heimildarmaður Kveiks í umfjöllun um Samherjaskjölin á sínum tíma. JUST IN: The prosecutor general has decided that the Fishrot fishing quotas corruption case should be transferred to the Windhoek High Court. The accused will include Icelandic fishing companies and executives, and they will be facing 14 charges. Video: Werner Menges pic.twitter.com/PxXJSsP52A— The Namibian (@TheNamibian) February 5, 2021 „Útgerð namibískra félaga sem tengjast Samherja var lögð niður í lok árs 2019 og unnið er að því að slíta félögunum endanlega. Ásakanir á hendur umræddum fyrirtækjum og einstaklingum á þeirra vegum eiga ekki við rök að styðjast nú frekar en fyrr. Framhald þessa máls verður á næstu mánuðum. Ef ákæra verður gefin út á hendur áðurnefndum fyrirtækjum gefst Samherja þá fyrst kostur á að koma fram vörnum sínum en slíkri ákæru verður varist af fullum krafti.“ Réttarhöld í málinu eru fyrirhuguð fyrir Hæstarétti í borginni Windhoek í Namibíu þann 22. apríl. Þeim Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor, Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengdasyni Esau og frænda áðurnefnds James, og Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Namgomar, er gefið að sök að hafa þegið mútur frá félögum tengdum Samherja, í skiptum fyrir aðgang að gjöfulum fiskimiðum Namibíu. Auk þeirra sitja Pius Mwatelulo og Mike Nghipunya einnig á sakamannabekk til viðbótar við forsvarsmenn ýmissa fyrirtækja og Íslendinganna þriggja.
Samherjaskjölin Mest lesið Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira